{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{þriðjudagur, nóvember 27, 2007}

 
Peewwww.....þegar þögnin er loksins rofin er fáránlega erfitt að ákveða um hvað skal skrifað hér á Strætið.
Það ber náttúrulega hæst í fréttum að BB er orðinn doktor og kláraði sitt með mestum sóma eins og henni er einni lagið. Ég var svo heppin að fá tækifæri til að fara með Oscari á vörnina þó svo við værum stödd hér á klakanum. Já svona er tæknin meiriháttar. Þarna stóð BB prúðbúin og ég verð hreinlega að viðurkenna að ég skildi bara það fyrsta sem hún sagði: "hello, today I´m going to..." Ég sem hélt að eftir allar ferðir mínar á labbið til hennar og mörg tækifæri til að lesa yfir blaðsíður hér og þar úr ritum hennar að ég myndi skilja meira en ó nei :/ Hins vegar var ég afar glöð þegar hún var komin að niðurstöðukaflanum því þar voru þessar fallegu myndir af mólikúlum og potential eins og gamlir vinir sem kölluðu mig til sín. Ég lokaði augunum og minntist óendanlega margar ferða í Hbar þegar vísindin voru að bera okkur báðar ofurliði og við bara urðum að fá okkur kaffi. Ég pantaði kaffið sem BB hafði komið mér á bragðið með en sjálf var hún ævintýragjarnari og farin að drekka Latte Mate til að hlífa maganum aðeins :) Þegar ég svo hrökk upp úr þessum hugleiðingum var BB búin að heilla alla nefndina upp úr skónum og þeir farnir að plotta um hvernig hægt væri að halda henni í Seattle aðeins lengur. Já það plott tókst í bili en við hér á Íslandi erum ekki af baki dottinn með að ná henni heim.....Okkar tími mun koma!!!!

Og þó afar seint sé, þá langar mig að láta verða af því og óska Dr. BB innilega til hamingju með áfangann.....þú ert stjarna kæra vinkona!!!!!

Hin ástæða þess að ég ríf þögnina hér er hreinlega til að senda "shout out" til allra X og núverandi Síattlínga. Ég var að skoða forláta bók sem BB gaf mér í jólagjöf fyrir tæpu ári þar sem saga Sesamestrætis sl. 5 ár er rakin í máli og myndum. Því langar mig að segja að ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa kynnst svona hrikalega mörgum frábærum manneskjum. Mikið vildi ég að þið gætuð skoðað bókina með mér og rifjað upp sögurnar á bak við myndirnar :) Svo ef ykkur langar í smá ferðalag aftur í tímann er ekkert annað að gera en að bóka kaffi í Safamýrinni og leggja upp í ferð.

Þar til næst, þú skalt ekki hryggjast þegar þú skilur við vin þinn því það sem þér þykir vænst um í fari hans getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaðurinn sér fjallið bezt af sléttunni.

posted by Cookie Monster 2:59 e.h.



{föstudagur, júní 15, 2007}

 
Mynd segir meira en mörg orð :)


posted by Cookie Monster 1:36 f.h.



{föstudagur, maí 18, 2007}

 
Þá eru doktorar strætisins orðnir tveir !!!

Kúkkí varði doktors ritgerðina sína af miklum myndarskap í morgun. Eitthvað var ein nefndar konan að strögla við eftirnafn ný doktorsins, eins og fólki geti ekki borið fram Dr. Monster ? Raunar er þetta óþarfa hátíðleiki að vera nota þessi eftirnöfn, Dr. Kúkkí eða Doktor Helga hljómar alveg prýðilega að mínu mati.

Til hamingju enn og aftur !!!!

posted by Big Bird a.k.a. BB 2:29 e.h.



{föstudagur, maí 11, 2007}

 
Hvað gera doktorskandidatar þegar þeir hafa fengið sig fullsadda af því að búa til glærur fyrir vörn sem fram mun fara eftir viku? Jú þeir skella inn færslu á Strætið :)

Og í þetta sinn verður boðið upp á draumaráðningu og veit ég að GÖE vinur minn mun verða sérlega glaður að lesa þennan pistil þar sem hann jú trúir því statt og stöðugt að draumar séu svo miklu meira en rugl :Þ

Draumurinn sem mig dreymdi var e-n veginn svona:
Ég var stödd ásamt mömmu, ömmu, Mistu og Sonju á Akureyri og gistum við þar í íbúð sem var eitt sinn heimili ömmu minnar og ég eyddi löngum stundum sem barn. Í draumnum hafði þessi íbúð öðlast það hlutverk að vera orlofsíbúð og vorum við þarna staddar um vetur. Eitthvað hafði komið upp á (ekki kom fram hvað það var) og ég þurfti að rjúka til Rvíkur og átti að hafa Mistu með mér. En þar sem við vorum bara á einum bíl þá vantaði mig farartæki því ekki vildi ég skilja kellurnar eftir bíllausar. Axel frændi hafði þá samband við mig og sagðist geta lánað mér bíl til ferðarinnar. Hann mætti á staðinn og rétti mér lykla að glænýjum svörtum og hrikalega svölum Benz sem hann átti. Ég tók við lyklunum en hugsaði með mér að það væri nú ekkert gamanmál að keyra afturhjóladrifinn bíl í hálku og snjór. Ég fann fyrir hræðslu en lét sem ekkert væri því ekki vildi ég hræða Mistu. Ég opnaði bílinn og þá komu í ljós svört leðuráklæði og hrikalega þægileg sæti. Ég kom ferðatölvunni minni varlega fyrir og fór svo og sótti restina af farangrinum. Svo settist ég undir stýri og við Mista keyrðum af stað. Bílinn lét afar vel að stjórn og ég fann að ég hafði fullkomið vald á bílnum og hætti því að kvíða því að missa kannski stjórnina í snjónum og hlakkaði bara til að takast á við færðina. Og svo vaknaði ég :)

Draumráðning frænku minnar var svo eitthvað á þessa leið:
Ég er uþb að hefja nýtt líf (fara frá æskustöðvunum suður) þar sem ég er við það að útskrifast og hefja næsta kafla (þarf að fara suður) í lífinu sem sérfræðingur á mínu sviði. Eitthvað er ég samt óörugg með að ég geti, þegar á hólminn er komið, ráðið við verkefnin sem að sérfræðingnum verða rétt (hræðsla við hálkuna á leiðinni) en ég reyni að halda andlitinu fyrir þá sem munu vinna með mér (læt sem ekkert sé við Mistu). Þegar ég hefst svo handa við þau verkefni sem bíða mín þá kemst ég að því að ég bý yfir yfirgripsmikilli þekkingu og get nýtt mér hana þegar til þess kemur (fæ flottan bíl sem lætur afar vel að stjórn þegar á reynir).

Freud hvað? Ég verð að viðurkenna það að lokum að þegar ég vaknaði langaði mig sem snöggvast að sofna aftur og halda áfram að keyra þenna flotta bíl. Peewww ég vona að ég fái einhvern tíman að prufa svona bíl í raunveruleikanum.

Þar til næst, Learn from your dreams what you lack (W.H. Auden)

posted by Cookie Monster 8:43 e.h.



{mánudagur, apríl 30, 2007}

 
Frændi minn sendi mér þessa slóð og ég bara verð að deila henni með ykkur :Þ Þessi er líka fyndinn. Alltaf gott að skella upp úr í byrjun vikunnar...þá fer hún vel af stað og getur varla klikkað.

Þar til næst, LOL

posted by Cookie Monster 10:56 f.h.



{miðvikudagur, apríl 25, 2007}

 
Eins og margir vita þá vinnur Mista systir mín á Café Rósenberg með skólanum. Café Rósenberg er sá staður sem hefur veitt ungum og upprennandi tónlistarmönnum hvað flest tækifæri og mest frelsi undanfarin ár en staðurinn skemmdist illa í bruna og er tvísýnt með framhaldið.

Mista sendi mér í gær þessa slóð það sem velunnarar staðarins ákveðið að taka höndum saman og safna nægu fé til að byggja staðinn upp að nýju. Þessi hópur fólks kallar sig Tryggingasamsteypu Þórðar Pálmasonar, og berst líka fyrir því að Þórður, betur þekktur sem Doddi á Rosenberg, fái að halda áfram því óeigingjarna starfi sem hann hefur unnið í þágu íslenskrar tónlistar undanfarin ár. Með þetta að markmiði verður blásið til tvennra stórtónleika í Loftkastalanum undir yfirskriftinni Reisum Rosenberg. Dagskráin er skipuð nokkrum þeirra hljómsveita sem hafa komið fram á Rosenberg í gegnum tíðina og sett svip sinn á staðinn.Ég vildi vekja athygli lesenda Sesamestrætis á þessu, allavega þeim sem unna góðri tónlist....þá er um að gera að skella sér á tónleikana um helgina.
Einnig langar mig að benda fólki á að skrifa undir áskorun til Borgaryfirvalda um að Rósenberg fái að lifa áfram að Lækjargötu 2. En áskorunina má finna neðst á ReisumRosenberg síðunni.

Stöndum þétt saman, snúum bökum saman!

posted by Cookie Monster 1:10 e.h.



{þriðjudagur, apríl 17, 2007}

 
kaffi er ekki sama og kaffi, það ætti allflestum sem drekka þennan unaðsdrykk að vera ljóst. Ég drekk að jafnaði ansi mikið kaffi og þegar mikið er að gera einsog hef verið undanfarið drekk ég ennþá meira. Kaffið bæði rógar mig og heldur mér vakandi en þó hefur borið eilítið á koffein skjálfta undan farið, sérstaklega þegar líður á daginn. Til þess að bregðast við því hef ég seinni partinn skipt yfir í suður Ameríkst te sem kallast Mate og hefur svipaða eiginleika og kaffið en þó án aukaverkanna eins og skjálftans. Ég get nú ekki sagt að mér finnst Mate eins gott og sterkt kaffi en ég ætla nú samt að reyna að halda mig við það í tilraunskyni að minnsta kosti.

Eini gallinn við þennan töfradrykk er að það getur reyndst ansi vandasamt að verða sér út um hann þó svo hann sé seldur í öllum kaffihúsunum í skólanum. Ég fer mjög reglulega á eitt af þessum kaffihúsum, svo reglulega að starfsfólkið veit nákvæmlega hvað það er sem ég vill og útbýr það fyrir mig meðan ég bíð í röðinni. Þangað get ég eðlilega ekki farið til þess að kaupa mér annað en þetta venjulega því það færi hreinlega alveg með kerfið. Hin kaffihúsin eru fín fyrir utan skilningsleysið sem ég mæti á þessum stöðum, vandamálið er nefnilega að stundum útbúa þau fyrir mig Latte í stað mate. Fyrir mig sem er vön að fá mér tvöfaldan expressó á morgnanna er lapþunnt mjólkurkaffi ekki endilega það sem mig langar í eftir matinn. Í dag er einmitt enn af þessum dögum, klukkan langt gengin tvö og ég nýbúin að þvinga niður eins og einn bolla af latte og er hálf bumbult af mjólkursullinu. Kaffi drykkjan missir gersamlega marks enda syfjar mig bara af volgri mjólkinni.
Ætli ég fari ekki bara inn á skrifstofu og leggi mig stundakorn og kem svo fersk í seinni partinn og nóttina

posted by Big Bird a.k.a. BB 1:10 e.h.


spacer