{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{föstudagur, maí 11, 2007}

 
Hvað gera doktorskandidatar þegar þeir hafa fengið sig fullsadda af því að búa til glærur fyrir vörn sem fram mun fara eftir viku? Jú þeir skella inn færslu á Strætið :)

Og í þetta sinn verður boðið upp á draumaráðningu og veit ég að GÖE vinur minn mun verða sérlega glaður að lesa þennan pistil þar sem hann jú trúir því statt og stöðugt að draumar séu svo miklu meira en rugl :Þ

Draumurinn sem mig dreymdi var e-n veginn svona:
Ég var stödd ásamt mömmu, ömmu, Mistu og Sonju á Akureyri og gistum við þar í íbúð sem var eitt sinn heimili ömmu minnar og ég eyddi löngum stundum sem barn. Í draumnum hafði þessi íbúð öðlast það hlutverk að vera orlofsíbúð og vorum við þarna staddar um vetur. Eitthvað hafði komið upp á (ekki kom fram hvað það var) og ég þurfti að rjúka til Rvíkur og átti að hafa Mistu með mér. En þar sem við vorum bara á einum bíl þá vantaði mig farartæki því ekki vildi ég skilja kellurnar eftir bíllausar. Axel frændi hafði þá samband við mig og sagðist geta lánað mér bíl til ferðarinnar. Hann mætti á staðinn og rétti mér lykla að glænýjum svörtum og hrikalega svölum Benz sem hann átti. Ég tók við lyklunum en hugsaði með mér að það væri nú ekkert gamanmál að keyra afturhjóladrifinn bíl í hálku og snjór. Ég fann fyrir hræðslu en lét sem ekkert væri því ekki vildi ég hræða Mistu. Ég opnaði bílinn og þá komu í ljós svört leðuráklæði og hrikalega þægileg sæti. Ég kom ferðatölvunni minni varlega fyrir og fór svo og sótti restina af farangrinum. Svo settist ég undir stýri og við Mista keyrðum af stað. Bílinn lét afar vel að stjórn og ég fann að ég hafði fullkomið vald á bílnum og hætti því að kvíða því að missa kannski stjórnina í snjónum og hlakkaði bara til að takast á við færðina. Og svo vaknaði ég :)

Draumráðning frænku minnar var svo eitthvað á þessa leið:
Ég er uþb að hefja nýtt líf (fara frá æskustöðvunum suður) þar sem ég er við það að útskrifast og hefja næsta kafla (þarf að fara suður) í lífinu sem sérfræðingur á mínu sviði. Eitthvað er ég samt óörugg með að ég geti, þegar á hólminn er komið, ráðið við verkefnin sem að sérfræðingnum verða rétt (hræðsla við hálkuna á leiðinni) en ég reyni að halda andlitinu fyrir þá sem munu vinna með mér (læt sem ekkert sé við Mistu). Þegar ég hefst svo handa við þau verkefni sem bíða mín þá kemst ég að því að ég bý yfir yfirgripsmikilli þekkingu og get nýtt mér hana þegar til þess kemur (fæ flottan bíl sem lætur afar vel að stjórn þegar á reynir).

Freud hvað? Ég verð að viðurkenna það að lokum að þegar ég vaknaði langaði mig sem snöggvast að sofna aftur og halda áfram að keyra þenna flotta bíl. Peewww ég vona að ég fái einhvern tíman að prufa svona bíl í raunveruleikanum.

Þar til næst, Learn from your dreams what you lack (W.H. Auden)

posted by Cookie Monster 8:43 e.h.


spacer