|
|
sunnudagur, mars 21, 2004
Humm.....þetta hefur verið helgi hinnar miklu afslöppunar af minni hálfu allavega. Það er svona þegar maður kemst í frí að oftast fer allt á fullt að vera í fríi. Í þetta sinn breytti ég útaf fyrri hegðun því að fyrsta helgin í fríi var ekki skipulögð út í ystu æsar eins og ofast áður hjá mér. Þannig lagðist ég bara upp í rúm á föstudagskvöldið eftir að hafa sofnað yfir tímatökunni í Formúlunni (samt ekki það fast að ég sá Webberinn vinna annað sætið) og stillti ekki klukkuna þar sem ég ætlað mér að sofa út á laugardagsmorgni. En eitthvað var hann karl faðir minn með aðrar hugmyndir því að hann hringdi hér kl 9.30 í roknar stuði, raunar ofvirkur bara og "high" af sykuráti þar sem afmælisveisla litla bróðurs míns var enn í gangi. Svo mikil voru lætin í krökkunum að ég heyrði varla nema annað hvert orð sem pabbiSif sagði t.d. : MR......eftir.....sigurgöngu. Humm.....ekki var neitt í vit í þessu en sem betur fer sáu sér fleiri leik á borði að segja mér frá úrslitum GettuBetur og telst mér til að u.þ.b. 7 manns hafi komið því að með einum eða öðrum hætti að MR tapaði. Tja.......ég syng samt hástöfum: fyrst kemur MR MR MR, svo kemur MR MR MR, síðan kemur MR MR MR...endalaust!!!. Hihihi jamm litla systir lærði þessa þulu snemma og líklega er það aðalástæða þess að hún ákvað að fara í Verzló, of mikill áróður getur sem sagt haft slæmar afleiðingar.
Og talandi um litlu systur.....hún átti líka afmæli í gær og mun fara í bílprófið á morgun mánudag. Ég splæsti á hana símtali í tilefni dagsins og náði henni í miðju matarboði sem hún hélt fyrir vinkonur sínar. Jamm þessi elska nýtti tækifærið þar sem hún var ein heima að bjóða heim en það var víst ekki partý sko.....bara svona smá matur og allt með samþykki mömmu náttúrulega, nema hvað. Já hún var svona líka ánægð með afmælisgjöfina, Mista sagði:"jakkinn er fokking trylltur mar" jamm maður þekkir sitt heima fólk. Eftir samtalið fór ég með BB og Oscar að hitta hana Evu sem var að koma til Seattle á ráðstefnu og síðar í frí. Hún mun fá hann Torfa sinn hingað út á fimmtudaginn og höfum við miskunað okkur yfir þau og lofað gistirými í ca 4-6 daga. Þar sem að með gjöf skal gjöf gjalda og buðust þau skötuhjú til að grípa með pakka frá fjölskyldum okkar ef að þess væri óskað. Ekki skal að því spyrja að þetta tækifæri var nýtt og núna er fyrsta sending komin í hús, já hér flæðir lakkrís, djúpur, ostur og páskaegg um allt hús, en það er ekki allt komið enn því að seinni sendillinn mun koma með páskalambið og grænar ORA baunir, je baby je :Þ
Og loksins kom ég því í verk að kaupa mér vefmyndavél. Já ekki get ég verið minni en tækjaóðir vinir mínir á Íslandi svo að ég splæsti 30 bökks í þetta tæki og hvílík snilld. Úff ég er búin að vera á msn í allan dag að og leika mér að nýja dótinu mínu.......já það er hætt við því að ég verði að skipuleggja mastersritgerðasmíði mína í kringum vökustundir vina og ættingja á klakanum ef ég á að útskrifast í júní. Ég bara sýni mig á netinu frá ca 10 kl 16 að mínum tíma og skrifa svo frá kl 16 fram undir morgun. Humm þetta ætti að ganga upp svona.
Og eitt að síðust, við systur erum frekar líka og pabbi staðfesti þetta enn frekar á laugardaginn. Þannig er að fjarskyldur fjölskyldumeðlimur dó og pabbi mætti í jarðaförina á fimmtudaginn. Hann var svo að segja systur minni frá þessu og það var eitthvað á þessa leið.
P: ég var að koma úr jarðaför, það var verið að jarða X, manninn hennar Z sem er frænka þín.
M: já já er það, hvað er hann dáinn?
P: nei nei hann er ekkert dáinn, þetta var bara æfing.
Hihihi........það skemmtilega er að ég spurði pabba nákvæmlega svona fyrir nokkrum mánuðum er annar fjarskyldurfjölskyldumeðlimur dó.
Góðar stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:48 e.h.
fimmtudagur, mars 18, 2004
Fundið er hámark stjórnseminnar, meyjan, sem gjarnan vill hafa stjórn á hlutunum húðskammaði skáspilin fyrir að lenda á vitlausum stöðum. Tja ég þakka þá bara fyrir að hún hafi ekki beðið um að spilum yrði skipt út.
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:43 e.h.
Eins og við var að búast kláraði Kúkkí lokaprófið sitt með stæl, ég fór í mitt eina lokapróf í gær og var uppgefin eftir átökin. Yfirleitt eru lokaprófin hérna, verkefni, ''take home'' eða klukkutíma próf sem gildir 20 % eða svo, oft á tíðum má vera með allt sem þér dettur í hug í þessum prófum.
Prófið mitt minnti mig hinsvegar á gamla tíma í HÍ, þriggja tíma próf og hjálpargögn engin. Það er ansi langt síðan ég hef farið í svona próf en ég var nú samt vissum að fyrirkomulagið myndi henta mér vel. Eitthvað hlýt ég samt vera farin að ryðga því þó svo ég leysti öll dæmin án þess svo mikið sem hika veitti mér ekkert af þessum þremur tímum. Sú var nú tíðin að maður leysti reikni prófin á mun styttri tíma og notaði svo restina til þess að fara yfir.
Það varð svo eitthvað minna úr hátíðarhöldum í tilefni Sant Patrics, en þann dag nýta ''ramm írskir'' ameríkanar til þess að hrynja ærlega í það. Það vantaði ekki hugmyndirnar en eitthvað varð framkvæmdin minni, ég hringaði mig bara saman fyrir framan kassan og rifjaði upp grill uppskriftir af mannakjöti með hjálp steiktra grænna tómata, snildarmynd.
Tja þá erum við tæknilega komin í ''spring break'' en því miður er orðið tæknilega lykilatriði, jammm back to work.
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:41 f.h.
mánudagur, mars 15, 2004
Jæja það er komið að lokaprófinu hjá mér í sorgar og sorgarviðbragða kúrsi mínum. Nemendum er gert að mæta heim til kennarans kl 16 á morgun með eitthvað góðsætt á hlaðborðið. Prófið fer þannig fram að við munum öll hlaða diska okkar af góðgæti, setjast niður og tala hvert og eitt í 5 mín um hvað það var í raun sem við lærðum af öllum skyldulestri og samræðum. BB er hins vegar viss um að við verðum metin eftir færni okkar í að koka matinn og er hún sannfærð um að ekki muni mér farnast vel í þeim málum. Þeir sem mig þekkja vita að oftast fer ég með matseðilinn framan á mér heim og telur BB að þess vegna hafi ég einmitt keypt mér kaffilitaðan bol svo að ekki verið eins áberandi að þegar ég sulla framan á mig kaffinu. Mælir hún eindregið með því að ég svindli í prófinu og taki með mér smekk. Tja það var hvergi tekið fram í prófareglunum að ekki mætti notast við hjálpartæki svo að ég er búin að grafa upp forlátan gulan smekk er mér var gefin í afmælisgjöf um árið. Svo er bara að sjá hvort ég verð tekin fyrir svindl :Þ
En hvað ég ætti að leggja til á hlaðborðið var mér erfiðari ákvörðun. Í fyrstu fannst mér gráupplagt að búa til síldarsalat að íslenskum sið en þar sem að ég steingleymdi að fara í Scandinava búðina og kaupa síld og rauðbeður verður það að bíða betri tíma. En hvað gera Danir þá? Ekki veit ég það, en Íslendingar hrista fram úr erminni pönnsur. Í kjallaranum fann ég pönnukökupönnu sem BB erfði eftir burtflutta Íslendinga og sló ég í deigið. Ekki hefði hún langamma mín verið ánægð með fyrstu pönnsurnar.....þær voru meira í ætt við lummur þar sem þykktin var gríðarleg en sannfærð er ég um að langamma kom og greip í taumana því á endanum var ég alveg búin að ná því að samhæfa snúninginn á pönnunni við flæðið úr ausunni og sver ég að hægt er að lesa Moggann í gegnum síðustu pönnsurnar. Nú svo er bara að sykra og rúlla og bjóða fórnarlömbum að smakka. Einn, tveir, þrír.............þau anda enn og það sem meira er bara segja að það smakkist vel. He he he he, enda notaði ég leynibragðið hennar Jónu ömmu, já alltaf að setja skvettu af vanilludropum í deigið og allir verða glaðir. Vona bara að íslenskar sunnudagspönnsur falli Kananum í geð.
Góðar Stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:20 e.h.
|
 |