{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{fimmtudagur, mars 18, 2004}

 
Fundið er hámark stjórnseminnar, meyjan, sem gjarnan vill hafa stjórn á hlutunum húðskammaði skáspilin fyrir að lenda á vitlausum stöðum. Tja ég þakka þá bara fyrir að hún hafi ekki beðið um að spilum yrði skipt út.


posted by Big Bird a.k.a. BB 11:43 e.h.

 
Eins og við var að búast kláraði Kúkkí lokaprófið sitt með stæl, ég fór í mitt eina lokapróf í gær og var uppgefin eftir átökin. Yfirleitt eru lokaprófin hérna, verkefni, ''take home'' eða klukkutíma próf sem gildir 20 % eða svo, oft á tíðum má vera með allt sem þér dettur í hug í þessum prófum.
Prófið mitt minnti mig hinsvegar á gamla tíma í HÍ, þriggja tíma próf og hjálpargögn engin. Það er ansi langt síðan ég hef farið í svona próf en ég var nú samt vissum að fyrirkomulagið myndi henta mér vel. Eitthvað hlýt ég samt vera farin að ryðga því þó svo ég leysti öll dæmin án þess svo mikið sem hika veitti mér ekkert af þessum þremur tímum. Sú var nú tíðin að maður leysti reikni prófin á mun styttri tíma og notaði svo restina til þess að fara yfir.
Það varð svo eitthvað minna úr hátíðarhöldum í tilefni Sant Patrics, en þann dag nýta ''ramm írskir'' ameríkanar til þess að hrynja ærlega í það. Það vantaði ekki hugmyndirnar en eitthvað varð framkvæmdin minni, ég hringaði mig bara saman fyrir framan kassan og rifjaði upp grill uppskriftir af mannakjöti með hjálp steiktra grænna tómata, snildarmynd.

Tja þá erum við tæknilega komin í ''spring break'' en því miður er orðið tæknilega lykilatriði, jammm back to work.

posted by Big Bird a.k.a. BB 10:41 f.h.



{mánudagur, mars 15, 2004}

 
Jæja það er komið að lokaprófinu hjá mér í sorgar og sorgarviðbragða kúrsi mínum. Nemendum er gert að mæta heim til kennarans kl 16 á morgun með eitthvað góðsætt á hlaðborðið. Prófið fer þannig fram að við munum öll hlaða diska okkar af góðgæti, setjast niður og tala hvert og eitt í 5 mín um hvað það var í raun sem við lærðum af öllum skyldulestri og samræðum. BB er hins vegar viss um að við verðum metin eftir færni okkar í að koka matinn og er hún sannfærð um að ekki muni mér farnast vel í þeim málum. Þeir sem mig þekkja vita að oftast fer ég með matseðilinn framan á mér heim og telur BB að þess vegna hafi ég einmitt keypt mér kaffilitaðan bol svo að ekki verið eins áberandi að þegar ég sulla framan á mig kaffinu. Mælir hún eindregið með því að ég svindli í prófinu og taki með mér smekk. Tja það var hvergi tekið fram í prófareglunum að ekki mætti notast við hjálpartæki svo að ég er búin að grafa upp forlátan gulan smekk er mér var gefin í afmælisgjöf um árið. Svo er bara að sjá hvort ég verð tekin fyrir svindl :Þ

En hvað ég ætti að leggja til á hlaðborðið var mér erfiðari ákvörðun. Í fyrstu fannst mér gráupplagt að búa til síldarsalat að íslenskum sið en þar sem að ég steingleymdi að fara í Scandinava búðina og kaupa síld og rauðbeður verður það að bíða betri tíma. En hvað gera Danir þá? Ekki veit ég það, en Íslendingar hrista fram úr erminni pönnsur. Í kjallaranum fann ég pönnukökupönnu sem BB erfði eftir burtflutta Íslendinga og sló ég í deigið. Ekki hefði hún langamma mín verið ánægð með fyrstu pönnsurnar.....þær voru meira í ætt við lummur þar sem þykktin var gríðarleg en sannfærð er ég um að langamma kom og greip í taumana því á endanum var ég alveg búin að ná því að samhæfa snúninginn á pönnunni við flæðið úr ausunni og sver ég að hægt er að lesa Moggann í gegnum síðustu pönnsurnar. Nú svo er bara að sykra og rúlla og bjóða fórnarlömbum að smakka. Einn, tveir, þrír.............þau anda enn og það sem meira er bara segja að það smakkist vel. He he he he, enda notaði ég leynibragðið hennar Jónu ömmu, já alltaf að setja skvettu af vanilludropum í deigið og allir verða glaðir. Vona bara að íslenskar sunnudagspönnsur falli Kananum í geð.

Góðar Stundir

posted by Big Bird a.k.a. BB 11:20 e.h.



{sunnudagur, mars 14, 2004}

 
Eftir mikið jaml japp og fuður var mér falið að skrifa nokkur orð hér á Strætið. Ekki það að hinir íbúarnir séu afar uppteknir, annar situr t.d. hér í Meyjarhofinu og leggur kapal í tölvunni. En það er bara svona stundum, sumir strita á meðan aðrir eru skikkaðir til að vinna.

Hrikalega er langt síðan við skrifuðum eitthvað hér, sýnist það hafa verið á þriðjudaginn síðast svo ætli sé ekki best að reyna að rifja upp hvað hefur á daga okkar drifið síðan þá.

Miðvikudagur, tja ég mætti allavega galvösk í skólann um kl 8 þar sem ég átti að halda fyrirlestur um kvíðastillandi lyf fyrir fólkið sem er með mér í lyfjafræði. Prófessorinn hefur þann einkennilega hátt á að skipta nemendunum upp í hópa og láta þá halda 2.5 klukkutíma fyrirlestra um hin ýmsu geðlyfjaflokka fyrir hina nemana. Á meðan situr hún bara og hlustar og besservissast þegar það á við. Já þessu hef ég ekki lent í áður en þeir sem þetta lesa og eru að kenna er velkomið að skoða þennan möguleika......þarna er alveg lágmarks áreynsla kennarans en samt peningur í vasann. Svo var ég bara í skólanum allan daginn en þegar heim var komið átti ég eftir að klára ritgerð í lyfjafræðinni sem ég rétt náði að skila kl 4 mín í miðnætti, náði því á deadline....ne ne ne ne ne. Ekki veit ég hvað BB var annað að gera á labbinu en að bræða tilraunatól sín og brjóta......Murphy er held ég bara fluttur inn á labbið til hennar :Þ

Fimmtudagur, þar sem ég var komin í frí svaf ég út.... sökum aldurs kallast það víst nú orðið hjá mér að sofa út ef að ég næ að opna augun ekki fyrir kl 10. Hvert er þetta eiginlega að stefna.......mamma sem sagði alltaf að ég gæti bara sofið þegar ég væri orðin gömul....tuhhh það sýnist mér bara vera helber lygi og vitleysa. Þannig að ég hvet ykkur, mér yngra fólk að grípa tækifærið núna á meðan þið eruð enn ung og sofa, og sofa og sofa, því ekki kemur ykkur dúr á auga þegar þið verðið komin á minn aldur.

Föstudagur, humm....já nú man ég hvað var fyrir stafni. Ég mætti í síðasta verknámsgeðviðtalið mitt kl 10 en þá hafði skjólstæðingurinn einmitt afboðað. Já klukkutíma strætó ferð til einskis. Tja ekki alveg til einskis því á leiðinni í skólann um morguninn með strætó leystum við BB atvinnuleysis vanda Íslendinga. Þannig er að hér í Seattle er merkileg starfstétt ein sem við teljum rétt að innleiða á Íslandi og skapa þannig óteljandi störf. Þessa starfstétt höfum við nefnt Skiltahaldara, já og þú spyrð hvað gerir skiltahaldari? Jú hún/hann heldur á skilti. Alls staðar þar sem að vegavinna er hér í Seattle eru amk 3-6 skiltahaldara að störfum með vegavinnuflokknum. Þeir hafa það hlutverk að passa að við, gangandi og akandi vegfarendur keyrum og göngum ekki á vegavinnuflokksmennina, hvað þá dettum ofan í holur sem þeir hafa grafið. Sem sagt, ábyrðamikið starf og bráðnauðsynlegt. Við BB erum um þessar mundir að hanna námsskrá fyrir þessa iðngrein og verða m.a. eftirfarandi tímar: Klæðnaður 101, Handahreyfingar 104-bóklegt/verklegt, Stöður 105- bóklegt/verklegt og Brostækni-verklegt. Nú svo komumst við að því að æskilegt er að bjóða upp á framhaldsnámi í þessari grein sem mun kallast: Skiltahald-myrkratækni. Jamm....áhugasamir eru vinsamlega beðnir að hafa samband.

Laugardagur, Morfeus (Hondan okkar) var orðin frekar þreyttur í bremsunum og var hugmyndin að fara með hann á verkstæði á mánudaginn en eitthvað fór BB að tjá sig um þetta við samlabbing sinn og kom þá upp úr kafinu að stúlka sú hafði einmitt unnið á bilvélaverkstæði og vildi ólm spara okkur pening með því að skipta um bremsuklossa fyrir okkur. Jú.....girl power sögðum við bara og þáðum boðið. Tja ég held að geðheilsu foreldra okkar vegna sé best að halda því leyndu hvernig klossarnir voru leiknir á bílnum svo ég tali ekki um bremsu diskana. Tek mér bara orð stúlkunnar í munn: I have NEVER seen anything like this, I´m surprised you guys could stop. Hehemmmm.........þetta var samt ekki eins auðvelt og stúlkan hélt að skipta um borða enda hafði hún sennilega ekki reiknað með að allt væri þarna ryðgað fast og við búin að búa til fínar málmflísar úr bremsudiskunum. Þannig að hún tók sér annan dag í viðgerðir en var svo elskuleg að lána okkur bílinn sinn á meðan. Á þessu spöruðum við heilmiklar fjárhæðir sem er vel þar sem við erum örugglega búin að eyða þeim fyrirfram hvort eða er. Bara ein kippa af Carlsber og stelpan sátt.

Og núna er smá loft á bremsunum en hvað er það milli vina........við pössum okkur bara að fara ekki langt og læðast um á nóttunni á bílnum. HIhihihihi þarna plataði ég ykkur, nei auðvitað látum við tæma allt loft af bremsunum um leið og við látum sjóða í pústið á morgun, þar sem Morfeus á að mæta til alvöru læknis kl 7.30 í fyrramálið.

Læt þetta nægja í bili, þið eruð örugglega orðin þreytt að lesa.
Þar til næst,
Góðar stundir

E.S. Ég fékk ábendingu frá Oscari að þetta yfirlit væri ekki tæmandi hjá mér þar sem ég talaði ekki um tónleikana sem við fórum að sjá á föstudagskvöldið. Ekki veit hvort þetta var Freudísk gloppa hjá mér eða bara að ég vilji sem fyrst gleyma ferð minni á þessa tónleika. Við Oscar kefluðum BB og drógum hana með á tónleikana en leystum hana úr böndunum þegar á staðinn var komið og ekki gat ég betur séð en hún væri farin að dansa í takt við tónlistina og syngja hástöfum: Úps I did it again!!!....En hafa skal það sem sannara reynist svo að þið verið að inna stúlkuna eftir frekari lýsingum á skemmtanagildi tónleikanna!!!!!!

posted by Big Bird a.k.a. BB 10:38 e.h.


spacer