|
|
fimmtudagur, mars 25, 2004
Það er aumast að við erum upptekin í þessu svo kallaða fríi. Ég fæ nú ekki mikið frí en þarf ekki að fara í tíma þessa viku svo það er einhvernskonar frí.
Ég skellti mér á bretti á sunnudaginn og núna get ég beygt og allt, það er jafnvel ennþá skemmtilegra en að vera bara að rembast við að standa. Veðrið var líka alger snild, engin úlpa, peysan flaksandi og húfan og vettlingarnir skilin eftir inní skála. Þetta er lífið, það var eiginilega bara hressandi þegar ég datt. Byltur af öllum stærðum og gerðum fylgja þessari bretta iðkun, ég hef þó reynt að gera þetta á sem glæsilegastan mátt. Átti eitt snildar fall fram fyrir mig beint fyrir framan skálan þar sem fólk sat og sólaði sig. Þetta var rétt eins og í teiknimyndunum, andlitið á bólakaf og hendurnar beint fram eins og súperman, það vantaði bara tónlistina undir eins og í Tomma og Jenna. Þannig rann ég á maganum niður brekkuna, þetta var afskaplega hressandi sérstaklega í ljósi þess að blautur púður snjórinn streymdi inn um hálsmálið. Tja en það þornaði fljótt.
Fyrir utan snjórbretta ævintýrið hef ég lítið gert af mér, fór í gærkvöld þó á skemmtikvöld hjá Íslendingafélaginu og hlustaði á Önnu Siggu syngja. Það er alltaf svo gaman að hlusta á hana.
Í kvöld krefst Eva, sem er gestur hjá okkur, þess að fá að elda, ummmmmm það ilmar vel.
Thursday night TV og ilmandi kjúklingaréttur bíður því, gerist vart betra.
posted by Big Bird a.k.a. BB 7:31 e.h.
sunnudagur, mars 21, 2004
Humm.....þetta hefur verið helgi hinnar miklu afslöppunar af minni hálfu allavega. Það er svona þegar maður kemst í frí að oftast fer allt á fullt að vera í fríi. Í þetta sinn breytti ég útaf fyrri hegðun því að fyrsta helgin í fríi var ekki skipulögð út í ystu æsar eins og ofast áður hjá mér. Þannig lagðist ég bara upp í rúm á föstudagskvöldið eftir að hafa sofnað yfir tímatökunni í Formúlunni (samt ekki það fast að ég sá Webberinn vinna annað sætið) og stillti ekki klukkuna þar sem ég ætlað mér að sofa út á laugardagsmorgni. En eitthvað var hann karl faðir minn með aðrar hugmyndir því að hann hringdi hér kl 9.30 í roknar stuði, raunar ofvirkur bara og "high" af sykuráti þar sem afmælisveisla litla bróðurs míns var enn í gangi. Svo mikil voru lætin í krökkunum að ég heyrði varla nema annað hvert orð sem pabbiSif sagði t.d. : MR......eftir.....sigurgöngu. Humm.....ekki var neitt í vit í þessu en sem betur fer sáu sér fleiri leik á borði að segja mér frá úrslitum GettuBetur og telst mér til að u.þ.b. 7 manns hafi komið því að með einum eða öðrum hætti að MR tapaði. Tja.......ég syng samt hástöfum: fyrst kemur MR MR MR, svo kemur MR MR MR, síðan kemur MR MR MR...endalaust!!!. Hihihi jamm litla systir lærði þessa þulu snemma og líklega er það aðalástæða þess að hún ákvað að fara í Verzló, of mikill áróður getur sem sagt haft slæmar afleiðingar.
Og talandi um litlu systur.....hún átti líka afmæli í gær og mun fara í bílprófið á morgun mánudag. Ég splæsti á hana símtali í tilefni dagsins og náði henni í miðju matarboði sem hún hélt fyrir vinkonur sínar. Jamm þessi elska nýtti tækifærið þar sem hún var ein heima að bjóða heim en það var víst ekki partý sko.....bara svona smá matur og allt með samþykki mömmu náttúrulega, nema hvað. Já hún var svona líka ánægð með afmælisgjöfina, Mista sagði:"jakkinn er fokking trylltur mar" jamm maður þekkir sitt heima fólk. Eftir samtalið fór ég með BB og Oscar að hitta hana Evu sem var að koma til Seattle á ráðstefnu og síðar í frí. Hún mun fá hann Torfa sinn hingað út á fimmtudaginn og höfum við miskunað okkur yfir þau og lofað gistirými í ca 4-6 daga. Þar sem að með gjöf skal gjöf gjalda og buðust þau skötuhjú til að grípa með pakka frá fjölskyldum okkar ef að þess væri óskað. Ekki skal að því spyrja að þetta tækifæri var nýtt og núna er fyrsta sending komin í hús, já hér flæðir lakkrís, djúpur, ostur og páskaegg um allt hús, en það er ekki allt komið enn því að seinni sendillinn mun koma með páskalambið og grænar ORA baunir, je baby je :Þ
Og loksins kom ég því í verk að kaupa mér vefmyndavél. Já ekki get ég verið minni en tækjaóðir vinir mínir á Íslandi svo að ég splæsti 30 bökks í þetta tæki og hvílík snilld. Úff ég er búin að vera á msn í allan dag að og leika mér að nýja dótinu mínu.......já það er hætt við því að ég verði að skipuleggja mastersritgerðasmíði mína í kringum vökustundir vina og ættingja á klakanum ef ég á að útskrifast í júní. Ég bara sýni mig á netinu frá ca 10 kl 16 að mínum tíma og skrifa svo frá kl 16 fram undir morgun. Humm þetta ætti að ganga upp svona.
Og eitt að síðust, við systur erum frekar líka og pabbi staðfesti þetta enn frekar á laugardaginn. Þannig er að fjarskyldur fjölskyldumeðlimur dó og pabbi mætti í jarðaförina á fimmtudaginn. Hann var svo að segja systur minni frá þessu og það var eitthvað á þessa leið.
P: ég var að koma úr jarðaför, það var verið að jarða X, manninn hennar Z sem er frænka þín.
M: já já er það, hvað er hann dáinn?
P: nei nei hann er ekkert dáinn, þetta var bara æfing.
Hihihi........það skemmtilega er að ég spurði pabba nákvæmlega svona fyrir nokkrum mánuðum er annar fjarskyldurfjölskyldumeðlimur dó.
Góðar stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:48 e.h.
|
 |