|
|
sunnudagur, febrúar 02, 2003
Já nú er þessi helgi á enda komin og við ekki búin að skrifa neitt undanfarið. Þetta bara gengur ekki svona áfram hjá okkur. Ætli sé ekki best að setja dagsektir á þetta hjá okkur?
Helgin er búin að vera í rólegri kantinum enn og aftur, við fórum ekki í partý né á barinn, ætli það sé ekki aldurinn? Við bara erum ekki eins fersk og við vorum á yngri árum þegar við gátum dansað fram undir morgun og víluðum ekki fyrir okkur að enda djammið í morgunmat á BSÍ. Jamm, það er af sem áður var!! Reyndar þurfti ég að vera mætt í skólann kl 7 á laugardagsmorguninn og var BB svo mikill höfðingi að bjóðast til að skutla mér á staðinn. Ég verð að segja að mig rekur ekki minni til þess að hafa nokkurn tíman á mínum 27 árum vaknað svona snemma á laugardagsmorgni, frekar hefur það verið þannig að ég hef ekki verið sofnuð ;o) En málið er að ég er í kúrs sem fjallar um heilbrigðisþjónustu í dreifbýli og þennan laugardag var vettvangsferð. Förinni var heitið í 10.000 manna bæ sem heitir Port Townsend og er á Ólympíuskaganum hér í Washington fylki (kíkið hér til að fá upplýsingar um bæinn eða Skagann). Dagurinn var yndislegur, sól og blíðskaparveður og bærinn skartaði sínu fegursta. Ég læt ykkur eftir að skoða þetta allt nánar.
Í dag erum við nú búin að hangsa mest megnis. Reyndar voru gerð hvílík innkaup að annað eins hefur ekki sést í langan tíma. Minnir mig einna helst á tímana í kringum 1982 þegar ég fór í matarinnkaupinn fyrir jólin með ömmu. Það hefði mátt halda að matarbúðir yrðu ekki opnaðar aftur fyrr en í febrúar, slík voru innkaup hennar þá. Sem sagt, miðað við matarkaup okkar í dag mætti álykta að matvöruverslanir yrðu lokaðar fram í miðjan Júní, hihihihihi, já gestir skulu ekki koma að tómum kofanum í Sesame stræti, það er á hreinu, hins vegar gætu þeir lent í því að fá smá heimaræktað sýklalyf með matnum. En eins og sagt var í sveitinni: það hefur nú enginn dáði af því enn!!!
Við héldum svo upp á glæstan árangur STRÁKANNA OKKAR með því að elda gúllas með MIKILLI kartöflustöppu, uuuummmmmm hvað stappan var góð, nú erum við helst á því að hafa stöppu í hvert mál og gúllas með á sunnudögum.
Flestir vita að ég er stödd hérna í Seattle til að læra meira um allar þær geðraskanir sem geta hrjáð mannkynið og hef ég hingað til staðist það að tjá mig um námið í skriftum mínum hér. Ég ætla ekkert að tjá mig en býð þeim sem forvitnir eru að smella hér því öll þurfum við að stunda geðrækt jafnt sem líkamsrækt.
Góðar stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 9:00 e.h.
fimmtudagur, janúar 30, 2003
Tad er yfirleitt nog ad gera i Sesamestraeti baedi vinna og svo er tetta med ad gera ser dagamun. I gaerkvoldi var okkur ollum bodid i midvikudagsmat i Scan house. Tad er til sids tar a bae ad einu sinni i viku, a midvikudagskvoldum nanar tiltekid, eldar einn heimilismanna dyrindis maltid fyrir alla hina. Ad tessu sinni var tad fiskifraedingurinn sem sa um eldhusid og var svo yndaell ad bjoda svongum sesamestraetisbuum ad njota kraesinginna. Trirettada a midvikudegi er nu ekki amalegt held eg, supa i forrett, fiskur (Graeningi held eg ad hann heiti a islensku) og japanskur is i eftirmat. Ja strakurinn stod sig eins og hetja i eldhusinum. Tegar toluvert var lidid a bordhaldid stod Ika, einn heimilismanna upp og tilkynnt ad hann og Anna kaerastan hans hefdu laumast til tess ad gifta sig fyrr um daginn og letu endurtaka athofnina i Scan house. Ja tetta breyttist tvi snarlega i giftinga veislu, fiskifraedingurinn for ur kokkagallanum og gerdist timabundid prestur og svo voru bordin faerd til og myndad dansgolf. Tad er kannski rett ad hafa ord a tvi ad allir stigu dans tetta kvold slika var stemmningin lika Oscar og stod hann sig med stakri prydi, eg held ad hann hafi bara hingad til haldid sig fra dansgolfinu til tess ad skyggja ekki a okkur hin??
Skemmtilegt kvold sem vid komum til med ad muna vel og lengi.
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:00 f.h.
þriðjudagur, janúar 28, 2003
A sunnudaginn var superball eins og flestir vita sjalfsagt, ja sjalfur urslita leikurinn i heimsmeistarakeppninni i ameriskum fotbolta. Hvernig er annars haegt ad kalla innanlands deildarkeppni heimsmeistarakeppni ???? ja kaninn er alveg ohraeddur vid tad. Superball er tekin mjog alvarlega herna og rett fyrir leikinn voru radir ut ad dyrum i flestum verlsunum og allar korfur fullar af gosi og snakki. Eg helt i supperball teiti sem haldid var innan deildarinna. Tad var eins og ad ganga inni i bio mynd, i sofanum sat tettvaxinn texas bui i fotboltabuning, med derhufu og helt a Bud light, snakk i ollum hornum. Eg gat ekki haldid aftur af mer og hafdi ord a tvi ad tetta vaeri eins ameriskt og nokkud gaeti ordid. Pilturinn i sofanum (Boddi) afsakadi sig vandraedalega og sagdi ad tvi midur vaeri hatturinn hans i endurmotun ( re-shaping ) og tess vegna neyddist hann til tess ad vera med derhufu. pufff eg held ad kurekahattarnir vaeru bara i bio en tad er sem sagt misskilningur.
Annars hefur verid alveg brjalad ad gera tad vill nenfnilega fara svo ad tegar tilrauninar ganga vel safnast upp ohemja af nidurstodum sem tarf ad vinna ur. Ohhh hvad stundum er freistandi ad beita bara adferd bestu nidurstodu en tad er ollu erfidara tegar tu veist ekki hvernig nidurstodurnar eiga ad lita ut.
Dagurinn i dag byrjadi hinsvegar stor vel, ja tad var vist allt a floti a labinu enn og aftur. I tetta skiptid vorum vid hinsvegar ekki ad eima sem flaekir malid svolitid, vokvi um oll golf a svona labbi tydir nefnilega ekki alltaf vatn, allavega ekki a efnafraedilabbi. Eg akvad nu samt ad fara bara i hanska og graejur og lata mig vada i hreingerningu. Nu er sem sagt buid ad trifa tetta allt upp og ta er bara ad vona ad tetta hafi ekki verid eitthvad storhaettulegt heilsu manna..........eg hallast nu ad tvi ad tetta hafi verid bara vatn allavega var vokvinn litar litid ( fyrir utan ohreinindin a golfinu), lyktarlaus, syrustig innan hoflegra marka og seigja asaettanleg. Bara bragdprofid eftir en eg laet tad bida betri tima.
posted by Big Bird a.k.a. BB 9:45 f.h.
|
 |