|
|
fimmtudagur, janúar 30, 2003
Tad er yfirleitt nog ad gera i Sesamestraeti baedi vinna og svo er tetta med ad gera ser dagamun. I gaerkvoldi var okkur ollum bodid i midvikudagsmat i Scan house. Tad er til sids tar a bae ad einu sinni i viku, a midvikudagskvoldum nanar tiltekid, eldar einn heimilismanna dyrindis maltid fyrir alla hina. Ad tessu sinni var tad fiskifraedingurinn sem sa um eldhusid og var svo yndaell ad bjoda svongum sesamestraetisbuum ad njota kraesinginna. Trirettada a midvikudegi er nu ekki amalegt held eg, supa i forrett, fiskur (Graeningi held eg ad hann heiti a islensku) og japanskur is i eftirmat. Ja strakurinn stod sig eins og hetja i eldhusinum. Tegar toluvert var lidid a bordhaldid stod Ika, einn heimilismanna upp og tilkynnt ad hann og Anna kaerastan hans hefdu laumast til tess ad gifta sig fyrr um daginn og letu endurtaka athofnina i Scan house. Ja tetta breyttist tvi snarlega i giftinga veislu, fiskifraedingurinn for ur kokkagallanum og gerdist timabundid prestur og svo voru bordin faerd til og myndad dansgolf. Tad er kannski rett ad hafa ord a tvi ad allir stigu dans tetta kvold slika var stemmningin lika Oscar og stod hann sig med stakri prydi, eg held ad hann hafi bara hingad til haldid sig fra dansgolfinu til tess ad skyggja ekki a okkur hin??
Skemmtilegt kvold sem vid komum til med ad muna vel og lengi.
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:00 f.h.
þriðjudagur, janúar 28, 2003
A sunnudaginn var superball eins og flestir vita sjalfsagt, ja sjalfur urslita leikurinn i heimsmeistarakeppninni i ameriskum fotbolta. Hvernig er annars haegt ad kalla innanlands deildarkeppni heimsmeistarakeppni ???? ja kaninn er alveg ohraeddur vid tad. Superball er tekin mjog alvarlega herna og rett fyrir leikinn voru radir ut ad dyrum i flestum verlsunum og allar korfur fullar af gosi og snakki. Eg helt i supperball teiti sem haldid var innan deildarinna. Tad var eins og ad ganga inni i bio mynd, i sofanum sat tettvaxinn texas bui i fotboltabuning, med derhufu og helt a Bud light, snakk i ollum hornum. Eg gat ekki haldid aftur af mer og hafdi ord a tvi ad tetta vaeri eins ameriskt og nokkud gaeti ordid. Pilturinn i sofanum (Boddi) afsakadi sig vandraedalega og sagdi ad tvi midur vaeri hatturinn hans i endurmotun ( re-shaping ) og tess vegna neyddist hann til tess ad vera med derhufu. pufff eg held ad kurekahattarnir vaeru bara i bio en tad er sem sagt misskilningur.
Annars hefur verid alveg brjalad ad gera tad vill nenfnilega fara svo ad tegar tilrauninar ganga vel safnast upp ohemja af nidurstodum sem tarf ad vinna ur. Ohhh hvad stundum er freistandi ad beita bara adferd bestu nidurstodu en tad er ollu erfidara tegar tu veist ekki hvernig nidurstodurnar eiga ad lita ut.
Dagurinn i dag byrjadi hinsvegar stor vel, ja tad var vist allt a floti a labinu enn og aftur. I tetta skiptid vorum vid hinsvegar ekki ad eima sem flaekir malid svolitid, vokvi um oll golf a svona labbi tydir nefnilega ekki alltaf vatn, allavega ekki a efnafraedilabbi. Eg akvad nu samt ad fara bara i hanska og graejur og lata mig vada i hreingerningu. Nu er sem sagt buid ad trifa tetta allt upp og ta er bara ad vona ad tetta hafi ekki verid eitthvad storhaettulegt heilsu manna..........eg hallast nu ad tvi ad tetta hafi verid bara vatn allavega var vokvinn litar litid ( fyrir utan ohreinindin a golfinu), lyktarlaus, syrustig innan hoflegra marka og seigja asaettanleg. Bara bragdprofid eftir en eg laet tad bida betri tima.
posted by Big Bird a.k.a. BB 9:45 f.h.
sunnudagur, janúar 26, 2003
Það er nú meiri letin í gangi hjá okkur hérna í Strætinu. Bara ekkert ritað hér alla helgina þó svo að við höfum ekki verið upptekin við neitt merkilegt. Engin partý voru á stefnuskránni yfir helgina og hefur það plan alveg staðist þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að fá okkur í geim. Við vöknuðum eldsnemma á laugardaginn (já kl 10 er snemmt ;) og drifum okkur í miðbæinn. Það var svona allt og ekkert sem við þurftum að gera í bænum. Við römbuðum inn í nokkrar búðir og enduðum svo á kaffihús. Ég get svei mér þá svarið fyrir það að ég hef lesið einhvers staðar í lögum að það verði alltaf að enda bæjarferð á kaffihúsi, hihihihi. Amk fengum við þá bestu súkkulaðiköku sem ég hef á ævi minni smakkað, já hún bara fór beint á toppinn og ruddi þar með úr vegi frönsku súkkulaðikökunni sem fæst á kaffihúsinu í Hamraborginn, þess ber að geta að hún hefur haldið toppsæti í 2 ár en nú er það tímabil á enda. Hummm, svo fór BB beint úr bænum að gera tilraunir. Já það er fljúgandi gangur á þeim þessa dagana svo eins gott að halda sér við efnið. Ég hins vegar fór bara heim að slæpast. Kíkti nú samt á upptöku frá leik Íslands og Katar á Rúv og skemmti mér við að reyna að sjá boltann. Það er ekkert smá erfitt að greina hann í þessari upplausn. Svo náði Lobos Marenges að lokka okkur til sín í mat og bauð uppá ljúffengan grillaðan kjúkling beint af nýja gasgrillinu. Með matnum horfðum við á Trading Places þar sem BB hafði víst aldrei séð þá mynd fyrr.
Í morgun fórum við á fætur kl 8 til að horfa á Íslenka landsliðið keppa við Þjóðverja og höfðum við gert okkur vonir um að leikurinn yrði í beinni, vorum meira að segja búnar láta Lobos tengja tölvuna við sjónvarpið hér í Meyjarhofinu svo allt var til reiðu að liggja í rúminu og horfa á handbolta. En helv... andsk...... djöf..... það var ekki bein útsending á netinu svo við urðum að hlusta á lýsinguna. Þrátt fyrir tap OKKAR MANNA þá var snilld að hlusta á lýsinguna, Adolf Ingi fer alveg á kostum þegar hann er að lýsa svona spennandi leikjum. Sem dæmi úr þessum leik: ....og Óli er kominn í hraðaupphlaup og ÓliÓliÓli......... (lesist í belg og biðu), einnig var hann að kenna dómurunum að telja: ....... dómarar!!! þetta er ekkert erfitt, bara, einn tveir og þrír. Norðlenskan hans kemur líka svo skemmtilega fram þegar hann er æstur (hehemm, það er nú þannig hjá okkur öllum), : þetta er víTi!!!!, stráKar TaKa svo á í vörninni!!!!! Ekki kæmi mér á óvart þó hann þufti að hafa með sér tusku til að strjúka af hnökkum fólksins sem er fyrir framan hann á meðan á lýsingum stendur.
En Áfram Ísland, þið getið þetta alveg STRÁKARNIR OKKAR
Góðar stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 12:01 e.h.
|
 |