{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{sunnudagur, október 16, 2005}

 
Hafa skal það sem sannara reynist! Já þessi fræga setning á sannarlega við í Strætinu um þessar mundir. Í umfjöllun minni hér um daginn minntist ég á að von væri á nýrri húsatu... innan tíðar og er sú stund runnin upp. Hins vegar verð ég að játa að þessi húsatu... hagar sér í hæsta máta óeðlilega miðað við tegund. Hún japlar jú á einhverjum mat hjá okkur og sefur í svefnsófanum en að öðru leyti kemur hún afar skringilega fyrir sjónir. Ef hún sér leirtau í eldhúsvaskanum ræðst hún á það af eldmóð og áður en við náum að blikka augum eru diskar, glös og hnífapör orðin tandurhrein og gljáandi í stóru uppþvottagrindinni. Ryksugan er svo rifin fram og látin þeysast um íbúðina á meðan við BB reyndum að halda okkur í eitthvað naglfast svo við sogumst hreinlega ekki upp með hinu rykinu. Held bara að ég verði að nefna húsatu...na uppá nýtt og kalla hana réttu nafni hér framvegis, Mikkirefur vertu velkominn í Strætið!

Hummmmm svo að atburðum helgarinnar. Nú er ég formlega orðin þrítug hérna megin hafs þar sem haldin var veglegt vöfflu- og súkkulaðikökukaffi í Strætinu á laugardaginn. Marga góða gesti bar að garði og komu þeir færandi hendi. Gamla konan fékk pottablóm eins og heldri konu sæmir auk þess sem henni voru færð afskorin blóm. En Carpachio og Bateman hafa enn trú á barninu í gömlu konunni og færðu henni því forláta þokugerðarvél (bein þýðing) sem í daglegur tali má líka kalla reykvél. Haldið ekki að þessi verði flott umlukin lævísri þoku 31sta Okt n.k þegar Hrekkjavakan gengur í garð hér í landi frelsisins. Nú er bara spurning um að gefa út auglýsingu og taka að mér að mæta með vélina í teiti :Þ
Það skal svo tekið fram að endingu að Oscar bakaði afmælissúkkulaðikökuna....namminamm...alltaf smakkast hún jafnvel hjá stráknum.

Takk fyrir frábæran hitting allesammen!

þar til næst, höfum það einfalt.

posted by Big Bird a.k.a. BB 10:06 e.h.



{miðvikudagur, október 12, 2005}

 
þarna lágu danir í því,

1. ég dróg það óþarflega lengi að pósta hérna því ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að skrifa (og veit það varla enn), frestur er af illu bestur.
2.ég get gripið og slegið bolta af flestum stærðum og gerðum en ég kasta eins og kerling.
3.ég er réttfætt en veit vart í hvorn fótinn ég á að stiga þegar kemur að bretta íþróttum, stend þó oftast eins og ég sé örfætt.
4.það er afar sjaldgæft að nokkuð svart sjáist á strokleðrunum mínum.
5.það að pússa og laga á sér neglurnar er hin besta slökun.

ég klukka Hröbbu og thí beib familí (Gunni og Solla) í þeirri von að þau fari að blogga aftur.

posted by Big Bird a.k.a. BB 11:51 f.h.



{mánudagur, október 10, 2005}

 
Aaarrgggg! Á ferðum mínum um bloggsíður undanfarið hef ég tekið eftir því að fólk segist hafa verið Klukkað og verði því að láta eftir klukkaranum að skrifa 5 gagnslausar staðreyndir um sálft sig. Já það var bara tímaspursmál hvenær Sesamestræti yrði skotmark og vill Klukkarinn að bæði ég og BB verðum fyrir barðinu. Svo hér koma mínar fimm gagnslausu staðreyndir.
1. Ég fer alltaf í hægri ermina á undan þeirri vinstri.
2. Ég harðneitaði að skrifa stafsetningaæfingar í aðra hverja línu er ég var 7 ára.
3. Ég bít alltaf eitt hornið af brauðsneið áður en ég set hana í brauðristina.
4. Ég skrifa aldrei í stílabók með svörtum penna.
5. Ég er með flokkunaráráttu.

Þar með er boltinn kominn til þín BB og þú færð þann heiður að klukka fyrir hönd Sesamestrætis (heheheh kom mér laglega flott hjá þessu).

þar til næst, lifið og leyfið öðrum að lifa.

posted by Big Bird a.k.a. BB 9:38 e.h.


spacer