|
miðvikudagur, október 12, 2005
þarna lágu danir í því,
1. ég dróg það óþarflega lengi að pósta hérna því ég vissi ekkert hvað ég ætlaði að skrifa (og veit það varla enn), frestur er af illu bestur. 2.ég get gripið og slegið bolta af flestum stærðum og gerðum en ég kasta eins og kerling. 3.ég er réttfætt en veit vart í hvorn fótinn ég á að stiga þegar kemur að bretta íþróttum, stend þó oftast eins og ég sé örfætt. 4.það er afar sjaldgæft að nokkuð svart sjáist á strokleðrunum mínum. 5.það að pússa og laga á sér neglurnar er hin besta slökun.
ég klukka Hröbbu og thí beib familí (Gunni og Solla) í þeirri von að þau fari að blogga aftur.
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:51 f.h.
mánudagur, október 10, 2005
Aaarrgggg! Á ferðum mínum um bloggsíður undanfarið hef ég tekið eftir því að fólk segist hafa verið Klukkað og verði því að láta eftir klukkaranum að skrifa 5 gagnslausar staðreyndir um sálft sig. Já það var bara tímaspursmál hvenær Sesamestræti yrði skotmark og vill Klukkarinn að bæði ég og BB verðum fyrir barðinu. Svo hér koma mínar fimm gagnslausu staðreyndir. 1. Ég fer alltaf í hægri ermina á undan þeirri vinstri. 2. Ég harðneitaði að skrifa stafsetningaæfingar í aðra hverja línu er ég var 7 ára. 3. Ég bít alltaf eitt hornið af brauðsneið áður en ég set hana í brauðristina. 4. Ég skrifa aldrei í stílabók með svörtum penna. 5. Ég er með flokkunaráráttu.
Þar með er boltinn kominn til þín BB og þú færð þann heiður að klukka fyrir hönd Sesamestrætis (heheheh kom mér laglega flott hjá þessu).
þar til næst, lifið og leyfið öðrum að lifa.
posted by Big Bird a.k.a. BB 9:38 e.h.
|
 |