|
laugardagur, nóvember 29, 2003
Þá er ameríska kalkúnahátíðin loksins gengin í garð. Þetta er náttúrulega stórskemmtileg hátíð ekki nóg með að það sé frí fimmtudag og föstudag heldur eru allri að keppast við að bjóða útlendingunum í mat svo þeir þurfi ekki að eyða þessari mikilvægu fjöldskyldustund einir og yfirgefnir. Heppin við.
Ekki þekki ég uppruna þessarar hátíðar nákvæmlega en skilst að indjánarnir hafi fært hvíta manninum kalkún að gjöf einhverntíman þegar þeir voru þreyttir og svangir, sjálfsagt eftir erfiðið við að leggja undir sig land indjánana. Það er líka vel við hæfi að úða í sig kalkún á þessum merka degi enda kalkúninn víst eina húsdýrið sem var hér í upphafi.
Kalkúnarækt er hinsvegar ekki fyrir hvern sem er því þeir vaða víst ekki í vitinu þessir tignarlegu fulgar. Einhver sagði mér að passa yðri vel upp á að styggja þá ekki því þeir væru vísir til þess að hlaupa allir út í sama horn á girðingunni og troða hvorn annan undir, það mætti bara halda að Íslendingar hefðu lært að fara í röð af kalkúnum.
Ég er nú ekki merkilegri pappír en svo að þó svo ég gerir góðlátlegt grín af þessu tek ég náttúrulega fullan og virkar þátt í þessu öllu saman. Ég og Kúkkí fórum í djúpsteikta kalkúninn hjá efnaverkfræðingunum þar sem við átum á okkur gat. Ekki var það verra að í stað Bud ligth laumuðum við með okkur Malti og Egils Appelsíni og strákarnir voru svo yndislegir að fórna ameríska fótboltanum fyrir Bruce Almight og ''Múlanrús''. ( ekki verður Kúkkí nú ánægð með þessa stafsetningum hjá mér...)
Um kvöldið var svo skotist til Radfordarana og spjallað fram undir morgun. Þakkargjörðar hátíðin er líkt og allar aðrar hátíðir hér í landi mikil verslunar hátíð, á sumum bæjum er það meiri að segja hefð að fjöldskyldan öll stormi af stað árla morgnuns til þess að vera mættar tímanlega á útsölunar sem opna klukkan 6 (að morgni). Ég sæi mína fjöldskyldu í anda fara á fætur uppúr fimm til þess að troðast í röð á útsölu í Hagkaup.....
Við fórum náttúrulega að versla í tilefni dagsins en þó ekki fyrir hádegi enda kortin okkar sjálftsagt ekki vöknuð svo snemma.
Hvað var keypt og hvert var farið er náttúrulega hernaðarleyndarmál en ég verð þó að segja frá því að við hröggluðumst nánast út úr einni af uppáhaldsbúðunum hans Oscars. Þannig var að Oscar var að skoða sér fínni flík og afgreislumaður sennilega á fimmtugsaldri vatt sér að okkur til þess að bjóða fram aðstoð sína. Við þáðum hana enda hann sjálfsagt kunnugri í versluninni heldur en við. Fyrst kemur hann með fallega flík sem hefði hentað vel karlmanni um 70. Kúkkí benti nú á þá augljósu staðreynd, að okkur fannst, að Oscar væri nú ekki orðin fimmtugur svo þetta gengi nú aldrei. Við þetta stór móðgaðist afgreislumaðurinn, maður sá hvernig hann varð að halda aftur af sér til þess að vera ekki ókurteis. Samskipti okkar við tennan afgreiðslumann voru ekki söm eftir en ég vona að hann jafni sig.
Fyrst fimmtudagurinn fór mestmegnis í kalkúna og ís át og gær dagurinn í verslanir og vídeó var dagurinn í dag eðlilega helgaður skólanum.
Við verðum svo að finna okkur eitthvað skemmtilegt að gera á morgun.......
posted by Big Bird a.k.a. BB 7:10 e.h.
þriðjudagur, nóvember 25, 2003
Humm....ekki hafa verið nein sérstök mál sem hafa á daga okkar drifið í upphafi vikunnar, tja nema eins og BB sagði þá sendi ég loksins inn umsóknir til visindasiðanefnda vegna fyrirhugaðar rannsóknar minnar. BB situr og les fyrir próf sem er á morgun og Oscar er niðursokkinn í tölvuna við sína vinnu. Já eins og litli bróðir minn myndi orðar það þá er stemningin í Sesame stræti síðustu 48 timana bara: Hugs hugs hugs!!! Annars komst ég að því áðan að Oscar er ekki bara að reikna eitthvað ótrúlega flókið á tölvuna sína heldur notar hann tímann til að hlaða niður af netinu ýmislegu efni. Já ég hef sannarlega notið góðs af þvi þar sem að sjóræningjadiskar mínir hafa sannarlega fjölgað sér síðan hann flutti inn í Sesame stræti. En það kom mér á óvart að þessi harði rokkari er gefnari fyrir popp en hann vill viðurkenna. Þið hváið bara!!! Þetta er alveg satt, sem dæmi þá var hann að hlaða niður uppáhaldslagi sínu með Spice Girls áðan til að leyfa mér að hlusta.....tíhí, það leynist þá poppari þarna innan undir Alice in Chains bolnum.....hverjum hefði dottið það í hug?
en nú verð ég að fara að sofa til að geta hugsað meira á morgun
yfir til ykkar
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:48 e.h.
mánudagur, nóvember 24, 2003
Eftir fremur róglegt en bæði skemmtilegt og langt föstudagskvöld með skandinövunum héldum við kana-dag í dag, sunnudag. Laugardagurinn fór hinsvegar að mestu í bókalestur og póstflutninga, það er fullt tilefni til þess að óska Kúkkí til lukku því hún var að setja eitt af stóru verkefnunum sínum í póst!!
Þótt það væri sunnudagur, ''lögboðin'' hvíldardagur kristinamanna vorum við komin á fætur vel fyrir hádegi og út úr húsi. Með afbrigðum morgun hress brunuðum við til Gunnars og Evgeniu í brunch. Gunnar stóð í eldhúsinu og matreiddi dýrindis eggjaköku og vöfflur. Í tilefni dagsins gluðuðum við svo ósköpin öll af sýrópi yfir herleg heitin. Morgunmatur að hætti kanans.
Það er vert að taka það fram að þessi göfuga þjóð selur sýróp í plast flöskum sem gerir neytandanum kleift að hella sýrópinu án þess að það leki út um allt, þessi hönnun hentar okkar einkar vel, sumur enn betur en örðum...thihihi
Það var ljóst að full þörf var á miklu kaffi og sýrópi þennan morgun því ferðinni var heitið út fyrir bæjar mörkin í verslunarleiðangur. Líkt og sönnum bandaríkjamönnum sæmir skelltum við okkur því öll í minivaninn og héldum út úr bænum í átt að Northbend þar sem við vissum af ''factori stores'' og ''outlet''-um hinna ýmsu verslanna.
Eftir að hafa gersamlega tapað okkur í búðunum voru batteríin endurhlaðin á Burger King enda það í anda þema dagsins. Á heimleiðinni sungum við svo ''eitís''söngva svona rétt til þess að upplýsa yngri kynslóðina í bílnum um gæði þessa tónlista tímabils, hvernig sú fræðsla fór í piltana skal látið ósagt.
Eftir stór glæsilega tískusýningu og kaffi bolla héldu sesamestrætisbúar heim á leið.
Nú skil ég miklu betur þetta orkudrykkja og vítamín æði í bandríkjamönnum, ég þyrfti svo sannarlega á því að halda ef allir dagar væru svona. Frábær skemmtiferð í Northbend telst því sjálfsagt afrek helgarinnar en að vera nánast búin að negla niður dagsetningu á næstu ferð þangað er kannski full amerískt, ekki satt ?
posted by Big Bird a.k.a. BB 1:36 f.h.
|
 |