{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie
powered by blogger


Weblog Commenting by HaloScan.com

{þriðjudagur, nóvember 27, 2007}

 
Peewwww.....þegar þögnin er loksins rofin er fáránlega erfitt að ákveða um hvað skal skrifað hér á Strætið.
Það ber náttúrulega hæst í fréttum að BB er orðinn doktor og kláraði sitt með mestum sóma eins og henni er einni lagið. Ég var svo heppin að fá tækifæri til að fara með Oscari á vörnina þó svo við værum stödd hér á klakanum. Já svona er tæknin meiriháttar. Þarna stóð BB prúðbúin og ég verð hreinlega að viðurkenna að ég skildi bara það fyrsta sem hún sagði: "hello, today I´m going to..." Ég sem hélt að eftir allar ferðir mínar á labbið til hennar og mörg tækifæri til að lesa yfir blaðsíður hér og þar úr ritum hennar að ég myndi skilja meira en ó nei :/ Hins vegar var ég afar glöð þegar hún var komin að niðurstöðukaflanum því þar voru þessar fallegu myndir af mólikúlum og potential eins og gamlir vinir sem kölluðu mig til sín. Ég lokaði augunum og minntist óendanlega margar ferða í Hbar þegar vísindin voru að bera okkur báðar ofurliði og við bara urðum að fá okkur kaffi. Ég pantaði kaffið sem BB hafði komið mér á bragðið með en sjálf var hún ævintýragjarnari og farin að drekka Latte Mate til að hlífa maganum aðeins :) Þegar ég svo hrökk upp úr þessum hugleiðingum var BB búin að heilla alla nefndina upp úr skónum og þeir farnir að plotta um hvernig hægt væri að halda henni í Seattle aðeins lengur. Já það plott tókst í bili en við hér á Íslandi erum ekki af baki dottinn með að ná henni heim.....Okkar tími mun koma!!!!

Og þó afar seint sé, þá langar mig að láta verða af því og óska Dr. BB innilega til hamingju með áfangann.....þú ert stjarna kæra vinkona!!!!!

Hin ástæða þess að ég ríf þögnina hér er hreinlega til að senda "shout out" til allra X og núverandi Síattlínga. Ég var að skoða forláta bók sem BB gaf mér í jólagjöf fyrir tæpu ári þar sem saga Sesamestrætis sl. 5 ár er rakin í máli og myndum. Því langar mig að segja að ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa kynnst svona hrikalega mörgum frábærum manneskjum. Mikið vildi ég að þið gætuð skoðað bókina með mér og rifjað upp sögurnar á bak við myndirnar :) Svo ef ykkur langar í smá ferðalag aftur í tímann er ekkert annað að gera en að bóka kaffi í Safamýrinni og leggja upp í ferð.

Þar til næst, þú skalt ekki hryggjast þegar þú skilur við vin þinn því það sem þér þykir vænst um í fari hans getur orðið þér ljósara í fjarveru hans, eins og fjallgöngumaðurinn sér fjallið bezt af sléttunni.

posted by Cookie Monster 2:59 e.h.


spacer