Það eru -6312 dagar 8 klst og 42 mín til jola
|
þriðjudagur, apríl 17, 2007
kaffi er ekki sama og kaffi, það ætti allflestum sem drekka þennan unaðsdrykk að vera ljóst. Ég drekk að jafnaði ansi mikið kaffi og þegar mikið er að gera einsog hef verið undanfarið drekk ég ennþá meira. Kaffið bæði rógar mig og heldur mér vakandi en þó hefur borið eilítið á koffein skjálfta undan farið, sérstaklega þegar líður á daginn. Til þess að bregðast við því hef ég seinni partinn skipt yfir í suður Ameríkst te sem kallast Mate og hefur svipaða eiginleika og kaffið en þó án aukaverkanna eins og skjálftans. Ég get nú ekki sagt að mér finnst Mate eins gott og sterkt kaffi en ég ætla nú samt að reyna að halda mig við það í tilraunskyni að minnsta kosti.
Eini gallinn við þennan töfradrykk er að það getur reyndst ansi vandasamt að verða sér út um hann þó svo hann sé seldur í öllum kaffihúsunum í skólanum. Ég fer mjög reglulega á eitt af þessum kaffihúsum, svo reglulega að starfsfólkið veit nákvæmlega hvað það er sem ég vill og útbýr það fyrir mig meðan ég bíð í röðinni. Þangað get ég eðlilega ekki farið til þess að kaupa mér annað en þetta venjulega því það færi hreinlega alveg með kerfið. Hin kaffihúsin eru fín fyrir utan skilningsleysið sem ég mæti á þessum stöðum, vandamálið er nefnilega að stundum útbúa þau fyrir mig Latte í stað mate. Fyrir mig sem er vön að fá mér tvöfaldan expressó á morgnanna er lapþunnt mjólkurkaffi ekki endilega það sem mig langar í eftir matinn. Í dag er einmitt enn af þessum dögum, klukkan langt gengin tvö og ég nýbúin að þvinga niður eins og einn bolla af latte og er hálf bumbult af mjólkursullinu. Kaffi drykkjan missir gersamlega marks enda syfjar mig bara af volgri mjólkinni. Ætli ég fari ekki bara inn á skrifstofu og leggi mig stundakorn og kem svo fersk í seinni partinn og nóttina
posted by Big Bird a.k.a. BB 1:10 e.h.
|
 |