{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{miðvikudagur, janúar 17, 2007}

 
Dísús maður, það mætti halda að ekkert merkilegt hefði á daga Sesamestrætisbúa drifið síðan snemma í desember miðað við tíðni skrifa hér. En svo er nú aldeilis ekki skal ég ykkur segja og hafa íbúarnir staðið í ýmsu þennan eina og hálfa mánuð sem ekkert hefur verið birt hér.

Fyrst ber það að nefna að jólin komu og fóru og mættu ég og BB til leiks í jólahaldið á landinu fagra. Eitthvað mun þó dvöl mín verða lengri en BB í þetta sinn og mun ég þrjóskast við og vera hér fram til 22. mars. BB hings vegar lagði af stað af landi brott á afmælisdegi Elvis og ömmu Jónu en eins og oft áður þegar á að fara til Seattle varð ferðalagi hennar ekki endasleppt. Eftir því sem ég kemst næst var töf í Keflavík svo stúlkan missti af tengifluginu sínu í Boston og varð því að gista þar eina nótt. Mér skilst hins vegar að BB hafi komist til Seattle á endanum og það sem meira er.....með farangurinn sinn. Já það er eitthvað annað en þegar hún kom til Íslands en þá urðu töskurnar eftir í NY og komu ekki fyrr en 5 dögum á eftir ferðalangnum. BB fékk þann heiður að sækja töskurnar sjálf rétt fyrir hádegið á aðfangadag og fékk þá loks brók til skiptanna Hummmm.....miðað við öll ævintýrin sem við höfum lent í við að ferðast á milli Seattle og Íslands fer alveg að verða spurning hvenær hreinlega það mun verða ofan á að nenna þessu ekki.

Og nú er víst komið nýtt ár og vil ég óska fólki til lukku með það þótt seint komi óskin. Annars er svo mikið eftir af árinu að þessi ósk hlítur að koma sér vel þegar fer að líða á :Þ Allavega ætla ég að stinga henni niður og draga upp þegar á móti blæs. Ekki hef ég lagt það í vana minn að strengja áramótarheit og fór sannarlega ekki að taka upp á þeirri vitleysu þetta árið. Hins vegar, lærði ég af góðum pilti fyrir löngu allgóðan sið. Hann hafði það að venju á nýársdag að líta yfir liðið ár og skoða (að sjálfssögu skriflega) hvaða markmið hann hefði sett sér fyrir það ár og hvernig til tókst að mjaka þeim áfram. Ef hann var ekki sáttur þá skrifaði hann niður líklegar skýringar á því að ekki tókst betur til og hugsaði (og skráði) niður tillögur um hvernig hægt væri að tækla málið á nýjan hátt á nýju ári. Blað þetta var svo hengt upp á fataskápinn svo hægt væri að renna yfir það á hverjum morgni og hafa breytingaráætlunina í huga og hringda í framkvæmd það sem eftir lifði dags ef þess gafst nokkur kostur.
Jamm ég ákvað að prófa þetta í ár og ákvað að hafa fá markmið svo það væri líklegra að ná þeim.
Ég er að hugsa um að skella þeim inn hér því oftast gerir maður það sem maður segir öðrum að maður ætli að gera.
Markmið 1 - skrifa ritgerð, verja og útskrifast :)
Markmið 2 - fara á amk einn menningaviðburð í mánuði
Markmið 3 - lifa og leyfa öðrum að lifa

There u have it....svo er bara að skoða að ári hvernig tekist hefur til.

En þar til næst, your heart is alive, keep listening to what it has to say

posted by Big Bird a.k.a. BB 9:28 f.h.


spacer