|
|
miðvikudagur, nóvember 01, 2006
Ætli það séu einhver takmörk fyrir því hvað ég get verið óheppin ? Hluti af doktorsritgerðinni minni felur í sér að gera tilraunir á pínu lítilli glerplötu sem á hefur verið prentaðar allskyns rafrásir og græ. Prentunin á þessar plötur eru gerðar á annari tilraunastofa og tekur um mánað að fara í gengum allt ferlið. Það er ekki nóg með að ferlið sé ansi seinlegt og vandasamt heldur er það líka gert á "últra" hreinni tilraunastofu þar sem allir þurfa að vera í svona geymbúningum eins og í bíó svo kosta þetta náttúrulega skilding. Forveri minn í þessu verkefni var ansi duglegur að búa til þessar plötur og hef ég notið góðs af því en nú er farið að ganga á bunkann. Í gær átti ég fjórar plötur eftur og valdi þá bestu til þess að nota í næsta hluta rannsóknanna. Ég þarf gera ýmislegt áður en ég get notað plötuna, pensla hluta af henni með tefloni, hita og kæla og hita aftur og festa við hana örþunna teflon plötu svo út verður einhverskonar samloka. Þar sem á ég ansi fáar plötur eftir vandaði ég mig hvað mest ég gat. Ég penslaði plöturnar vandlega til þess að geta límt þær sama, þegar ég var svo búin að festa plöturnar saman og ætlaði að flytja þær yfir á næsta skref sé ég mér til mikillar skelfingar að platan var föst við undirlagið. Þetta er er nú ekkert stórmál en hættan á að brjóta plöturnar eru töluverðar, alveg dæmigert að þetta sé að gerast í fyrsta skipti núna þegar ég á ekki fyrir því. Forverar mínir höfðu nú gert þetta nokkuð reglulega svo við vorum búin að finna þokkalega lausn á þessu, eitthvað sem virkar svona oftast. Ég vandaði mig einsog ég gat og plöturnar losnuðu án nokkurra vandræða. Þetta gekk bara eins og í sögu, ég tók plöturnar upp en ............ missti þær í gólfið, hvernig er hægt að missa eitthvað svona brothætt í gólfið !!!!! Munnsöfnuðurinn sem þessu óhappi fylgdi hefði betur hentað orðljótum togarasjómanni en mér, ég kom sjálfum mér meira að segja á óvart, veit hreinlega ekki hvar ég hef lært þetta allt saman. Þetta fór þó betur en áhorfðist því það flísaðist bara ögn upp úr annari plötinni, samlokan var því ennþá nothæf bara ennþá viðkvæmari fyrir hverskyns hnjaski. Ég ákvað því að biðja fagmanninn í deildinni að festa vírana á og helst ekki skila þeim aftur fyrr en daginn eftir, því ekki vildi ég snerta þetta meira þann daginn. Pilturinn er hinsvegar snöggur að redda svona smáræði og samlokan var komin á skrifborðið mitt áður en ég fór heim í gær. Ég einbeitti mér þó að öðrum hlutum enda hrædd við að brjóta herleg heitin. Morgunninn byrjaði svo á þessum venjulegu morgunverkum og þegar þeim var lokið ákvað ég að grípa plöturnar og kvarða þær en gat hvergi fundið þær. Ég mundi eftir að hafa séð þær í borðinu þegar ég fór og sá svo sem enga ástæðu fyrir nokkrun manna að stela þeim og skilja tölvurnar eftir. Eftir tölvuverðleit fann ég þær loksins, þær höfðu dótið á gólfið og lent undir skrifborðsstólun mínum, ég hafði svo sannviskusamlega rúllað stólnum nokkrum sinnum yfir þær. Þær voru því ekki bara brotna í sundur heldur meira molnar í sand. Í þetta skiptið var ekkert bölvað enda langaði mig miklu ferkar að gráta en öskra. Hvernig í ósköpunum stendur á því að allt fer úrskeiðis þegar ég má alls ekki við því ? Eða er það svo, einhvernvegin tókst mér að brjóta allar hinar plötunar á undan ? Gæti hugast að þetta sé bara spurning um hugarfar eða var mér kannski ætlað að brjóta þessa samloku því sú næsta er miklu betri og kemur til með að færa mér gögnin sem mig vantar til að klára ritgerðina mína ? Það er komin ný samloka á borðið hjá mér, nú er bara að krossa fingur, tvær nothæfar plötur eftir :)
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:55 f.h.
|
 |