|
|
miðvikudagur, september 20, 2006
Það hlaut að koma að því, í dag er ég formlega orðin efnafræðingur svona einsog í bíómyndunum. Ég er reyndar löngu útskrifuð og hef raunar unnið við efnafræði í nokkur ár. Undanfarin fimm ár hef ég verið í doktorsnámi þar sem ég reglulega nota sýru sem hefur þann hvimleiða ávana að springa við kjöraðstæður. Ég hef því heyrt ófáar hryllingsögurnar af þessari sýru og öðrum yfirleitt sagt af fimmta aðila eða svo. Þessar sögusagnir án beinna sannana hafa leitt til kæruleysis með tímanum enda hefur ég gert ýmislegt heimskulegt með sýruna og aldrei verið refsað fyrir. Ég var því farin að halda að þessi sprengi hætt væri svona eins og litlarefnin í M&M, bráðdrepandi ef þú borðar sem svarar einu baðkari á dag.... Líklegast hefur sýrunni gremst kæruleysi mitt og ákveðið að sýna megn sinn og megin, í dag sprakk hún. Það var afskaplega lítil sprenging enda magnið sem ég var að vinna með einungis brot úr dropa. En sprenging var það, hljóðið var líkt og í gólf hvellhettunum sem ég henti í gólfið fyrir framan sakalausa vini og kunninga, neistinn var öllu stærri og heitari, nógu heitur til þess að ögn af bráðnuðu silfri er á stólnum mínum. Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta pínu sport en ekki meira sport en svo að ég er komin í slopp, með stór og mikil hlífðargleraugu tilbúin í slaginn. Sýran hefur verið þynnt út í nánast hið óendanlega og agnar smái brunabletturinn falinn milla freknanna kældur.
Þetta hefur allt í allt sjálfsagt verið álíka hættulegt og að kveikja á tveimur rokeldspýtunum samtímis en þó nægilegt til þess að ýta ögn við manni, hún getur sprungið og hefði ég verið með það magn sem ég vinn oftast með væri ég sjálfsagt sótug upp fyrir haus rétt einsog flestir efnafræðingar eru í heimi Disney. En nú er víst komin tími til þess að klæða sig í geymgallann og fara að vinna. Votur Seattle 'vetur' er hafin, stuttermabolir, opnir skór og pils komin uppí eftri hillur og sokkarnir aftur komnir í notkun, vonandi bara að þetta verði eins góður skíða vetur og í fyrra :)
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:35 f.h.
|
 |