|
|
fimmtudagur, ágúst 10, 2006
jæja það er er varla stætt á því að humma þetta fram af sér lengur, ég verð að blögga. Það er stundum svona þegar ég byrja að fresta hlutunum, svo þegar loksins á að taka til hendinni var þetta bara allt svo mikið. En nú skal bæta úr því. Ástæða blöggleysis er ekki beinlínis athafnaleysi heldur frekar þver öfugt. Síðan ég blöggaði síðast er ég búin að vera heima á Íslandi fyrst ein og svo kom Armin í heimsókn. Heima var ýmislegt gert sér til dægrastyttingar, ríðið um Löngufjörur farið á Roger Waters tónleika og fleira og fleira. Þegar Armin kom hentumst við landshorna á milli, löbbuðum á fjöll, óðum ár og keyruðum upp á hálendið. Ekki hægðist mikið um þegar ég kom út aftur því hér er ég búin að ganga á fjöll og meira að segja fór ég í fyrsta skipti í þriggja nótta ferð með allt mitt dót á bakinu. Það er ofsa gaman en líka hrikalega erfitt. Svo er náttúrulega búið að fara á nokkra tónleika, stand up show, flugsýningum svo framvegis og framvegis. já það er nóg að gera og alltaf ætlaði ég að vera hrikalega dugleg, hlaða inn myndum og blögga með myndum og öllum græjum sem varð svo ekkert úr. Nú er ég þó allavega búin að brjóta ísinn, um hásumar.... ég stefni að því að setja inn myndir við tækifæri en ætla engu að lofa. Annars ganga hlutirnir hérna vestan hafs sinn vanagang, nóg að gera í skólanum en samt finn ég oftast tíma til þess að gera eitthvað allt annað. Undanfarið hef ég reynt að eyða eins miklum tíma utan dyra og ég get, það væri þó lýgi að segja að ég sé sérstaklega útitekin eftir sumarið enda kjallarinn djúpur og tilraunir til útiveru hafa viljað renna út í sandinn. Útiveran hefur því ferkar verið tekin út í stórum skömmtum í fjallgöngum, útitónleikum og flugsýningum. Jæja nú kall blessaðar tilraunirnar, kannski þær ætli að sýna mér sýnar bestu hliðar og gefa mér nothæfar niðurstöður hver veit...........eins fallegt að ég hlaupi því ekki vil ég styggja þær.
posted by Big Bird a.k.a. BB 12:06 e.h.
|
 |