{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{miðvikudagur, júlí 12, 2006}

 
Bíða, hvað á ég svo lengi að bíða? Já ég sit hérna og bíð eftir því að síminn hringi en eigandi gangagrunnsins sem ég mun nota í doktorsrannsókn minni ætlar að hringa um leið og hún er búin á fundi. Og þar sem mér finnst ekki taka sig að byrja á neinu stóru verkefni þar til eftir það samtal þá bara skrifa ég á Strætið á meðan.

Já BB er orðin árinu eldri og ég er ekki frá því að hún sé aðeins vitrari líka ef það var þá mögulegt. Og í tengslu við afmæli hef ég oft velt því fyrir mér af hverju sumir kvíða því að verða árinu eldri. Ég þekki til margra sem hafa t.d. kviðið því að verða þrítugir sem og ekki sáttir við hvert það ár sem bætist við eftir það (þetta á ekki við um BB samt heldur nota ég bara afmæli hennar til að ræða þetta efni). Ég hef hins vegar tekið þann pól í hæðina að með hverju árinu sem bætist við hafi maður lagt að baki 365 daga fulla af tækifærum til að læra eitthvað nýtt, þá bæði um heimin og sjálfan sig. Ég man eftir fjölmörgum stundum þegar ég var lítil þar sem ég sat og hlustaði á langömmur og ömmur mína segja frá sínu lífi og allri þeirri reynslu sem þær höfðu öðlast á að takast á við hin ýmsu verkefni sem að þeim voru rétt. Á þeim tíma hugsaði ég oft með mér að svona vildi ég verða þegar ég yrði "stór." Já það var því snemma innprentað í mig að með aldrinum kæmi þroski og vit. Þess vegna hef ég alltaf hlakka til að eiga afmæli því þá stæði mér til boða nýtt sett af 365 dögum fullum af tækifærum til að þroskast og vitkast. Svo væri það bara mitt að vinna sem best úr þeim með það að markmiði að verða vitur gömul kona.
Það er ekki þar með sagt að ég hafi nýtt öll settin sem ég hef fengið til hins ýtrasta en eitthvað hefur samt áunnist. Amk held ég að stelpan sé aðeins vitrari í dag en í gær á mörgum sviðum en á öðrum sviðum er stelpan enn að detta í sömu grifjurnar. En á þeim rúmum 10.950 dögum sem liðnir eru hef ég samt sankað að mér tækjum og útbúnaði til að komast fyrr upp úr grifjunum án mikils varanlegs skaða. Já, stelpan lærir sem lifir og ég vona að eins sé einnig hjá ykkur.

Ring ring.......verð að stökkva en þar til næst,
Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast.

posted by Big Bird a.k.a. BB 9:41 f.h.


spacer