|
|
laugardagur, maí 27, 2006
Jæja já eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir í commentum síðustu færslu þá náði ég nú blessaða munnlega prófinu þannig að allt þetta hugs hugs var sannarlega til sigurs. Svo núna er ég formlega orðin Ph.D.candidate. Jamm en það er ekki þar með sagt að ég taki mig eitthvað hátíðlegra en áður og til marks um það fór ég í bæinn og keypti mér nýjar gallabuxur :Þ Já já ekkert draktarrugl eða powersuite fyrir stelpuna.....enda ég engan vegin búin að átti mig á því hversu gömul ég er þó að mamma reyni reglulega að fá mig til að kaupa "fullorðnarir föt" hehehhhe. Já stelpan ætlar seint að vaxa úr grasi!
Eftir prófið hef ég bara verið að reyna að slaka á en ekki vildi betur til á þriðjudagsmorgun en að ég vaknaði kl 8.30 þó svo vekjaraklukkan hafi ekki verið stillt. Þvílíkt rugl og til að reyna að tryggja að þetta kæmi ekki fyrir aftur næst þegar ég mátti sofa út þá vakti ég til kl 02 aðfaranótt svefndagsins. Og viti menn.....það virkaði....stelpan vaknaði ekki fyrr en kl 11....sweet!!!! Svavar frændi er svo í heimsókn í Sesamestræti og hefur hann tekið að sér að fordekra frænku sína fram úr hófi. Jamm strákurinn er kavaler!
Við erum búin að rúnta um alla borg og þótti honum nóg um í dag og spurði: "hvenær verður svona slökunardagur þar sem við bara tjillum heima?" Já þegar stelpan sleppur loksins út frá tölvunni er þeyst um allt og markmiðið að njóta þess að búa í stórborg. Seattle er snilldar borg og bíður upp á allt sem hugurinn girnist. En við notuðum seinni part dagsins í slökun heima og lærði ég ýmislegt nytsamlegt í tölvumálum sem og fann þessa líka snilldar mynd á netinu.......úff ég get varla beðið þar til 22.júlí þegar ég fæ að sjá manninn á sviði með eigin augum.....I´ll probable scream like a girl :Þ

Þar til næst, gef ég Veddernum orðið: "The selfish they're all standing in line Faithing and hoping to buy themselves time Me, I figure as each breath goes by I only own my mind"
posted by Big Bird a.k.a. BB 12:27 f.h.
|
 |