{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{miðvikudagur, mars 29, 2006}

 
Það byrjar gæfulega þetta blessaða ferðlag. Ég var komin vel áleiðis út á flugvöll þegar ég sá að ég hafði gleymt gleraugunum mínum. Svo sem ekkert stórmál þar sem gleraugun eru hvort eða er ekki með réttu gleri. Það er samt oft á tíðum voða notalegt að ferðast með þau. Það að sofna með linsurnar í augnum er eitthvað sem ég forðast. En hvað um það, ég er með linsuvökva og fern auka pör af linsum í handfarangri svo við ákváðum að halda áfram upp á flugvöll ferkar en að hætt á að vera á síðustu stundu.
Ég hefði nú frekar snúið við því þegar ég kom í röðina til þess að bóka mig inn sá ég að það var þriggja tíma seinkun. Það var að sjálfsögðu eftir að Armin var farinn og ég símalaus svo lítið gat ég gert. Ég rauk á næsta starfsmann sem ég sá og spurði um hotspot eða “tíkalla” síma, jú það voru sko fullt af tíkallasímum fyrir innan “checking pointinn”, ég þyrfti bara að bíða í bókunarröðinni, bóka mig og fara svo í aðra röð og í gengum málmleitarhliðið og þá væri ég komin í peningasíma. Ég gæti svo bara valsað út og inn eins og mér sýnist þegar ég væri komin með flugmiðan frá bókuninni. Afbragð…..

Ég beið þolinmóð eftir að röðin kæmi að mér í bókuninni, að sjálfsögðu næ ég ekki fluginu í London og þar sem það er ekki bókað gegnum british airways þá geta þeir ekkert gert nema tekið frá sæti fyrir mig í næsta flugi, það verður því í mín höndum að rífast í flugleiðum. Þetta stefnir allt í að verða hið skemmtilegast því ég er náttúrulega með tvær töskur sem ekki eru bókaðar alla leið og kemur eflaust til með að vekja mikla kæti í London. Auk þess sem 15 klukkutíma ferðalagið mitt hefur snarlega breyst í rúmlega 25 tíma að minnsta kosti. Geysi skemmtilegt.

Britihs Airways voru þó svo almennilegir að fleygja í mig tíu dollara gjafakorti sem gildir á matreiðslustaðina hérna inná vellinum. Í því banastuði sem ég var þegar ég loksins kom inn á flugvöllinn skellti ég mér á Wendy´s þann eðal-hamborgarastað og pantaði ostborgara, franskar og kók. Borgari, franskar og vatn komu að vörmuspori og tók ég það sem ábendingu um að ég þyrfti ekkert á kókinu að halda. Pilturinn benti mér hinsvegar á að ég ætti sjálfsagt að kaupa mér eitthvað fleira því hann gæti ekki gefið mér til baka af gjafakortinu, ég splæsti því í kjúklingasalad og bakaða karftöflu.
Það var eins fallegt að ég gerði það því hamborgarinn var sjálfsagt gerður í gær ef ekki fyrradag og algera óætur og fitan draup af frönskunum og nú er ég ekki að ýkja. Þetta voru mikil vonbrigðu með Wendy´s sem hingað til hefur staðið fyrir sínu. Bakaða kartaflan var hinsvegar fín og salatið ælta ég að geyma til mögru áranna.

Nú sit ég því á flugvellinum í Seattle og horfi á sólsetrið, við hliðina á mér er maður sem fylgist með tveimur ungum stúlkum sem virðast bera nöfni Sky og Raven. Fyrir þá sem farnir eru að ryðka í enskun bera þessar tvær elskulegu stúlkur nöfnin himinn og hrafn yndislegt alveg. Ég keypti mér tvær bækur fyrir flakkið því sú sem ég var með var ansi langt komin, Animal Farm og Dracula er lesning ferðarinnar á þessu sinni, ég hlakka til að glugga í þær.

Ég ætla að sjá hvort mér takist að birta þetta á sesame, ég er með fínt merki en eitthvað er internetið samt ekki að virka. Vonandi tekst mér þetta og kannski ég geti sent spenndi fréttir af flugvellinum í London, nægur verður tíminn eflaust þar.


Ég er komin til London og hefur lítið borið til tíðinda hingað til. Þar sem ekki var hægt að bóka töskurnar alla leið varð ég að fara í gegnum útlendingaeftirlitið og tollinn, já engin sækir töskur hér án vegabréfs og svo kemst ég ekki aftur í terminalinn nema fara út af flugvellinum, undarlegt kerfi það. Flugleiðir eru náttúrulega ekki búnir að opna check in borðið en voru svo yndislegir að skilja eftir miða til þess að segja manni hvar ég gæti tékkað inn. Sá miði til tók engar tímasetningar en þær upplýsingar fékk ég þegar röðin kom að mér á tékk í borði 48. Gaman af því.
nú sit ég bara á kaffihúsi, þamba kaffi og chilla í tölvunni, sjálfsagt skynsamlegra en að slefa í öxlina á einhverju saklausu fornarlambi.

posted by Big Bird a.k.a. BB 8:07 f.h.



{mánudagur, mars 27, 2006}

 
Tíminn líður hratt ..............

og líkt og Gleðibankinn gerði á sínum tíma kemur Sylvía nótt eflaust til með að vekja mikla athygli.

ég sá á kirsuberja trjánum að það er um ár liði frá því að ég tók general prófið mitt, nú er Kúkkí að berjast í þeim ósköpum. Hennar bíða fjórar strembnar vikur í ritgerða smíð og svo tvær í fyrirlestrargerð. Með þessu er hún að sjálfsögðu að kenna og taka kúrsa. Hún klárar þetta með stæl eins og annað sem hún tekur sér fyrir hendur en endilega sendið henni samt góða strauma.


ég hélt að Belle and Sebastian tónleikarnir yrði eftir nokkra mánuði en þeir voru víst í gær, þessir nokkru mánuðir eru víst liðnir.

Pétur og Ólöf komu í sesame í gær, þau eru á fullu að pakka saman til þess að flytja heim, ég trúi því varla að þau séu búin að vera hér í rúmt ár.

ég er að fara heim á morgun

Skrítið hvernig tíminn flýgur, áður en ég veit af verð ég komin heim, farin út aftur og sjálfsagt komin heim aftur. Það er svo skrítið þegar ég hugsa aftur finnst mér eins og ég hafi verið heillengi í Árbæjarskóla, (8nd, 9nd og 10nd bekk), heila eilífð í MS og rúmlega það í HÍ. En hef ég víst verið lengst í UW af þeim skólum sem ég hef gengið í um ævina. Þó svo mér finnst ég eiga eins mikið heima í Seattle og Reykjavík þá er eins og ég sé rétt nýkomin hingað.
Hann er undarlega afstæður þessi tími.

Ég mæti galvösk heim til Íslands á miðvikudaginn og hlakka til að hitta gamla og góða vini jeiiiiiiii :)

posted by Big Bird a.k.a. BB 11:13 f.h.


spacer