|
|
sunnudagur, febrúar 26, 2006
Humm ég er ekki alveg viss hvort Hrönn vildi að bæði BB og ég svöruðum klukkinu en þar sem ég get ekki verið eftirbátur BB og læt því hér með vaða:
4 störf sem ég hef unnið við um ævina: - Kelling sem vinnur í miðasölunni í sundlaug Akureyrar - Bílfreyja hjá Norðurleið-Landleið - Þjónn eða það sem kallað er í veitingabransanum "hjálp" ;) - hjúkrunarfræðingur og er ég það enn
4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur og aftur... - Moulin Rouge - Lord of the Rings, allar þrjár myndirnar....tær snilld - What´s eating Gilbert Grape - Sound of Music
4 staðir sem ég hef búið á: - Akureyri - Húsavík - Kóóhóhópavogur - Sesamestreet, Ballard, Seattle
4 sjónvarpsþættir sem mér líkar: - ER...samt er það af sem áður var án Carters - Scrubs....önnur tær snilld! - Law & Order SVU - Gettu betur
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum: - Flateyjardalur - París - Köben - Boston
4 síður sem ég skoða daglega (fyrir utan blogg): - http://www.mbl.is/ - http://www.washington.edu - http://www.spamadur.is - http://www.ordabok.is
4 matarkyns sem ég held upp á: - Skyr - Slátur - Piparsteik með bökuðum kartöflum og græi - Ferska ýsu með kartöflum og smjöri
4 bækur sem ég les oft: - Dagbókin þar sem ég skrái allt sem ég þarf að gera á hverjum degi - Einn dagur í einu í Al-Anon - Bankabókin...eða reikningsyfirlitið öllu heldur.... - Motivational Interviewing
4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna: - Í Gróttu á stjörnubjartri nóttu - Á leiðinni á kaffihús með Mistu systur - Á leiðinni að sækja mömmu í vinnuna og koma við á KFC sem er uppáhaldið hennar - Í jógatíma með Sting :Þ
Þar til næst, tilvera okkar er undarlegt ferðalag.....
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:15 e.h.
|
 |