|
|
fimmtudagur, febrúar 23, 2006
Ég var í Whistler um helgin það var frekar gaman, eiginlega alveg rosalega gaman. Mikkirefur hefur sett inn myndir á heimasíðuna sína úr ferðinni svo ég get sjálfsagt frestað því næstum óendanlega lengi að setja myndir hér. Bæði Hrönn í velferðarríkinu Svíþjóð og Hrönn í Kirkland eru búnar að klukka mig svo ég get varla skorist undan. Lago...
4 störf sem ég hef unnið við um ævina: - Skrifstofustúlka og símamær - Kúasmali.......já ég er alvöru kúreki - borðtennisþjálfari - rannsóknir í lífrænni efnafræði og doktorsnemi, það er allaveg plenty vinna
4 bíómyndir sem ég gæti horft á aftur og aftur og aftur... - Black cat, White cat, ég get ekki annað en brosað þegar ég heyri tónlistina - La Vita è bella, (Life is Beautiful) - Office Space - Shrek, Shark Tale, Finding Nemo ...
4 staðir sem ég hef búið á: - Ugluhólunum í efra Breiðholti - Urriðakvísl í Ártúnsholtinu - Capital Hill, Seattle - Sesamestreet, Ballard Seattle
4 sjónvarpsþættir sem mér líkar: - Scrubs - Law and Order - CSI - Scrubs, ég veit það er tvisvar enda eigi þátturinn sem ég flýti mér heim til þess að missa ekki af honum.
4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum: - Martinique, Karabískahafinu - Whistler Kanada - Wuhan, Peking, Kína - Tokio, Hirosima, Japan
4 síður sem ég skoða daglega (fyrir utan blogg): - http://www.mbl.is/ - http://www.washington.edu aðrar síður tengjast víst flestar rannsóknunum mínum og fáum öðrum en mér til skemmtunar
4 matarkyns sem ég held upp á: - Lambalæri eða bara lambakjöt almennt - salt fiskur - steikur ala Þorri bróðir - ferskur fiskur
4 bækur sem ég les oft: (ég les bækur sjaldan oft en þessar eru minnisstæðar) - Sagan af Pí, Yann Martel - Allur Harry Potter - 100 ára einsemd, Gabriel Garcia Marques - Ofvitinn, Þórbergur Þórðarson
4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna: - út í heitum potti á stilltri íslenskri vetrarnótt - á skíðum - á kakjak að eltast við hvali fyrir utan San Juan Eyjar - á gönguferð um Inkaslóðir í suður ameríku
Þetta gat ég !!!!!
posted by Big Bird a.k.a. BB 6:56 e.h.
|
 |