|
|
föstudagur, janúar 27, 2006
"Veit einhver hverir eru að á leið í Superbowl?" spurði Chris Martin áhorfendur eftir opnunarlag Cold Play tónleikanna í Key Arena á miðvikudaginn. "Nú eru það Seahawks, en getur þá einhver sagt mér hvar er hægt að fá kaffi í þessari borg?" Já gríðarlegur húmor í gangi hjá Chris Martin á þessum tónleikum. En ekki eyddu strákarnir miklum tíma í spjall heldur drifu bara í því að spila næsta lag og stemningin var gríðarleg. Ég skemmti mér gríðarlega vel og aldrei fæ ég leið á lögunum þeirra. Í höllinni hljómaði skemmtileg blanda af nýjum og gömlum lögum og var prógrami næstum það sama og á tónleikunum sem ég fór á í ágúst. Undantekningarnar voru þrjár og man ég eftir því að hafa hótað í eitt skiptið að ganga hreinlega út því að um mig hríslaðist öfund í garð hinna tónleikagestanna. Ok ég skal segja ykkur frá. Um miðja tónleikana tók Chris einnota myndavél og myndaði hljómsveitameðlimi í bak og fyrir þar sem þeir voru í miðjum klíðum að spila lag.....svo henti hann myndavélinni út í áhorfendaskarann í fyrstu röðunum á gólfinu...."arrrgggg, mig langar að vera þarna!" kvæsti ég. Svo var Chris að syngja rólegan lagakafla þar sem ljóskastari lýsti bara á andlit hans og myndinni var varpað á risaskjá fyrir aftan sviðið. Þessi rólegi kafli er tekinn tvisvar í laginu og í seinna skiptið mátti sjá hvar Chris hélt á gsm síma í annarri hendinni og hljóðnemanum í hinni og söng af innlifun í símann. "Ussss, pældu í því ef síminn manns hringdi og það væri bara Chris að syngja fyrir þig í beinni" hópaði ég upp yfir mig. Jam ekki laust við að ég fyndi fyrir öfund.....en samt ekki þar sem ég var á tónleikunum en sá símaheppni var ekki þar......ne ne ne ne ne. Svo í næstsíðasta uppklappslaginu tók Chris bara á rás út í salinn og stakk sér upp í eina stúkuna þar sem hann kláraði að syngja lagið. Aftur "aaarrgggggg.......af hverju var mitt sæti ekki þarna?" Jamm...frábærir tónleikar og þakka ég Gallapagusi fyrir að halda planinu.
Helstu fréttir eftir tónleikana eru þær að í Sesamestræti stefnir allt í 100% fjölgun íbúa, já og frekari aukningu með vorinu. Þannig er að Mikkirefur er að koma í vorheimsókn í Strætið og mun hann lenda að öllum líkindum á mánudaginn og vera hjá okkur um stund. Hinn íbúinn er óskaplega iðinn íkorni sem búinn er að byggja viðbyggingu á svölunum hjá okkur. Þar er íkorninn búinn að búa sér til hreiður úr greni og þykir okkur líklegt að hann hyggist fæða og ala ungviði sitt þar með hækkandi sól. Humm.....ekki er íkorninn búinn að gera leigusamning ennþá svo ekki er komið á hreint hvað hann heitir. We´ll keep you posted :Þ
Þar til næst, gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar besta!
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:29 f.h.
|
 |