{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{mánudagur, nóvember 28, 2005}

 
Eins og komið hefur fram lét sorgin það ekki vera að banka upp á í Sesamestræti. Viljum við þakka kærlega fyrir hlý orð og kveðjur sem borist hafa á undanförnum dögum og erum við þess fullviss að minning Svarta kisa mun lifa áfram með öllum sem hann snerti. Kom það mér þónokkuð á óvart að fráhvarf kisa varpaði mér yfir í svipaðar vangaveltur og þær sem um koll mér hafa þotið undanfarin ár vegna andláta annarra ástvina.

Já tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Ég minnist þess af hafa verið 7 ára hnáta og setið á eldhúsbekknum hjá ömmu í Dalsgerðinu á Akureyri, dundað mér við að snúa kleinum og hlusta á Ríkisútvarpið. Textar hafa löngum heillað stelpuna og í þetta sinn vakti nafngift næsta lags mína athygli. Hótel Jörð! Um hvað skyldi það nú fjalla? Ég píndi ömmu til að hlusta gaumgæfilega með mér og spurði hana svo í þaula um merkingu hverrar setningar. Einir fara og aðrir koma í dag. Í þessari einföldu setningu kristallast hringrás lífsins í mínum skilningi. Margt hefur á daga mína drifið síðan þennan sunnudag í Dalsgerðinu og verður mér sannleiksgildi texta Hótel Jarðar ljósari með hverju ári. Við erum öll á ferðalagi hér í gegn, sumum er ætlað að dvelja á saman hótelherbergi eða sama gangi en öðrum er aldrei ætlað að hittast. Sumir eru það lánsamir fá áætlaðan útritunardag en öðrum er hent út af hótelinu í skyndi. Sumir agnúast endalaust út í aðbúnað hótelsins eða meðferð hótelstarfsfólksins á gestunum á meðan aðrir eru sáttir við hótelið og einbeita sér að því að upplifa fegurð umhverfisins og hinna gestanna.

Humm....hvað skyldi ég vera að reyna að segja....já ég veit.....við skulum ekki gleyma að lifa og njóta ferðalagsins því allt hefur sinn tíma og við vitum ekkert hversu langur hann er.
Svo stoppaðu í annríkinu, gerðu og segðu það sem átti að bíða betri tíma. Enginn tími er betri en líðandi stund.

Úfff...þetta var þungur pistill. Ég lofa að vera á léttari nótum síðar.
þar til næst, lífið er yndislegt!

posted by Big Bird a.k.a. BB 10:21 e.h.


spacer