|
|
fimmtudagur, september 29, 2005
þessa stundina ætti ég í raun að vera að taka ákvarðanir en þar sem niðurstaða í það virðist ekki beint vera að koma ætla ég að slá því ögn á frest. Illu er best slegið á frest ekki satt. Í gær fór sesame-gengið og fleiri Íslendingar á Sigur-rósar tónleika. Vissulega voru mun fleiri af öðrum uppruna en íslenskum á tónleikunum en við samt örugglega flest miðað við hina sívinsælu höfðatölu. Fyrir utan tónleikahaldara voru þrettán íslenskir námsmenn mættir á staðinn, já hópurinn stækkaði um heila sex þetta haustið, þ.e. um fimm verkfræðinga og einn fylgifisk. Hugsanlega hafa fleiri nemendur mætt á svæðið en þeir hafa enn sem komið er ekki hlýtt tilkynningarskyldu. Annars á Sigurrós skilið mikið lof fyrir framistöðuna því þetta voru rosalega flottir tónleikar hjá þeim. Þetta glæsilega hús virtist pakkfullt, 2807 sæti settin af hugföngum áhorfendum. Það var ekki laust við að ég fyndi fyrir stolti að fylgjast með frammistöðu landa mína. Tónlistin var töfrandi og greyp hvern mann á sinn hátt, sumir sátu í sæluvímu meðan aðrir börðust við tárin. Um það bil mínútu þögn í miðju lagi virtist samt full af tónum, alger þögn í tæplega þrjú þúsunda manna hóp, ótrúlegt.
Eftirminnilegir og magnaðir tónleikar, Takk
posted by Big Bird a.k.a. BB 12:30 e.h.
sunnudagur, september 25, 2005
Það er lang oftast þannig þegar ég hef legið heilt kvöld fyrir fram sjónvarpið að mér finnst ég lítið betri fyrir vikið. Stundum jafnvel finnst mér eins og sjónvarpið sjúgi úr með þá litlu visku sem ég hef sankað að mér um tíðina en í fyrrkvöld var líka verulega vegið að sjálfsímynd minni. Það var sem sagt verið að sýna þátt um hunda, hversu óheyrilega gáfaðir þjónustu hundar einsog blindrahundar eru og jafnvel hundar sem voru læsir á tölustafi og fleira. Töldu viðmældendur sig sjá mikin mun á fjölfötluðum og þroskaheftum skjólstæðingum sínum eftir að þau prófuðu að hafa hunda meðferðis við hin ýmsu félagsstörf. Skiljanlega, lyftir það ekki brúninni á allt flestum að sjá hoppandi skoppandi kátan hund hlaupa um ? Það sem slóg mig hinsvegar algerlega út af laginu var að sjá hundinn spila keilu. Hundurinn ýtti kúlunni niður rennu líkt og fjölfatlaðir nota og virtist ganga þokkalega. Eigandinn fullyrti þó að árangur hundsins væri ekki dæmigerður þennan dag heldur skori hann á venjulegum degi um 100 stig. Já, hundurinn skorar að meðaltali 100 stig en ég skora hinsvegar 100 stig á mjög góðum degi, minn dæmigerði dagur en öllu nær 70. Það var þá sem ég fyllist vonleysis, ég hef aldrei verið neitt sérstaklega góð í keilu sama hvað Solla reyndi að leiðbeina mér á sínum tíma. En það að hundur skori að meðaltali meira en ég í keilu er alger brotlending fyrir mitt brothætta egó. Ætli það sé nokkuð sem ég geti gert betur en þessir hæfileikaríku bandarísku hundar ? Þeir busta mig ekki bara í keilu heldur hlaupa hraðar, stökkva hærra, bíta fastar og get sannfært mannfólkið um að gera nánast hvað sem er með því einu að stara með sýnu stóru kringlóttu augum og halla höfðinu. Ætli Douglas Adams hafi haft rétt fyrir sér í the Hitchhiker´s Guide to the Galaxy að mýsanar séu skarpast og svarið sé 42?
posted by Big Bird a.k.a. BB 4:24 e.h.
|
 |