{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{mánudagur, júní 20, 2005}

 
það er mollulegt og kósý í Seattle í dag. Af því tilefni og af því að ég var svöng brá ég mér á kaffihúið á horinu til að fá mér salat. Oftast tölti ég einsog einn hring um neðstu hæðina í leit að félagskap í þesslags ævintýri en í dag ákvað ég að fara ferkar ein og vonast til þess að sjá athyglisvert fólk.
Það þessu sinni gekk ætlunarverk mitt vonum framar, ég nældi mér í borð aftast á kaffihúsinu með góðu útsýni yfir gesti staðarins. Mér á vinstri hönd sat stór góðlátleg kona, grænmetisæta og lifandi sönnun þess að grænmeti er líka fitandi. Á næsta borði við hana sat fjallmyndalegur svartur strákur með tindrandi brún augu og vingjarnlegt viðmót.
Mér á hægri hönd var parið sem greyp athygli mína. Ég tók vart eftir þeim þegar ég kom inn, grannur hálf klaufalegur karl um fimmtugt með hefðbundna herra klippingu og sundur gengum brúnum gönguskóm. Klæddur í föla jarðliti sem kannski voru ekki svona fölir fyrir 20 þvottum síðan.
Á móti honum kona, um það bil tíu til fimmtán árum yngri, ómáluð, klædd í líflega en samt ekki áberandi liti með marglit ofið veski á öxlinni.
Það sem greyp athylgi mína var þegar hann spurði eins og ekkert væri eðlilegra: are you saying that the solution would be a Hamiltonian ........
Það eru eflaust margir sem hafa ekki hugmynd um hvað Hamiltonian er svo ég fletti því upp í alfræðiorðabók á netinu.

"In classical mechanics, the Hamiltonian is a function describing the state of a mechanical system in terms of position and momentum variables.
In quantum mechanics, the Hamiltonian is an operator corresponding to the total energy of a system."

Þetta skýrir ekki margt en þó vonandi nóg til þess að átta sig á því að þetta er ekki beinlínis algengilegasta eða aðveldasta umræðuefnið í hádegishléinu.
Það fyrsta sem mér datt í hug var hinsvegar: vá, ég er svo sannarlega í háskólahvefi þar sem fólk ræðið skammafræði yfir hádegismatinum.

Þar sem dökku titrandi augun vinstra megin sögðu fátt var auðvelt fyrir mig að sogast inn í Hamiltonian umræðuna. Ég náði nú ekki að hlusta af mikilli athygli en þó nóg til þess að átt mig á það þetta var ekki mikið samtal meira eins og trival persuit. Karlinn spurði hvað henni finnist um hitt og þetta, allt tengt skammafræði kenningum og jöfnum og fékk lítil sem engin svör. Það var ótrúlegt að fylgjast með karlinum því hann ljómaði allur í frásögn sinni og hefði ég ekki vitað betur hefði ég haldið að hann væri að lýsa því þegar hann krækti í þann stóra síðasta sumar í Norðurá. Þess í stað var hann að lýsa lausn á einhverri jöfnu. Konu greyið sagði fátt en karlinn hélt áfram að spyrja. Hvaða áhrif heldur þú að það hafi á lausnina ef hlutfallinu er haldið föstu ????????? Stúlku greyið að þurfa að sitja undir þessu.
Að máltíð lokinni borguðu þau í sinhvorulagi og ef mið er tekið af fjarlægðinni sem hún passaði að væri á milli þeirra er þau gengu tilbaka tel ég það afar ólíklegt að ég sjái þau saman á kaffihúsi í bráð.

posted by Big Bird a.k.a. BB 1:18 e.h.


spacer