|
|
miðvikudagur, júní 15, 2005
Íbúar strætis 58 í Síættul borg eru á faraldsfæti þessa dagana. Ég, BB, brá mér í brúðkaup til San Fransiskó um helgina og sat meðal annars við hliðina á þessari frú á barnum. Það er greinilegt að myndavélin blekkir því ég taldi mig sitja við hliðina á rúmlega sextugum átröskunar sjúkling þar til kunningjakona mín benti mér á hver þetta væri. Fædd 61....leit ferkar út fyrir að vera 61 árs, það er greinilega ekki allt fengið með frægðinni. Sólbrunnin og sæl eftir helgina er ég loksins sest við skriftir, nú á sko aldeilis að taka á því. Kúkkí hélt til Kanada í morgun, ferðinni var heitið til Viktoria á Vancouver eyju að heimsækja skólasystur sína. Þar ætlar stúlkan að spóka sig fram yfir helgi og vonandi að taka myndir og safna í ofsa ferðasögu.
posted by Big Bird a.k.a. BB 8:40 f.h.
|
 |