|
|
mánudagur, maí 30, 2005
Undanfarna daga hefur verið brakandi sól og sumar í Seattle. Því miður missti Kúkkí af því en hún er heima á Íslandi að spóka sig. Við hin höfum gert okkar besta til að halda okkur að bókunum þó það reynist oft erfitt. Ég er alsæl með að hafa skrifstofu í kjallara þessa daga svo ég hvorki sé góða veðrið né er að steikjast úr hita innan dyra. Ljúft líf. Það er samt eins og veðurguðirnir hafi áttað sig á nauðsyn þess að við læsum á lokasprettinum því ský hefur dregið fyrir sólu og hitinn er aftur komin niður í tuttugu gráður eða svo. Annars hefur fátt merkilegt gerst síðustu daga, á föstudaginn var reyndar grill í scanhouse með leynigesti og alles. Bakaradrengurinn hafði fullyrt að engin myndi þekkja leynigestinn en því fór nú fjarri. Gunnar Gunnarson eðlisfræðingur og Hafdís kona hans voru komin í heimsókn til bakaradrengsins alla leiðina frá Sviss. Þeir piltar þekkjast víst í gegnum flugbjörgunarsveitina og þessa vegna átti bakardrengurinn síður von á að við hin könnuðustum við kauða. En á því óra flæi sem letigarður er, er svo gott sem vonlaust fyrir fólk sem er í námi í eðlisfræði, stærðfræði og efnafræði á sama tíma að þekkjast ekki en hvernig gat líffræðingur eins og bakaradrengurinn vitað það !!!
Laugardagurinn var svo letidagur, bara ráfað um bæinn, spilað tennis við Armin og íslensku strákana og enda svo í Settlers heima hjá Pétri og Ólöf, heitur og góður dagur það. Gær dagurinn var öllu svalari og honum því eytt fyrir framan tölvuna. Raunar fór ég og sá stjörnustríð III í gærkvöldi. Menn segja að þetta sé besta myndin af þessum þremur nýju og það getur vel verið. Ég sá aldrei stjörnustríð II og ef þessi er miklu betri en hún ætla ég bara að láta það eiga sig að sjá hana. Ég er augljóslega ekki nógu mikil Sci-fi fan enda sofnaði ég í miðju hasarnum rétt eins og á Independence day hér um árið.
posted by Big Bird a.k.a. BB 12:28 e.h.
|
 |