|
|
miðvikudagur, mars 16, 2005
Sælt veri fólkið!
Fyrst langar mig til að þakka þeim fjölmörgu sem sáu sér fært um að skrifa athugasemdir við síðustu færslu. Það var mér mikil huggun að vita af fleirum þarna úti sem glíma við svipaða risa og ég og en mikilvægara að muna að maður er aldrei einn í baráttunni. Þetta er bara spurning um að biðja um hjálp. Og þar með lýkur geðslegahluta þessa pistils.
Síðan á hádegi á mánudag hef ég verið í fríi frá skólanum. Tja eða að minnsta kosti myndi ég kalla það frí miðað við undanfarið álag en nóg um það. Þannig vill það oft verða þegar maður kemst í frí að þá er einmitt tíminn til að klára hluti sem hafa setið á hakanum undanfarið og hef ég verið að dunda mér við það. Hér er búið að þrífa í Strætinu hátt og látt og í dag stend ég fyrir stórþvotti. Í gær mundi ég eftir því að við áttum nokkrar flíkur í hreinsun frá því einhvern tíman um daginn og sem betur fer var kallinn ekki búinn að selja þær. Ég mætti gallvösk með miðann og á móti mér tók asískur karl um fertugt og sagði: hæ há ar jú (þetta skal lesið þannig að allir endastafirnir eiga að syngjast í ca 5 sek). Og ég var næstum búin að syngja til baka: I´m fine thank you. En rétt náði að stilla mig! Nú svo átti ég alltaf eftir að kíkja í nýju bókabúðina á horninu á Market stræti hér í Ballard svo ég dreyf mig þangað inn. Komst ég að því að þar eru seldar notaðar bækur á sanngjörnu verði og mjög líklegt að ég eigi eftir að koma við þar aftur. Það skal samt tekið fram að ég keypti ekki bók í þessari för þar sem 3 ólesnar bækur sitja á náttborðinu nú þegar. Nú svo í gærkveldi datt mér í hug að sniðugt væri að fara kannski bara í klippingu og varð það á orði við BB. Skömmu síðar sátum við og horfum á fréttir var það ekki bara helst í fréttum að ráðist hafði verið á konu þar sem hún sat í klippingu. Þannig var að það kom víst einhver ókunnug kona með eldhúshníf í hönd æðandi inn um dyrnar á hárgreiðslustofunni og stakk konugreyið í brjóstið og einungis heppni sem olli því að árásakonan stakk hana ekki í hjartað. Úff....ég snarhætti við að fara í klippingu og ákvað bara að láta hárið vaxa enn frekar. Betra að vera loðin en látin.
Verkefnalisti dagsins: lesa og gefa einkunn fyrir ritgerð- búið þvo þvott - í vinnslu skrifa á Strætið - í vinnslu fara í bæinn - áætluð brottför kl 14.30
Þar til næst, öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir!
posted by Big Bird a.k.a. BB 12:35 e.h.
|
 |