{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{þriðjudagur, mars 01, 2005}

 
Skriftir mína að þessu sinni verða að öllum líkindum ekki með þeim geðslega undirtón sem hefur ríkt að undanförnu á Strætinu. Reyndar ef vel er að gáð þá kemur í ljós að flest sem við gerum í lífinu hefur geðslegar afleiðingar og þar var för okkar á Þorrablót Íslendingafélagsins í Seattle og umhverfi (prófið að smella á íslensku útgáfuna) engin undantekning. Í gegnum aldirnar hefur ríkt gleði þar sem Íslendingar koma saman til að blóta Þorrann og gildir það einnig um s.l. laugardagskvöld. Við BB mættum gallvaskar rétt fyrir kl 19 í Sænska félagsheimilið í Seattle þar sem blótið fór fram. Þar var margt um manninn en skal þess sérstaklega getið að við vorum fyrstar af stúdentum á staðinn.....Húrra húrra húrra. Doktor Gunnar ásamt fríðu förneyti mætti 30 mín síðar og skemmtu stelpunum þar til fólki var boðið að gjöra svo vel að rölta að hlaðborðinu. Sumir voru áfjáðari en aðrir að fá sinn skammt að Þorramatnum STRAX en öll fengum við eitthvað að lokum. Hvílíkt snilld að fá lifrarpylsu, sviðasultu, sviðakjamma, harðfisk, hákall, kæfu, rúgbrauð og flatkökur. Umm uumm ummmm........já stunur bárust frá borðinu er íslensku stúdentarnir hámuðu í sig kræsingarnar. Eftir matinn lagðist værð yfir mannskapinn og sátum við södd og sæl meðan dregið var í happadrætti. Enginn fulltrúi stúdenta fékk vinning þetta kvöld sem náttúrulega bendir til þess að þarna hafi verið um yfirgripsmikið svindl að ræða og erum við að vinna í því að kæra þetta til Alþingis. Við tókum gleði okkar á ný þegar hljómsveitin SÍN steig á stokk.......hvílíkt band! OMG stúdentar gátu ekki hamið fætur sína, stormuðu út á dansgólfið og hristu þar alla skanka. Rúmba, djæf, tangó, diskó og twist voru einkunnarorð hópsins og lét enginn sitt eftir liggja. Meira segja annálaðir ódansarar mættu á gólfið :)
Eins og oft áður þegar fjörið er búið á einum stað þá er haldið í Scan house og að þessu sinni bauð Doktor Gunnar upp á miðnætursnarl, ristað brauð með spældu eggi rann ljúflega niður í mannskapinn. Ekki er hægt að fara úr Scan house án þess að setja mark sitt á viðardansgólfið og sá Bakaradrengurinn um ABBA mixið.


Já eins og gefur að skilja þá kætist vort geð vegna minninga um svona skemmtilegt kvöld og auðveldara er að einbeita sér að leiðinda ritgerðasmíð og öðru rugli.

Þar til næst, dagar, vikur, mánuði, ár, hamingjustundir, gleði, sorg og tár. Áfram áfram gengur lífið sinn veg, er ekki tilveran stórkostleg?

posted by Big Bird a.k.a. BB 10:52 f.h.


spacer