{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{föstudagur, janúar 14, 2005}

 
Iss piss það er naumast þögnin sem ríkir á Strætinu núna, bara ekkert skrifað svo vikum skiptir. En núna skal ég bæta smá úr því.

Eins og BB sagði þá fór ég heim um jólin og átti þar alveg yndilegar stundir með fjölskyldu og vinum nema hvað að þetta voru skrítin jól þar sem Mista systir var fjarri góðu gamni. Já þetta var hreinlega í fyrsta sinn sem við erum aðskildar um jólin og verð ég að segja að mér fannst ég varla heil mannvera. Vantaði alveg að þeytast með henni kl 5 á Aðfangadag með kort og pakka til vinkvenna sinna, en það hefur markað upphaf jólanna hjá mér í mörg mörg ár. Hún hins vegar komst vel að orði þegar hún sagði: ég held að þið saknið mín meira en ég ykkar, ekki samt misskilja ég sakna ykkar mikið. Já það er sennilega rétt hjá henni....allt var svo nýtt og framandi í Þýskalandi. Ég bendi forvitnum á að lesa um jólin hennar á heimasíðu hennar en hlekkurinn er hér til vinstri.

En nú er lífið að komast í fastar skorður hér í Strætinu. Allir byrjaðir í skólanum aftur eftir mislangt frí og það stefnir allt í að þetta kvarter verði eitt það verkefnamesta í sögunni. Humm.....það er hreinlega um ekkert annað að velja en að bretta upp ermarnar og massa þetta. Jamm stinga sér til kafsunds og áætla að koma úr kafi lifandi um miðjan mars.
En nýtt ár boðar breytingar og það er vert að taka fram að nú standa yfir töluverðar breytingar á Strætinu. Oscar er fluttur í eigin íbúð en fór ekki langt samt.....bara nokkrar blokkir hér á 58unda stræti. Og svo erum við BB að fara að flytja líka í lok mánaðarins....en ekki langt því við verðum áfram á 58unda stræti en bara eina blokk hér til vesturs. Hihihihih.....já við erum ekki til í að breyta of mikið til. Nýja heimilisfangið okkar verður gefið upp síðar sem og nýtt símanúmer. Sem sagt, ekki nóg með að vera á kafi í skólanum heldur þurfum við líka að flytja og viða að okkur alls kyns húsgögnum og áhöldum. Humm wish us luck!

Læt þetta nægja í bili,
Munið að lífið er leikur og við tökum þátt í því.

posted by Big Bird a.k.a. BB 1:18 e.h.


spacer