|
|
sunnudagur, desember 19, 2004
Jæja þá er Kúkkí farin heim í jólafrí með fullar töskur af pökkum, takk Kúkkí. Það fór eins og ég hélt, að sjálfsögðu gleymdi ég einu pakka sem ég fór og keypti í gær....ég get nú ekki verið þekkt fyrir að bregða út af jólahefðunum. Það er hinsvegar framför að ég keypti ekki fjóra pakka fyrir neinn og engan fyrir Odda, það borgar sig ekki að vera gráðugur.
Oscar fór í jólatrés leiðangur í gær og nú stendur stórglæsilegur normands þinur í stofunni. Vinsælasta jólatréið í ár um þessar slóðir var hinsvegar jólatré með einhverjum litlum belgjum út um allt sem hægt var að sprengja og fá voða fína appelsínu lykt en við kærum ykkur ekkert um slíka vitleysu. Enga appelsínu lykt heldur alvöru jóla/greni lykt, one nordmans thins plís...........takk fyrir takk
Á föstudaginn fórum við Kúkkí í heimsókn til íslenskra fjöldskyldu vina Kúkkís. Þar var okkur tekið opnum örmum, fleygt í okkur kökukefli og skipað að fara að fletja út laufabrauð. Það er hugsanlegt að við hefðum boðist til þess en þetta hljómar miklu meira spennandi svona.
Heimilisfaðirinn vinnur hjá FBI og þegar einhver spurði hvað það væru margir Íslendingar í UW að læra svaraði hann þrettán án þess að hika. Jebb við erum á skrá hjá FBI. Mér fannst þetta pínu skerý en Kúkkí var fljót að róga mig, "þetta er fullkomnlega eðlilegt, hann vinnur í hryðjuverkadeildinni".
Einmitt, þá líður mér miklu betur fyrst þeir eru bara með okkur á skrá vegna hugsanlegra hryðjuverka. Kúkkí kann nú aldeilis vel að róga óróglegar sálir ;)
Það er líka mögulegt að FBI hafi skrár yfir alla þá sem hafa stúdenta vegabréfsáritun og þar sem heimilisfaðirinn er giftur Íslendingi hefur hann sjálfsagt bara lagt þetta á minnið, en eins og áður er sagan miklu betri án allrar rökhugsunar.
Þorri bróðir og félagar eru að koma í heimsókn, aldrei að vita nema ég setji upp teljara og telji niður...........
farið varlega í jólastressinu.
posted by Big Bird a.k.a. BB 6:08 e.h.
|
 |