|
|
mánudagur, desember 13, 2004
Allt að gerast meira að segja komnar inn nýjar myndir, ekki alveg splúnkunýjar bara myndir frá Þórsgiving (eða Thanksgiving eins og kaninn kallar það ennþá).
Undur og stórmerki .... BB hefur lokið við jólagjafakaup. jebb á bara eftir að pakka inn og merkja. Þetta er í meira lagi óeðlilegt fyrir mig enda hef ég reynt að hafa að minnsta kosti eina gjöf eftir á Þorláksmessu bara upp á stemmninguna. Þetta veldur mér því nokkru hugarangri, mér finnst ég vera að gleyma einhverjum.
Ég var líka svona snemma á ferðinni í fyrra en það varð svo til þess að ég marg keypti til dæmis jólagjafir fyrir litlu frænkur mínar, hver ætli detti í lukku pottinn í ár og fái fjórar jólagjafir frá mér og hver fær ekki neitt ?
Ástæða þessa dugnaðar er sú að í fyrsta skipti í ansi mörg ár er ég ekki í neinum jólaprófum og í fyrsta skipti kem ég ekki heima um jólin, það verður ýkt skrítið.
Þar sem ég kem ekki heim um jólin að hitta alla vona ég að vinir og kunningjar bregði undir sig betri fætinum og komi í heimsókn til mín, hint hint.
Fyrst jólaundirbúningurinn er komin svona vel á veg get ég bara notið þess að vinna og látið mig dreyma um skíðaferðalög um hvippinn og hvappinn.
Ég sá þetta auglýst í sjónvarpinu í gærkvöldi, ku vera allra meina bót. Blindir fá sjón og lamaðir stökkva uppúr stólunum, það eina sem þarf að gera er að kaupa þennan töfra vasaklút, Green Prosperity Handkerchief.
Eins og ég minnist á er ég búin að kaupa jólagjafirnar í ár en ef ske kynni að einhver væri enn að leita að hugmyndum af jólagjöfinni í ár þá er þetta ekki fráleit hugmynd.
posted by Big Bird a.k.a. BB 4:48 e.h.
|
 |