|
|
föstudagur, desember 10, 2004
Tónleikar smónleikar......
Í gær var síðasti séns fyrir nemendur mína að draga upp úr mér hint fyrir verkefnin sem þau áttu að skila í dag. Að því tilefni ákvað ég að skella mér á tónleika. Sem betur fer var ég búin að átta mig á því að ef ég væri hér eitt kvöld í viðbót myndi ég annað hvort sparka krökkunum frá tölvunum og gera þetta algerlega fyrir þau eða mylja í mér tennurnar í örvæntingar fullri leit að meiri þolinmæði.
Tónleikarnir byrjuðu klukkan sex svo ég "neyddist" til þess að fara af skrifstofunni rétt uppúr fjögur.....sweet isn´t it ?
Kúkkí og Morfíus sóttu mig stundvíslega uppúr fjögur og við héldum ásamt "Íkíkó" (japanskri vinkonu Kúkkís úr hjúkrunarfræðinni) á illa upplýstan sóða bar á móti körfubolta höllinni.
Tónleikarnir voru geggaðir, sex bönd á jafnmörgum klukkutímum.
Fyrstir til að stiga á stokk voru Snowpatriol frá norður Írlandi. Ég hafði aldrei heyrt minnst á þessa hljómsveit fyrr en í gær en ég ætla að verða mér út um diskinn þeirra við tækifæri. Þrælgóð punk/rokk sveit með breskukeim.
Næstir á svið voru Keane frá Bretlandi. Þeir voru öllu róglegri og minntu á stundum mikið á Coldplay. Söngvarinn hefur frábæra rödd en var mun yngri en ég átti von á, minnti mig einna helst á The boys, bollukinnar og barnamagi o.s.frv. Ég ætti sjálfsagt bara að horfast í augu við eigin aldur og beina athyglinni af tónlistinni sem var snild.
Þá mættu The Shins til leiks. Melodic indie-pop band segir á heimasíðu þeirra, þeir voru alls ekki nógu góðir. Einhver vildi meina að þeir væru rosa góðir á nýju plötunni sinni og kannski njóta þeir sér enganvegin á svona stórtónleikum.
Ég ákvað því að grenslast aðeins fyrir um þessa pilta áður en ég afskrifa þá alveg og þetta var það fyrsta sem ég fann :
Oh, Inverted World was a fun record, a cool indie pop album that seemed to come from out of nowhere, but Chutes Too Narrow is even more of a surprise. This album's a real winner, proving beyond a shadow of a doubt that these guys are definitely the genuine article.
Humm svo ég verða að kíkja á diskinn þeirra áður en ég afskrifa þá alveg.
The killers komu næstir á svið, þá þekki ég ekki frekar en hin böndin en þeir komu skemmtilega á óvart. With a sound similar to Interpol and Stellastarr*, The Killers make danceable songs that sound better the louder they’re played.
Ég kiki pottþétt oftar á þá.
Því næstu komu þeir sem við höfðum verið að bíða eftir, Franz Ferdinand, hvað get ég sagt .... þeir voru bara snild !!!!!!!!!!!!
Það hefði verið best ef tónleikunum hefði lokið þarna, en það var eitt band eftir, heimamennirnir í Modest Mouse. Þeir voru fljótir að drepa niður geggjaða stemmningu sem Franz Ferdinand hefði skapað. Út úr reyktr og horkafullur söngvarinn marg endurtók lélega brandara og reifst við áhorfendur. Þeim tókst nú samt að spila nokkur lög en það kæmi mér ekki á óvart ef þetta band leystist upp fljótlega.
Í heildina voru tónleikarnir hrein snild að undanskildum Modest Mouse.
Til bílstjóranna tveggja sem jusu yfir mig vatni í Seattle center á gær.....það er ekkert sérstaklega skemmtilegt að fara á tónleika gegnsósa af olíublönduðu rigningavatni.
Ég ætla að keyra á fullu í alla polla næstu daga ef ske kynni að annar ykkar standi á gangstéttar brúninni, just in case and see how you like it hehehehehehehe.
kerlig heilsen
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:54 f.h.
miðvikudagur, desember 08, 2004
Veiiiii, það rignir eins og hellt væri úr fötu í Seattle og því ber að fagna. Margur spyr sig eflaust hví Íslendingur fagni regninu í stað þess að leggjast á bæn og biðja um sól og tuttugu.
Á því er einföld og rökrétt skýring. Rigningin er góð fyrir gróðurinn og mig. Í sól og tuttugu gæti ég freistast til þess að yfirgefa skrifstofuna og liggja frekar í grasinu lesa og búa til sögur úr skýjunum aftur á móti eru hverfandi líkur á að ég geri það í rigningu. Þar sem ég er hvort eð er á skrifstofunni get ég alveg eins reynt að vinna eitthvað svo hugsanlega gangi eitthvað á verkefnabunkan.
Megin ástæða gleðinni minnar er hinsvegar sú að ég er þess fullviss að rigning í Seattle þýðir snjór í fjöllunum !!!!!!
Það styttist í að ég komist á skíði, jeiiiiiiiiiiiiiiiii
Annars er bara ljómandi að frétta, jólagjafa innkaupin komin langt á veg enda vissara að vera tímanlega í því. Það verður ekki boðið uppá Þorláksmessu jólainnkaup þetta árið. Það stefnir í afskaplega notaleg jól þó svo ég verði langt að heiman, heimboðin hrannast upp, hangikjötið er á leiðinni, skatan er svo til komin í pottinn hjá doktor Gunnari og það snjóar í fjöllunum. Mér ætti ekki að leiðast þó svo ég komi örugglega til með að sakna Íslands.
Mér finnst rigningin góð lalalala ohoh mér finnst rigningin góð lalalala
posted by Big Bird a.k.a. BB 8:38 f.h.
|
 |