|
|
miðvikudagur, desember 01, 2004
Soffía frænka spyr hvernig var svo Þakkargjörðarpartýið! Oft þegar stórt er spurt er lítið um svör en svo er ekki í þetta sinn. Það sannaðist enn og aftur að Víkingum eru allir vegir færir. Allir lögðu hönd á plóginn (eða kannski árarnar, ef myndlíkingin á að halda sér) og voilá....fram var borinn dýrindis kalkúnn, með fyllingu, tveimur tegundum af kartöflumúsum, hrísgjónagræi, sykurbaunum, trönuberjasultu og sósu. Í eftirrétt var svo borinn fram súkkulaðimúfflei með jarðaberjum og vanilluís. Að veisluborðinu sátu 17 Íslendingar og 2 Kanar en heyra mátti á máli Kananna að langt var síðan þau hefur fengið jafn góðan Þakkargjörðarmat. Humm.....kannski það hafi verið vegna þess að síðust 3 ÞG hafa þau verið í útilegu, nja nei nei það getur ekki verið skýringin. Íslendingar kunna greinilega vel til verka er útbúa skal Þakkargjörðarmáltíð og legg ég hér með til að hátíðin verði nefnd upp á nýtt og muni eftirleiðis kallast: Thorsgiving en ekki Thanksgiving :Þ
Sesame stræti var vel nýtt alla helgina þar sem við fengum 4 næturgesti af austurströndinni og miðríkjunum. BB gekk vasklega fram í að leiðsegja þeim sem vildu um miðbæ og undirheima Seattle en ég Kúkkí var meira í því að sýna Strúnu japanska garða og Indjánabúðir. Ekki gat ég svo heyrt annað á sunnudaginn eftir 3ju ferðina á flugvöllinn að allir væru glaðir og ánægðir með komuna og veruna. Við Strætisbúar viljum nota tækifærið hér og þakka gestunum fyrir komuna og vonum að fleiri feti í þeirra fótspor.
þar til næst, hlúðu að því sem þér þykir vænt um!
posted by Big Bird a.k.a. BB 5:11 e.h.
|
 |