{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{föstudagur, nóvember 19, 2004}

 
Díses hvað mér leiðist að læra í dag. Ég er búin að sitja hér við tölvuna í allan morgun og reyna að töfra fram greiningaráætlun fyrir tölfræði kúrsinn. Tja og ég verð að segja að það er lítið komið á blaðið. (Innskot: díses hvað Valgerður Sverrisdóttir er vitlaus....er sko að hlusta á fréttirnar á netinu.) Svo ég bara skrifa eitthvað hér í staðinn, mér og öðrum til skemmtunar.

Vikan hefur verið afar fjölbreytt og með alþjóðlegur ívafi. Á mánudaginn fór ég í mína fyrstu kynningu í heimahúsi hér í Bandaríkjunum. En í þetta sinn var það ekkert Enjo, Tupperware eða hvað þetta allt heitir. Nei nei það var hreinlega verið að kynna kerti. Jamm kerti heita víst partylite og er afar vinsælt að hafa heimakynninar þar sem þau leika aðalhlutverkið. Mér skildist á mánudagskvöldið að þessi kerti væru hreinlega vanabindandi og eftir að hafa brennt eitt slíkt þá er "no turning back" :Þ Svo komst ég líka að því að alla mína ævi hef ég verð að brenna kerti vitlaust. Já það er víst ekki bara nóg að bera eld að kveiknum......nei nei þetta er miklu flóknara en það. Íslendingar hafa greinilega ekki verið nógu dannaðir að læra reglunar sem gilda um brennslu kerta þegar við skiptum úr lýsislömpum í tólgarkertin. Hummm.....eða ég er e-ð að ruglast í þjótháttarfræðunum?

Nú svo á miðvikudaginn fór ég í fyrsta sinn á Eþópískan veitingastað. Við fengum alls kyns fars sem borið var fram á risa disk. Ok ég þarf að úskýra þetta betur. Lokið augunum (nei lesið fyrst lýsinguna og lokið svo augunum) og sjáið fyrir ykkur risa stórt kringlótt fat. Á því er risastór pönnukaka og ofan á henni "dellur af farsi" í ýmsum litum svo varla sést í pönnukökuna. Með þessu eru svo bornar fram auka pönnukökur sem á að rífa í bita og nota til að grípa smá af farsinu. Pönnukökuafrifa með farsi er svo sett í munninn. Já þetta var í fyrsta sinn frá því að ég var pínu lítil (minni mundu sumir segja) sem að ég borða með fingrunum en samferðamenn mínir sem voru frá Pakistan og Úganda voru afar vön þessum tilburðum. Djókið var: "she´s always used silverware to eat" og þau horfðu bæði á mig eins og ég væri hreinlega stórskrítin. Greinilegt að sinn er siður í hverju landi. Mér tókst nú samt að borða með þessum aðferðum en tók eftir því að ég notaði töluvert fleiri servéttur til að þurrka puttana en samferðamenn mínir.....hihihi alltaf sama pjattrófan.

En rúsínan í pylsuendanum er: R.E.M. tónleikar í kvöld í óperunni......ne ne ne ne ne ne ne.

þar til næst, allir í gallann!

posted by Big Bird a.k.a. BB 1:14 e.h.



{fimmtudagur, nóvember 18, 2004}

 
Það hlaut að koma að því að ég jafnaði mig á svekkelsinu þegar ég týndi færslunni minni. Þar sem engin sá færsluna get ég að sjálfsögðu fullyrt að það hafi verið nóbles verðlauna frásögn af lífinu í Sesamestræti. En eins og Kúkkí minnist á verða slík meistara verk ekki endurtekin.
Mér skilst að það sé allt á kafi í snjó heima ? Hér er líka komin vetur, laufblöðunum farið að fækka á trjánum og svarta þoka og hráslagalegt á morgnanna. Þó engin snjór. Snjóleysið og græna grasið slær töluvert á jólaskapið en enga að síður eru við farnar að undirbúa jólin. Við þurfum jú að kaupa jólagjafir tímalega og svo þarf líka fljótlega að fara að útbúa aðventukrans. Ég held að það sé ekki til siðs hér að vera með aðventukrans og því gæti það tekið nokkra daga að grafa upp efni í hann.
Annars sagði Armin mér að heima hjá honum hefði alltaf verið aðventukrans en með þremur kertum ekki fjórum, eitt fyrir hvern konung. Ég gat því miður ekki útskýrt afhverju við hefðum fjögur, datt helst í hug að Kaupfélagið hefði selt fjögur kerti í pakka.....en ætli skýringin sé ekki ögn dýpri en það.

Ég er alltaf að láta mig dreyma og þetta er það sem ég er að skoða núna. Þar sem ég kemst ekki heim um jólin langar mig að fara á skíði í nokkra daga. Þetta er eitt flottasta skíðasvæðið í norðum ameríku og auglýsi ég hér með eftir félagskap í þetta ævintýri. Ég var helst að hugsa um að fara fyrir jól, áður en skíðavertíðin byrjar og verðið verður óviðráðanlegt. Gistining þarna uppfrá er náttúrulega fáranlega dýr en ef við stöflum er eflaust hægt að ná því eitthvað niður. Ég ætla nú samt að ráðfæra mig við Whistler-fræðinga mína og sjá hvort þeir lumi ekki á einhverjum trikkum.

Jæja ætli ég verði ekki að geyma dagdraumana í bili og fara að vinna, það kostar ekkert að láta sér dreyma !!!

posted by Big Bird a.k.a. BB 9:05 f.h.



{mánudagur, nóvember 15, 2004}

 
Ég hef verið að fylgjast með teljaranum á síðunni okkar um helgina og í dag mánudag hefur hann hreinlega rokið áfram. Vil ég hér með koma á framfærið kærri kveðju til allra og þakka fyrir innlitið. Hins vegar er vert að upplýsa fólk um að ekki er allt sem sýnist með þögnina hér á Strætinu. BB skrifaði ægilega langa færslu í gærkveldi en eins og oft vill verða tók tölvan völdin og týndi helv...færslunni. Það vita allir að ekki er hægt að skrifa meistarastykki nema einu sinni svo við verðum að grípa til þess ráðs að skrifa örfærslu, gjörið svo vel:
- fyrirlestur á föstudagskvöldi
- SS pylsu partý
- keyrt framhjá FBI við störf a la Law and Order
- fyrirframgreitt útkall til Dr. Gunnars
- lærdómur

þar til næst, ekkert væl!

posted by Big Bird a.k.a. BB 1:59 e.h.


spacer