|
|
föstudagur, október 01, 2004
Sko, ég bara varð að láta ykkur vita að St. Helen byrjaði að gjósa bara rétt í þessu skv fréttum á King5. Já hún er hér í Washington fylki en nokkuð langt frá okkur hér í Seattle svo við erum óhult í bili. Hér er frétt um þetta af mbl.is og svo
St.Helen í beinni.
Update: Já eins og oft er æsifréttamennskan mjög gjarnan á undan sjálfum atburðunum. Þannig sýnist fréttamönnum nú að St.Helen hafi verið að losa sig við gufu og smá ösku en ekki byrja gos eins og haldið var í fyrstu. But stay tuned ;Þ
posted by Big Bird a.k.a. BB 1:26 e.h.
Úfff svona hófst dagurinn minn
rétt rúmlega sjö: knock knock knock,
inseinnós: fyrirgefðu BB ég vil nú ekki vera að vekja þig en ég held að kötturinn sé eitthvað veikur.
BB: Þetta er allt í góðu ég er vakandi en hvað segir þú er kötturinn ekki sprækur
inseinós: Nei hann liggur bara á stólnum og sefur
BB: Tja, hann hefur nú verið þekktur fyrir flest annað en morgun ferskleika.
inseinós: Ennnnnn, hann vill ekki einu sinni borða
Þá var mér ljóst að þetta þoldi enga bið, kötturinn hlýtur að vera alvarlega veikur fyrst hann vill ekki borða. Ég stökk framúr rúminu á sama hraða og þegar ég var fimm ára og átti von á Stekkjastaur. Og þarna lá elsku besti Svarti Kisi hreyfingarlaus á stól í eldhúsinu. Eftir að hafa fullvissað mig um að hann væri á lífi og gert forgangsmat rauk ég í símann. Honum leið greinilega illa en myndi sjálfsagt lifa þar til Kúkkí væri búin í sturtu. Meðan Kúkkí nýtti masters gráðuna sína í ummönnun sjúklingsins hringdi ég á milli dýraspítala. Já kisan mín er veik og þið verið að lækna hana núna strax.
Flest er þegar þrennt, þriðji dýraspítalinn í innan við þriggja mílna radíus var tilbúin að taka við sjúklingum.
Ég lærði nú á skyndihjálparnámskeiðinu hérna um árið að þótt svo ég hafði próf til þess að hjartahnoða og fleira hef ég engin réttindi til sjúkraflutninga. En eftir að hafa rætt við sjúklinginn var ég full viss um að hann myndi ekki lögsækja mig þó svo ég notaði Morfíus sem sjúkrabíl. Við Kúkkí brunnuð því með sírenurnar á upp á spítala, afsöluðum okkur forræðinu yfir kettinum og vonum að doksarnir hugsi vel um hann.
Ég held hann sé nú ekki lífshættulega meiddur en honum er voða illt í fætinum en einhvernvegin komst hann samt heim sem betur fer.
Við Kúkkí komust nú þrátt fyrir þessar hrakfarir í skólan en sem betur fer er Kúkkí komin með farsíma svo ef eitthvað er geta doksarnir ná á hana.
Nú er bara að vinna á fimmföldum hraða til þess geta hætt snemma, kaupa malt og kók fyrir sjúklingin og taka kannski video, ætli blockbuster eigi ekki Hefðarkettina ?
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:34 f.h.
|
 |