{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{laugardagur, ágúst 14, 2004}

 
Í gær var svo sannarlega föstudagurinn þrettándi. Dagurinn hófst með örlítilli óheppni á labbinu ekkert alvarlegt samt. Þegar ég var búin að skrifa löggu söguna mína hélt ég aftur inn á labb að freista gæfunnar.
Þar sem þetta var föstudagurinn þrettándi hefði ég mátt vita að gæfan var í sumarfríi. Það stóð nokk á endum að þegar ég var búin að laga einn hlut þá klikkaði sé næsti. Ég og Laura sátum því í sínhvoru horninu á labbinu allan daginn án þess að segja orð. Ég starði á bláan tölvu skjáinn með skrúfjárn í hendinni í þeirri vona að gripurinn myndi rákna við sér og Laura beið þess full eftirvæntingar að þrýstingurinn á lofttæmis kerfinu hennar lækkaði.
Allar okkar vonir brugðust og einu orðin sem fellu þennan auma dag eru engan vegin prenthæf, damm it.
Og ég sem hélt að ég gæti strokað örlögunum og átt verulega góðan föstudaginn þrettánda á labbinu. Þegar við yfirgáfum labbið höfðu við aðeins færst fjær markmiðum okkar þrátt fyrir langan og strangan dag.
Ef ég verð einhverntíman forseti bandríkjanna ( sem ég tel reyndar ekkert sérstaklega líklegt) ætla ég að mælast til þess að föstudagurinn þrettándi verði almennur frídagur.
Ég vona að gæfan hafi eytt sumarfríinu hjá einhverrju ykkar ;-)

posted by Big Bird a.k.a. BB 12:43 e.h.



{föstudagur, ágúst 13, 2004}

 
Nú held ég að ég hafi loksins fengið að upplifa ameríku í allri sinni dýrð.
Í gærkvöldi var mér boðið í grillveislu hjá kunningja konu minni í suður Seattle. Það fer sú saga af suður Seattle að þar búi ekki beinlínis rjómi samfélagsins en ég var nú ekki alveg tilbúin að gleypa sögusagnirnar alveg hráar allavega ekki að ókönnuðu máli.
Ég brunnaði því suður fyrir miðbæinn og Martin Luther King way, það var strax greinilegt að þetta var ekki microsoft hverfið en það þarf ekki endilega að gera það að slæmu hverfi. Fólkið á götunni virtist vera ósköp venjulegt fólk svo þetta hefði allt eins getað verið hvaða hverfi sem var í Seattle nema vera skyldi öllu drekkri hörundslitur. Tja ætli að sé ekki þess vegna sem sögurnar segja að þetta sé ekki besta hverfið í bænum.........samfélagið er jú ekki alveg laust við kynþáttafordóma hugsaði ég með mér.
Kunningakona mín hafði ný verið keypt sér lítið snotturt einbýlishús þarna ekki langt frá glænýjum verslunarkjarna. Gatan hennar var snyrtileg en að sjálfsögðu með svörtum sauðum innan um. Er ekki alltaf eitt hrörlegt eða illa viðhaldið hús í hverri götu ? þarna hafa kannski verið örlítið fleiri.

Grillveislan var haldin út í garði enda molla innan dyra. Þaðan sem ég sat hafði ég gott útsýni yfir bakgarð nágrannans. Rétt fyrir myrkur sá ég mann á vappi í bakgarðinum sem virtist vera að leita að einhverju. Ég kippti mér ekki mikið upp við það en fannst samt skrítið að hann væri einn út að leita og svo virtist hann ekkert vera of kunnugur. Ég fór þá að fylgjast ögn betur með honum og sá þá að hann var með lögreglu skjöld um hálsinn.
Tja svo nágranninn er þá lögga hugsaði ég með mér í sakleysi mínu.
Ég hafði rétt lokið við að draga þá ályktun þegar hann kom upp að grindverkinu, sýndi mér skjöldinn og spurðu mig hvort ég hefði séð einhvern hlaupa bakvið húsið. Þegar ég kvað það ekki vera hljóp hann fram að húshorninu og skimaðu laumulega fyrir hornið með báðar hendur á byssunni rétt eins og í bíó.
Þessar löggusenur eru löngu hættar að hræða mig í bíó en ég verð að viðurkenna að svona ''feis tú feis'' löggusenur eru öllu óþæginlegri. Kannski var þetta ekki besta hverfið í bænum eftir allt saman. Allavega passaði ég mig á að læsa öllum bílhurðum þegar ég keyrði í burtu rétt uppúr níu að kvöldi.

posted by Big Bird a.k.a. BB 9:13 f.h.



{fimmtudagur, ágúst 12, 2004}

 
Alltaf læri ég eitthvað nýtt.
Í morgun stoppaði ég í litlum kaffiskúr á bílastæðinu hjá bensínstöðinni á horninu. Flestur hefði haldið að það kynni varla góðri lukku að stýra að kaupa kaffi í skúr en mín reynsla er allt önnur, þetta er eitt það besta kaffi sem ég hef fengið. Það er því ansi freistandi að grípa eins og einn bolla af tvöföldum amerikanó á morgnanna á leiðinni út á stoppustöð.
Þessi tilhögun hefur þó ýmis vandamál í för með sér. Fyrst ber að nefna þá fötlun mína að ég get engan vegin drukkið og gengið bæði í einu og ég verð annað hvort að stoppa til þess að fá mér sopa eða láta mig hafa það að ganga með sjóð heitt kaffið í höndinni út á stoppustöð og vona að ég sulli ekki úr fullum bollanum fyrir hendarnar á mér.
Björninn er ekki unnin þó svo ég komist út á stoppustöð án þess að brenna mig verulega. Almennings samgöngur hér hafa ekki verið þekktar fyrir að vera á réttum tíma og mín reynsla er sú að oftast er vagninn stopp á stórum gatnamótum hinu megin við stoppustöðina þegar ég kem að þeim. Hefst þá lokaspretturinn til þess að ná vagninum, hvort ég nái vagninum eða ekki er algerlega háð því í hvaða röð grænu gönguljósin kvikna og þar sem ég þarf að komast á hornið hinu megin er þetta háð tveimur ljósum. Það gengur þó furðu oft upp.
Á þessum lokaspretti vill þó henda að heitt kaffið skvettist á hendurnar á mér og helst yfir eitthvað af fötunum mínum líka.
Strætisvagnar Seattle borgar eru ekki beinlínis stöðugust ökutæki borgarinnar auk þess sem þeir eru eðlilega sífellt að stoppa og taka af stað. Fyrstu sopanir af sjóðheitu kaffinu geta því verið ansi hreint varasamir. Koffein löngunin er orðin mikli þegar hér er komið við sögu enda lyktin ómótstæðileg auk þess sem varmin frá morgun kaffinu er orðin óþæginlega miklinn í lófanum. Það veldur því að ég er oft tilbúin að taka óþarfa áhættu þar sem ég rembist við að innbirða veigarnar með stundum óskemmtilegum afleiðingum.
Í dag var ný stúlka að afgreiða í skúrnum á horninu, þegar hún var búin að útbúa drykkinn minn setti hún á glasið lok en þessi lok hafa tilhneigingu til þess að leka svo ekki leysti það vandamálið en auk þess sett hún rör.....
Rör, að drekka kaffi með röri er nánast óhugsandi fyrir mig, það jaðrar við helgispjöll að láta það hvarfla að sér. Ég kunni nú samt ekki við að rífa rörið úr og henda því fyrir framan hana svo ég tók bara glasið mitt brosandi og þakkaði fyrir. Þrátt fyrir fötlun mína virðist ég einhverra hluta vegna getað samtímis drukkið með röri og gengið, með ylmandi kaffið og sjóðheitt glasið ákvað ég að taka áhættuna og bragða á kaffinu þó það þýddi að ég drykki það með röri.
Ummmm, kaffið var ótrúlega ljúffengt sérstaklega svona í morgunsárið. Án þess að fara út í frekari smáatrið þá kláraði ég kaffið mitt í dag án þess að brenna mig eða óhreinka fötin mín og tel ég það allt vera rörinu góða að þakka.

já svona falla vígin hvert á eftir öðru og áður en ég veit af verð ég sjálfsagt komin með derhúfu og farin að tala íslensku með ammmerískum hreim.


posted by Big Bird a.k.a. BB 10:54 f.h.



{mánudagur, ágúst 09, 2004}

 
Það stefndi allt í frekar dapra helgi eftir ósköp föstudagins.
Ég ákvað samt að lyfta mér ögn upp og fór í stór steik hjá Snæbirni. Snæbjörn er króksari sem hafði vit á því að ná sér í góða vinnu eftir masterinn og lifir því kónga lífi í miðbænum. Það er engin hætta á að hrotur í rónum haldi fyrir honum vöku þar sem hann býr. Ég hélt að ég hefði farið húsavilt þegar ég kom inn og maðurinn í lobbinu spurði hvern ég væri að hitta svo hann gæti hringt upp og spurt Snæbjörn hvort hann kærði sig um gesti. Ég hélt að það væri bara á 5 stjörnu hótelum svo maður fengi alíka þjónustu.
Árni og Sigga systir Árna voru líka í þessari stór veislu. Auk þess að bera fram hvern veisluréttinn á fætur öðrum kynnti Snæbjörn okkur fyrir spilinu Reel Clues sem er alger snilld. Þetta er einskonar sambland af ''trivjal pörsjút, piksjónarí og agsjónarí'' en allt sýnst það um kvikmyndir og kvikmynda stjörnur. Þess má geta að ég og Sigga unnum ''með yfirburðurum'' sem segir mikið um færni Siggu í leiknum því ég hef ekki verið þekkt fyrir það hingað til að vera vel að mér í leikurum og kvikmyndum.

Laugadeginum eyddi ég mest megnis á labbinu að púsla saman nýrri tölvu úr gömlum varahlutum héðan og þaðan og skreið ekki heim fyrr en að verða tíu, þá bara til þess að sofna yfir sjónvarpinu.
Sunnudagurinn var all nokkru fjölbreyttari. Þau undur og stórmerki áttu sér stað að ég ''stökk'' fram úr rúminu á sunnudegi fyrir klukkan sjö. Þetta hefur ekki gerst síðan skíðasvæðin lokuðu. Stefnt var að því að ganga á Granite mountain og byrja snemma til þess að losna við síðdegis molluna. Þótt við vorum töluvert seinna á ferðinni en við ætluðum okkur komust við á toppinn um hádegi. Þetta var þrælskemmtileg ganga gengum skóg fyrst og síðar með geggjuðu útsýni yfir allt. Því miður tókst okkur ekki að koma auga á skógarbjörninn sem var víst á vappi um svæðið þó flestir sem hafa einhvern tíman mætt slíkri skepnu væru sjálfsagt guðs lifandi fegnir að sjá hann ekki.
Ég verð að játa að þó ég hafi komist á toppinn og fylgt Armin og ''the insane Dan'' eftir allan tíman þá hefði gangan ekki mátt vera lengri. Þetta var snarbratt alla leiðina og þakka ég (og þó sér í lagi fæturnar á mér ) mínu sæla fyrir að vera í kjallara í dag.........
Ég set inn myndir afrekunum við fyrsta tækifæri.

back to reality.......tölvan er víst hvorki tengd né fullkomnlega skrúðuð saman ennþá og það gerist víst ekki af sjálfum sér.

posted by Big Bird a.k.a. BB 10:45 f.h.


spacer