{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{föstudagur, ágúst 06, 2004}

 
Loksins loksins loksins hafa veðurguðirnir verið mér hlið hollir. Í dag er grenjandi rigning, algert úrhelli. Oftast þætti mér það miður en núna gleðst ég ógurlega. Það er bara hið besta mál að það rigni vel á föstudegi þegar spáin fyrir helgina er steikjandi hiti. Veðurguðirnir hafa því ákveðið að undirbúa garðinn fyrir sólana um helgina og notað til þess virkan dag þegar ég hvort eð er sit inni. Þetta kalla ég þjónustu.
Ég tók meira að segja með mér hádegismat svo ég þarf ekki einu sinni að fara út til þess að fá mér að borða.
Er það ekki yndislegt þegar hlutirnir ganga svona vel upp ?
Það er reyndar eins fallegt að spáin fyrir helgina standist annars neyðist ég víst til þess að draga þessa kæti mína alla tilbaka.

Ritað tveimur tímum síðar:
Sumt er hreinlega of gott til þess að vera satt. Eftir níu mánuða nánast stanslaust uppvask hélt ég að kerfið mitt væri hugsanlega, mögulega nógu hreint til þess að fá einhverjar nytsamlegar niðurstöður.
Það var sem sagt allt tilbúið og ég þurfti bara að setjast niður og byrja að dæla út nóbelsverðlauna niðurstöðunum mínum, EN

Það er alltaf þetta blessaða en, tölvan sem stjórnar öllu draslinu er farin í frí og ég er ansi hrædd um að hún hafi ekki hugsað sér að koma aftur til starfa.
''VATT HEF Æ DONN TÚ DÍSER ÞISS ? ''

ljósi punkturinn er þó sá að það er engin hætta á að ég verði verkefnalaus næstu daga og ég gæti hugsanlega fengið vinnu sem vanur uppvaskari þegar/ef ég útskrifast.

posted by Big Bird a.k.a. BB 11:46 f.h.



{þriðjudagur, ágúst 03, 2004}

 
Ég vona að öllum heilsist vel eftir helgina.
Ég sá ansi nýstárlegt vegabréf í gær. Ég var að keyra um Seattle og kom þá auga á glæsilegan, ný bónaðan svartan ''katilakk''. Eigandinn var augljóslega að fara í langt ferðalag því hann var að bisa (vá hvað þetta lítur út fyrir að vera vitlaust stafsett) við að koma miklum farangri fyrir í skotinu. Einhver hefði ætlað að ökumaður á slíkum bíl væri vel til hafður viðskipafrömuður en það var ekki reyndin að þessu sinni. Hvítur, snjáður stuttermabolur og marg þvegnar, lang röndóttar lyftingabuxur eða hvað þær eru nú kallaðar þessar þunnu jogging buxur með gulrótasniðinu.
Það eru greinilega alveg dottið upp fyrir að vera snyrtilegur til fara á ferðalögum en flestu má nú ofgera. Ég get allaveg ekki fundið neina skynsamlega skýringu á þessu aðra en þá að maðurinn hafi gleymt eða týnt vegabréfinu sínu og ákveðið í staðinn að klæða sig svona upp.........því það er nú nokkuð ljóst að engin nema bandaríkjamaður myndi láta sjá sig svona til fara, ekki einu sinni innan veggja heimilisins.
''velkom tú a meríka''


posted by Big Bird a.k.a. BB 7:38 f.h.



{sunnudagur, ágúst 01, 2004}

 
Það hefur ýmislegt verið braksað um helgina hér á kyrrahafströndinni. Föstudagurinn var fyrsti dagurinn í skólanum eftir alllanga fjarveru og því skiljanlega að ýmsu að ditta en úthaldið var lítið eftir pestina svo ég skrópaði í partý hjá Hermansson familý og sofnaði snemma.
Allt aðra sögu er að segja af laugardeginum, ég spratt fram úr rúminum rétt fyrir átta og var komin á hjólið á leiðinni áleiðis út í skóla vel fyrir hádegi. Eftir að hafa klárað það allra nauðsynlegasta renndi ég mér heim.
Ég var rétt búin að ná andanum þegar Armin birtist og við ásamt nýja leigjandanum töltum í miðdegismollunni út að skipa/laxa stiganum að skoða snekjur og sockeye lax.

Á leiðinni til baka stopuðum við í fiskbúð og keyptum lax á grillið og hvítvín til þess að sötra með. Eftir góða máltíð og kjaftagang í garðinum stukkum við á hjólinn og heldum út í Fremount í útibíó. Þar sá ég mocumetary í fyrsta sinn, Waiting for Guffman héld ég að hún heiti og er góð skemmtun. Þetta er mynd í heimildamyndastíl en samt alls engin heimildamynd heldur grínmynd með skemmtilegum og eftirminnilegum persónum.
Á undan myndinni voru afhent verðlaun í ''flipbook'' samkeppni og ég verð að segja að þessar bækur voru hreint ótrúlegar. Flipbook er teiknimyndabók sem maður flippar í gengum svo úr verður einskonar hreyfimynd, það var hreint ótrúlegt hvað sumar voru skemmtilegar, hvernig stutt saga var sögð og oft á tíðum með mjög einföldum myndum.

Sunnudagurinn var öllu róglegri. Ég var náttúrulega ríg montin að hafa enga strengi eftir hjólreiðarnar daginn áður og ákvað því að hvíla hjólið í einn dag að minnsta kosti og koma þannig í veg fyrir að ég findi fyrir áður óuppgvötuðum stengjum.
Í stað þess að þeystast fram og tilbaka á hjólunum hófum við daginn á matar miklum morgunmat og horfðum á aðra mocumetary eftir sama leikstjóra. Uppúr hádegi töltum við um Woodland park, hlustuðum á útitónleika og horfðum á kanínurnar....það gerist ekki mikið róglegra. Svo er bara stefnt að því að fara snemma að sofa og vakna úthvíld í skólan á morgun.



posted by Big Bird a.k.a. BB 8:48 e.h.


spacer