|
|
mánudagur, júlí 12, 2004
Lánið leikur við mig í dag. Það er glampandi sólskin úti og ég sit í svölum kjallanum og rembist við að vinna. Þetta hefur reyndar verið einn af þessum dögum þegar ég klára fullt af litlum hlutum en ræðst ekki beint á stóru verkefnin. Svo er klukkan allt í einu orðin fimm, ég ætlaði nú samt að vera dugleg og vinna að útreikningunum mínum. En að sjálfsögðu fóru tölvunar skyndilega í sumarfrí. Oftast hefði ég orðið frekar svekkt að geta ekki klárað það sem ég var komin svona vel á veg með en í dag ætla ég bara að nýta mér þessa frábæru afsökun til þess að hlaupa snemma út í sólskinið.
posted by Big Bird a.k.a. BB 4:57 e.h.
|
 |