|
|
laugardagur, júlí 03, 2004
Er þetta ekki dæmigert ? Það var glampandi sólskin alla vikuna en núna er allt í einu komin rigning. Það gat náttúrulega ekki annað verið, helgi og þjóðhátíðardagur kanans á morgun.
Þetta henta mér reyndar mjög vel, nú þarf ekkert að hafa áhyggjur af því að ég sé að eyða blíðviðris deginum inni að skúra eða fara í búðir, svo slepp ég líka við að vökva garðinn í kvöld. Ybbííííí
Ég fór á tónleika með Múm í gær á Showbox, fór meira að segja baksviðs og alles á eftir. Baksviðið á Showbox kom lítið á óvart, minnti einna helst á nemendafélagsskrifstofuna í MS að undanskildum kælinum sem var fullur af bjór og fleiri kræsingum. Glansinn fór þó alveg af því þegar einn starfsmannanna gekk á milli tíu mínútur í tvö og bað fólk að klára úr flöskunum.
Á slaginu tvö tæmdi hann svo ísskápinn og tók drykkina af hljómsveitinni og gestum hennar. Þetta eru víst lögin í þessu fylki.........ég myndi ekki vilja vinna við að taka hálffulla og fulla bjóra af fólki á Íslandi, sá starfsmaður yrði að vera ansi vel slysatryggður. Ég hef hinsvegar aldrei séð nein vandamál þessu tengt hér.
Svona er drykkju minstrið mismunandi.
posted by Big Bird a.k.a. BB 1:11 e.h.
fimmtudagur, júlí 01, 2004
Jæja þá er BB einn í kotinu að undan skildum Svarta Kisa. Kúkkí er farin til Washington D.C. að heilsa upp á Bush og Lincon og svo er ferð hennar heitið heim til Íslands.
Þeir eru aldeilis mismunandi þessir dagar, á þriðjudaginn gekk allt upp, meira að segja tilraunirnar virkuðu. Tölvan mín raunar ögn gröppý en eftir nokkra klukkutíma af bláum skjá og BIOS error(á íslensku, ALLS ekki gott mál) hressist hún við, nú virka meira að segja USB tengin en það hafa þau ekki gert áður. Svo nú get ég talað heim og ullað á liðið gengum vef-myndavélina.
Eftir 'breikþrú' dag á flestum sviðum á þriðjudaginn gat miðvikudagurinn ekki verið eins góður. Hann byrjaði vel, ég var svo vel vöknuð og spræk eftir að hafa keyrt Kúkkí á flugvöllinn að ég fór bara beint í skólann. Ég var því langt komin með daginn klukkan átta þegar næsti maður mætti á svæðið.
Kannski er ekki svo vitlaust að byrja daginn fyrir 5 á morgnanna, þá nýtist dagurinn svo vel. Eini gallinn er samt sá að ég var gersamlega búin á því um þrjú leitið. Tilraunir mínar til þess að hressa mig við mistókust hrapalega.
Í síðdegis hitamollu tölti ég áleiðis að kaffi sölunni í von um smá koffein kikk. Að sjálfsögðu hitt ég kunningja minn á leiðinni sem kjaftaði mig gersamlega í kaf og svo lengi að kaffisalan lokaði á meðan. Ég var því lítið sprækari þegar ég kom aftur á labbið.
Eftir að hafa ýtrekað sofnað á lyklaborðið og misst allt í gólfið á labbinu ákvað ég að tími væri komi fyrir mig að fara heim.
Í örvæntingum minni stoppaði ég á Star Bucks á leiðinni og pantaðu mér þrefaldan, litinn vanillu latté.
Eitthvað fannast mér lítið vanillu bragð af drykknum en nennti ekkert að vera að æsa mig yfir því. Þeir sem hafa drukkið Star Buck latté vita að oft eru fyrstu sopanir nánast eingöngu mjólkurfroða svo ég var ekkert að kippa mér upp við það þó að kaffibragið væri lítið til að byrja með. Þó nokkrum sopum síðar komst ég þó að þeirri skelfilegu niðurstöðu að stúlkan hefði ekki bara gleymt að setja vanillu bragðið í heldur líka kaffið..........síðan hvenær virkar að drekka flóaða mjólk til þess að vakna betur.
Eins uppgefin ég var með flóuðu mjólkina mína í tæpalega 30 gráðu hita hafði ég mig ekki í að fara tilbaka að kvarta. Í staðin var ég sjálfkjörin formaður FBSB eða fokked bæ Star Bucks.
Eftir þessa reynslu hef ég ekki þorað út úr húsi, í Sesamestræti eru til margar vikna birgðir af kaffi og appelsínu safa og því öryggi er ég ekki tilbúin að fórna, allavega ekki í dag.
posted by Big Bird a.k.a. BB 12:11 e.h.
|
 |