{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{föstudagur, júní 04, 2004}

 
Föstudagur og framundan dýrindishelgi. Veðurguðirnir ætla að vera svo yndislegir að dempa á okkur rigningu alla helgina sem auðveldar okkur Kúkkí vonandi lesturinn. Kúkkí er að binda lokahnútinn á masterinn sinn, fljótlega verður það því Ms B.S. M.n. Kúkkí, ég ætla hinsvegar að eyða helginni í að strögla að diffurjöfnur. Ekki amaleg skemmtun það.
Sem betur fer erum við hægt og sígandi að gróa sára okkar eftir garðvinnuna og verðum því fljótlega til í næstu törn. Svo styttist verulega í ad foreldar Oscars og móðir Kúkkís og systur komi til Seattle !!!!!
Garðurinn og húsið verður vonandi ofsa flott þegar gestirnir koma í bæinn.



posted by Big Bird a.k.a. BB 2:55 e.h.



{miðvikudagur, júní 02, 2004}

 
Það er næstum vika síðan hér var skrifað síðast og ætla ég að bæta úr því. Gengur hreinlega ekki þessi skriftarleti hérna...við megum ekki bregðast diggum lesendum okkar á þeim síðustu og verstu. En ástæða þess að hér hefur ekki verið skrifað undanfarna 2 daga er alveg hreint drepfyndin.

Eins og þið eruð eflaust búin að átta ykkur á stefnir í útskriftaveislu hér í Sesame stræti innan nokkurra daga auk þess sem móðir mín og systur ætla að koma og vera hér í 3 vikur. Því skal húsið sett í stand og ákváðum við að byrja á garðinum. Garðurinn hefur víst ekki verið hirtur síðan í júlí í fyrra og var svo komið að við þurftum að fara í limbó undir trágreinar til að komast að útidyrahurðinni baka til. En fremri útidyrahurðin er sjálfbært lífríki sem ekki verður stuggað við, tja nema þegar einstaka hugaður pizzasendill hringir bjöllunni. Klifurplöntur þöktu veggi og önnur tré og myndaleg moskítórækt var í gosbrunninum sem ekki hefur verið í gangi síðan í fyrra. Við BB, fórum og keyptum garðyrkjuhanska....settum gettoblasterinn út á pallinn og reimuðum á okkur gönguskóna. Um kl 13.15 var hafist handa í sitt hvoru horninu og ákveðið að mætast á miðri. Að vinna eins og berserkur átti vel við og tókum við aðeins 30 mín kaffipásu um miðjan daginn.......annars var það bara: klippa klifurplöntur, rífa upp plöntur, stinga upp gras, sá grasi, rífa upp mosa og hreinsa tjörnina. Á tímabili í baráttu minni við klifurplöntuna stefndi í að ég myndi tapa. Ég get svarið að hún reyndi að góma mig með því að vaxa í kringum hendur mínar jafnóðum og ég klippti, já bara rétt eins og í hryllingsmyndunum. Ég gat hins vegar nýtt mér það að vera Trekkari og klippti á varp-hraða :þ
Garðvinna er greinilega ekki fyrir námsmenn þar sem að eftir 6 tíma í garðinum vorum við komnað með sinaskeiðabólgur, bakverk og hungurverki. Svo að í gær rétt komumst við fram úr rúmi vegna strengja og því miður hamlaði sinaskeiðabólgan frekari tölvuvinnu og skriftum í gær. Hvað gera námsmenn þá? jú bara vera heima og barma sér........ Frekari hreingerningar og tiltekt verða að bíða betri heilsu. Eins gott að einhver hrósi okkur fyrir vel hirtan garð.....annars!

Verið góð og glöð þar til næst.


posted by Big Bird a.k.a. BB 8:20 f.h.


spacer