|
|
fimmtudagur, maí 13, 2004
vóóóóóó (berist fram með svipuðum tilþrifum og skjaldbakan í Finding Nemo) þetta er ferlega fríki viðmót.
Þegar mér er hugsað til Júróvision kemur tvennt upp í hugan, Júróvision partýið sem við, borðtennisgengið héldum í "Mansester" á sínum tíma og spaugstofu júróvision lagið.
Mér finnst það bara eitt af eftir minnilegri lögum sem fóru ekki í þessa keppni. Fór það ekki líka stundum þannig að lögin sem komust ekki lifðu lengur en þau sem fóru.
Ég hef stundum reynt að telja þau upp og gengur það álíka vel og að muna öll fylkin í bandaríkjunum.
Ég vona að það sé búið að reikna út hvaða þjóðum við eigum að gefa stig til þess að tryggja velgengni okkar. Það væri agalegt ef við eina ferðina enn greiddum atkvæði til þjóða fyrir ofan okkur.
Ég skora á alla stærðfræði nörra heim á Íslandi að fara að vinna í þessu.
posted by Big Bird a.k.a. BB 12:57 e.h.
miðvikudagur, maí 12, 2004
Heyrðu það er hreinlega komið nýtt viðmót hér á Blogspot þegar ég logga mig inn til að skrifa þetta....svaka kúl mar.
En ég ætlaði nú ekki að skrifa bara um það. Málið er að eins og flestir heima í Íslandi vita er árlegur stórviðburður um helgina. Hvað er ég að tala um, nú auðvita Júróvision! Ég held svei mér þá að ég hafi ekki misst af einni einustu keppni frá því að ég var smá polli og þar til að ég flutti hingað til Seattle. Já ég man meira segja eftir einu skipti sem ég var lasin með uppköst og höfuðverk en lét það ekki stoppa mig í að horfa....bara rauk fram á bað í kynningum milli laga. Já hver man ekki eftir Júróvision viðburðum eins og Húbba húlle húlle húlle, Siggu í rauða kjólnum og Selmu okkar. Já svo að þið getið ímyndað ykkur hvað ég var niðurbrotin í fyrra er ég gat ekki séð Eurovision en ef ég man rétt þá fór ég bara á Cold Play tónleika í staðinn....svo að það var smá sárabót.
En sem sagt það sem ég vil deila með ykkur nú er að í ár er hreinlega búið að redda málunum fyrir mig. Já á mbl.is er hlekkur á heimasíðu Júrovision og þar er hreinlega hægt horfa á tónlistarmyndbönd allra laganna í keppninni í multimedia lounginum hjá þeim. Nú er ég búin að horfa á öll norðurlöndin og Írland og spurning hvort mér verður eitthvað meira úr verki í dag :Þ
posted by Big Bird a.k.a. BB 9:47 f.h.
|
 |