{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{miðvikudagur, maí 05, 2004}

 
Ég ætla að gera heiðarlega tilraun til að gera Coachella tónleikahátíðinni skil hér og vona að það verði ekki of langt mál hjá mér. Við BB lentum á LAX flugvelli um kl.23 á fimmtudagskvöldi og eftir að hafa villst aðeins um flugvallasvæðið á bílaleigubílnum okkar fundum við réttu hraðbrautina og af stað var brunað til Pasadena til að gista hjá heiðursfólkinu Völu og Óliver.
Á föstudagsmorgun fórum við svo af stað til L.A. þar sem við höfðum mælt okkur mót við strák sem vildi ólmur skipta við okkur á miðum á tjaldstæðin. Vinir hans voru með miða á svæði B en vildu vera á svæði A og við vorum einmitt með miða á svæði A en vildum vera á svæði B með hinum Íslendingunum. Með útprentað kort af yahoo.com tókst okkkur að finna staðinn strax og fóru fram skipti og við lögðum af stað á Venice beach til að eyða tímanum fram að brottför. Um kl 16 hringdum við svo í Ingvar sem var með Steina og Gunnsu til að tékka á hvar þau væru stödd og merkilegt nokk voru þau einmitt á Venice beach. Við reyndum eftir fremsta megni að hittast en eftir símasjálfsalamaraþon í klukkutíma gáfumst við upp á því að reyna að hittast, óskuðum hvorum bíl góðrar ferðar og af stað var haldið í föstudagsumferð L.A. borgar. Af leiðbeiningum að dæma (aftur af yahoo.com) átti ferðin að Coachella tónleikasvæðinu að taka 2.5 klukkustundir en þar var greinilega ekki gert ráð fyrir neinni umferð því að 5 tímum síðar komum við á áfangastað. Að keyra hraðbrautirnar sem liggja í gegnum L.A. á háannatíma er bara eins og að dóla á rúntinum á Laugaveginum..........en æðruleysi ferðamanna var alls ráðandi og voru það því spennar og glaðar stúlkur sem lögðu í stæði við tjaldsvæðið um kl 22. Þess ber að geta að við vorum fyrstar á staðinn.....score ;o) en hinir ferðalangarnir komu fast á hæla okkur. Íslendingarnir slógu upp tjaldborg og fljótlega var farið að sofa til að vera vel úthvíldur fyrir átök laugardagsins. Eitthvað varð samt lítið um svefn sökum hávaða, kulda og blóðleysis í axlir......en er það ekki bara partur af prógraminu á útihátíð?

Laugardagur
Sólin vakti okkur fyrir allar aldir og hitinn var að stíga....það stefndi allt í 40°C yrði náð fyrir hádegið. Svæðið opnaði kl 11 og við vorum náttúrulega mætt í röðina kl 11, vopnuð aðgöngumiðum, bakpokum með síðermabolum fyrir kvöldið og vatni til að drekka í röðinni. Um kl 12.30 vorum við komin inn og strax var hafist handa við að borða, drekka vatn og smyrja sólavarnarlagi númer 4 á liðið. Steini, Gunnsa og Ingvar voru búin að grandskoða dagskránna og búa til plan fyrir daginn. Svo að tónleikarnir sem við sáum voru í þessari röð: Stellastarr, Beck, Pixies og Radiohead. Allt voru þetta snilldar tónleikar og tel ég mig ekki færa um að tjá mig frekar um þetta og gef því boltann yfir til MTV. Hér má svo sjá lagalistann sem Radiohead bauð upp á. Það voru svo sannarlega yfir sig glaðir en þeyttir Íslendingar sem skriðu upp á tjaldstæði um kl 0.30 og í þetta sinn var sofið eins og ungabarn.

Sunnudagur
Það var enn heitara á sunnudagsmorguninn en samt tókst okkur að pakka niður þar sem leggja skyldi af stað strax eftir lokabandið til að ná flugi heim. Við vorum mætt aftur inn á tónleikasvæðið kl 13 en í þetta sinn var stefnan tekin á tjöldin sem voru á staðnum til að veita okkur skugga. Það var bara hreinlega ekki séns að við gætum rölt um svæðið í þessum hita...........þar móktum við fram til kl 15 er komið var að því að finna stað fyrir framan aðal sviðið til að hlusta á Muse. Svo fórum við að fá okkur að borða en vorum aftur mætt fyrir framan aðal sviðið kl 17.30, það var bæði gert til þess að secura góðan stað fyrir Cure tónleikana og til að hlusta á frábær bönd sem spiluðu fram að því. Uppröðunin var eftirfarandi: Belle & Sebastian, Air, Flaming Lips og síðast en ekki síst The Cure. Það verð ég að segja að ég hef haldið upp á Cure frá því að ég var 15 ára gömul og ef einhver hefði sagt mér í Dynheimum í gamla daga að ég ætti eftir að fara á tónleika með þeim hefði ég haldið að sá hinn sami væri hreinlega genginn af göflunum. Þetta var ein af þeim stundum sem verða ógleymanlegar fyrir mig.......gott ef ekki að barnabörnin eiga eftir að fá að heyra þessa sögu aftur og aftur og aftur.......hihihihihi.

Við lögðum svo af stað til L.A. kl 01 og í þetta sinn tók ferðin 2.5 tíma og ekki til frásögufærandi. Við sofnuðum nánast hvar sem við settumst niður á flugvellinu en komumst þó um borð og alla leið í Sesame stræti. BB fór bara strax í skólann í verklegt en ég skreið undir sæng og flaug inn í draumalandið.........sönglandi þennan texta: However far away, I will always love you, however long I stay, I will always love you, what ever words I say, I will always love you, I will always love you......

Læt þetta nægja í bili,
Góðar Stundir

posted by Big Bird a.k.a. BB 7:50 e.h.


spacer