{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{miðvikudagur, apríl 21, 2004}

 
Mér telst svo til að nú séu rétt rúmir 7 dagar að Kaliforníu ferðinni miklu. Ég hugsa að allflestir viti út á hvað þessi Kaliforníu ferð gengur og því vil ég síður vera að velta fólki uppúr því. En bara til öryggis nefni ég nokkur stikk-orð, sól, tjald, úti tónleikar heila helgi, Radiohead, Cure, Pixies.........gott-it ?
Jeyyyyy það verður vonandi ofsa gaman, þettir þýðir samt að næstu daga hef ég vart tíma til þess að sofa, heppilegt hvað ég bý að góðri æfingu í þeim efnum. Það er því fátt annað en skóli sem kemst að, undanfarna daga hefur allt verið að virka á labbinu......... hjá öllum nema mér. Þetta doktorsnám er því hægt og rólega að breytast í doktorsnám í þolinmæði í stað efnaverkfræði. Kannski ég sæki bara um auka gráðu í þolinmæði ?
Verkefna staða annara í Sesamestræti er áþekk minni svo kaffi neyslan hefur aukist gífurlega og Valentín Costco-fari sem hélt að við gætum aldrei klára kaffi sekkina tvo, ef hann bara vissi.....

Eitt að lokum áður en ég krúfi mig aftur niður í bækurnar, Scrubs er snild og ég skil ekkert í því að það skuli ekki vera vinsælla heima.

posted by Big Bird a.k.a. BB 6:51 e.h.



{sunnudagur, apríl 18, 2004}

 
Heldur betur er þessi helgi farin að styttast í annan endann og við að læra nema hvað? Ég verð bara að segja að það er alveg sama hvað ég strika út af "til að gera" listanum mínum.......hann virðist aldrei taka enda. Alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt skólatengt verkefni sem bíður lausnar og veit ég að sambýlingar mínir eiga við sama vandamál að stríða. Þrátt fyrir miklar annir höfum við nú samt brasað eitt og annað okkur til skemmtunar og yndisauka um helgina......já jafnvægi skal á öllu hafa :Þ og skal ég rekja viðburði helgarinnar í stuttu máli hér.

Á föstudaginn var mánaðarlegt heilsuleysi í Strætinu og lágu heimilismenn eins og hráviði í sófum hússins þegar kvölda tók með augun föst á sjónvarpsskjánum. Gothika var í spilaranum og ætla ég ekki að rekja söguþráð myndarinnar hér en langar samt til að segja ykkur frá tvennu sem við komumst að við að horfa á þessa mynd. Í fyrsta lagi, ástæða þess að draugar eru svona klárir að nota tölvur til að ná sambandi við okkur mennina er sú að þeir hafa endalaust mikinn frítíma til að æfa sig.....jamm enginn skólaverkefni að tefja þá. Og í annan stað, hversu andsetinn miðill verður af framliðnum er háð því hvernig tengingu miðillinn er með. Ef að hann er bara með innhringi-tengingu í andaheiminn gefur augaleið að framliðnir geta einungis komið smá skilaboðum í gegnum hann til okkar, t.d. eins og þeim skilaboðum sem fólk fær frá framliðnum ættingjum á miðilsfundi en ef að miðillinn er með háhraða kapaltenginu getur hinn framliðni hreinlega vippa sér í gegnum tenginuna og þar með andsetið miðilinn. Við tæp á geði? nei nei það getur ekki verið.

Á laugardaginn var svo komið að því að efna loforð BBs og fara með sextuga Úkraínu manninn sem vinnur með henni á tilraunastofunni í Costco. Tilgangur hans var að gera verðkönnun á matnum miðað við aðrar verslanir. Við sóttum karlinn heim á hlað og í för með honum var ofurfeiminn sonur hans um þrítugt. Ekki skal farið mörgum orðum um ökuferðina en þess ber að geta að BB lenti þarna í MEGA æðruleysis áskorun og stóðst hana með sóma........sannarlega hefði ég verið búin að keyra út í kant og bjóða bílstjórasætið ef að ég fengi svona nákvæmar ökuleiðbeiningar í steríó......en stelpan stóð þetta allt af sér eins og sönnum Víking ber.
Um kvöldið vorum við svo boðnar í mat til vinar okkar, ættuðum frá Þýskalandi. En sem víti öðrum til varnaðar skal hér tekið fram að íslensk og þýsk tímasetning fara engan vegin saman. Ef Þjóðverji segir að matur sé kl 20........þá þýðir það twentyhundredhours........upp á mínútu.......svo takið ráðum mínum og ekkert hangs ef þið finnið ykkur einhvern tíman í svipuðum sporum og við. Þar sem að hópurinn var þegar orðinn blanda af þjóðum var ekki úr vegi að bæta við og slóst Pakistanskur vinur okkar með í för á barinn. Já já við kíktum á barinn en aldrei þessu vant höguðum við okkur vel og fórum bara beinustu leið heim þegar barinn lokaði kl 02. Batnadi fólki er best að lifa.

Sunnudagurinn hófst kl 10 með ristaðri beyglu með dönskum osti og kaffi í bolla...........úff það var allt of snemmt að keyra heilann upp til lærdóms svo að Johnny Depp sá um að koma heilanum rólega til þar sem að við horfðum á Pirates of the Carrabian fram undir hádegið. En síðan þá hefur bara verði: hugs hugs hugs!!!!! Þessar leiðbeiningar hef ég frá Hrannari bróður mínum, en þetta sagði hann eitt sinn við föðursystur sína þegar honum ofbauð skilningsleysi hennar á gátu sem hann (þá 5 ára) lagði fyrir hana. Ergo: hugs hugs hugs til að leysa verkefni okkar.

Góðar stundir

posted by Big Bird a.k.a. BB 8:45 e.h.


spacer