|
|
föstudagur, apríl 09, 2004
Jæja þá eru páskarnir komnir en lítið verðum við nú vör við það hér í USA. Jú það stendur í skipulagsbókinni minni að í dag sé Good Friday en að örðu leyti er allt eins og aðra föstudaga. Allir íbúar stormuðu í vinnuna og byggingamennirnir sem eru að reisa hús hér í næstu götu hamra og hamra með tilheyrandi látum. Það er kannski ekki rétt að segja að allir hafi stormað í vinnuna í morgun þar sem ég sit hér heima við tölvuna og fer ekki í skólann en þökk sé kapaltengingu okkar að ég get unnið að heiman. Hummm.....svo að dagurinn minn mun fara í það að vinna úr niðurstöðum rannsóknar minnar og reyna að skálda eitthvað gáfulegt til að segja um þetta allt saman.
Á miðvikudagskvöldið komu svo Eva og Torfi aftur úr ferðalaginu til Kanada og Montana. Þau voru búin að þræða flest skíðasvæðin hér vestan alpafjalla og höfðu skemmtilegar sögur að segja. Það vildi nú samt svo óheppilega til að þau sólbrunnu á fyrsta degi og var það víst all svakalegur bruni sem Torfi mátti glíma við. Hann sagðist hafa verið í útliti eins og Klingon í Star Trek........og Trekkarar vita vel hvað það þýðir :Þ Þau skötuhjú voru samt orðin afar eðlileg að sjá á miðvikudagskvöldið og bíðum við spennt eftir að fá að sjá myndirnar af ósköpunum. Já þetta var allt skjalfest hjá þeim og brennt á disk. Fyrir ykkur sem lesið þetta bendi ég á að það er linkur hér vinstra meginn á heimasíðu þeirra og skora ég á ykkur að fylgjast með þar og skoða myndirnar þegar þær verða gerðar opinberar.
Eva og Torfi eru fyrirmyndargestir, þau heimta hreinlega að elda í kvöld fyrir okkur.......þokkalega græðum við þar mar......svo að það er í umræðunni hjá okkur Sesame strætis búum að krefjast þess af örðum gestum okkar að fetað verði í fótspor þeirra. Humm....kannski koma þá ekki margir í heimsókn hingað?
Góðar Stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:53 f.h.
sunnudagur, apríl 04, 2004
Enn og aftur er komin helgi sem hefur liðið allt of hratt þar sem að ég sit hér á sunnudagseftirmiðdegi og rita þetta. Já tíminn flýgur bara áfram og ekki hjálpar nú til þegar Kaninn tekur sig til og ákveður að stillt skuli á sumartíma. Þannig töpuðum við heilum klukkutíma í dag bara af því að einhverjum einhvern tíman fannst það heilla ráð að færa klukkuna til svo að nýta mætti betur dagsbirtuna. Humm.....einhvern tíman heyrði ég söguna um það af hverju þetta kom til en verð víst að játa það að ég er búin að steingleyma henni núna. Þessi tímafærsla olli okkur töluverðum erfiðleikum í gærkvöldi þegar verið var að reyna að reikna út hvenær formúla væri sýndi i beinni. Þar sem að hún var sýnd um miðja nótt var ákveðið að taka hana upp en klukkan hvað stilla ætti tækið á upptöku var ekki auðveldasti hlutur í heimi. Það þurfti hvorki meira né minna en einn efnaverkfræðin, einn efnafræðing og 3 verkfærðinga af ýmsum gerðum til að reikna út tímann. Já þegar menn leggja krafta sína saman er allt hægt og þeim tókst að reikna þetta rétt út. Svo að í morgun kl 10 eða í raun 11 þar sem við áttum að vera búin að færa klukkuna skriðum við á fætur og horfðum á M.Schumacher vinna enn eina ferðina.
Formúluáhorf í Sesame stræti hefur tekið á sig nýja mynd í ár þar sem að allir heimilismeðlimir eru þátttakendur í Liðstjóranum 2004. Hvert okkar hefur keypt sér 2 ökumenn, vél, bíl og dekk sem við teflum fram. Eftir hverja keppni reiknast okkur út gróði sem byggist á velgengni okkar liðs í þeirri keppni. Þannig að á milli keppna er hægt að nota gróðann til að kaupa og selja hægri vinstri með það markmið að vera með enn betra lið í næstu keppni og vinna þannig inn hærri upphæðir og fleiri stig. Já ég verð að viðurkenna að spilafíkillinn í mér er mjög virkur í þessari stöðu og þakka ég guði fyrir að þetta er bara leikur og engir raunverulegir peningar í húfi. Ef svo væri yrði ég líklega að leggjast inn á Vog í sumar til meðferðar á spilafíkn minni :o)
En nú skal haldið áfram að læra!!!! já það gerist stundum að við tökum til hendinni og kíkjum í skruddurnar.
Góðar stundir
posted by Big Bird a.k.a. BB 5:49 e.h.
|
 |