|
|
fimmtudagur, apríl 01, 2004
Í AA og Al-Anon fræðum segir að á hverjum degi ætti hver og einn að gera eitthvað gott fyrir aðra manneskju án þess að það komist upp um góðverkið. Og ef að uppkemst um góðverkið, telst það ekki með og skildi reynt aftur. Ég verð að segja að hingað til hef ég velt vöngum yfir því hvernig það er hægt. Öll góðverk sem ég hef gert hingað til hafa á einn eða annan hátt verið upplýst ef svo má að orði komast og oftast hef ég fengið þökk fyrir. En í kvöld fékk ég loksins mitt tækifæri.
Jamm.....ég ákvað að rölta út á Tully´s til að fá mér heitt Chai te áður en Bráðavaktin byrjaði en til þess þufti ég að koma við í hraðbankanum á Market stræti. Þar sem ég staðnæmdist fyrir framan hraðbankann heyrði ég kunnulegt hljóð......du du du du.....sem þýðir að kortið sem notað hefur verið til að taka út peninga hefur ekki verið tekið úr bankanum. Já sá sem var að nota bankann á undan mér hafði gleymt að taka kortið sitt með sér aftur en var samt á bak og burt er ég kom að. Nú ég tók kortið og rölti út á Tully´s til að kaupa mér teið og spyrja hvar næsta lögreglustöð væri. Stúlkan sem afgreiddi mig sagði að í Ballard bara væri engin lögreglustöð og benti mér á að best væri að setja kortið í öryggishólf bankans þar sem fólk venjulega setur peninga sem það vill leggja inn í bankann að kvöldi til. Ég tók því servettu og skrifaði á hana útskýringu á því hvar ég hefði fundið kortið og fór með það í hólfið.
Á leið minni heim velti ég vöngum yfir þessu og komst að því að loksins loksins hefði mér tekist að gera góðverk sem ekki væri hægt að rekja til mín.....vveeeeiiiiii........Það er undarlega skemmtileg og gleðileg tilfinning að rölta heim í stjörnuskininu og vita að einhver sem ég þekki ekki neitt á eftir að vera óumræðanlega glaður þegar starfsmaður bankans hringir á morgun og segir: someone dropped your card in the deposit slot, no sir nothing had been withdrawn from your accont.
Nú skora ég á þig að gera góðverk og ef það kemst upp um þig þá verður þú að reyna aftur!
Gangi þér vel
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:25 e.h.
þriðjudagur, mars 30, 2004
Á ferðalagi mínu um vefinn í kvöld takst ég á þessa frétt og síðan þá hef ég verið óhuggandi og alls ekki í stuði til að skrifa neitt annað hér í bili :o/
posted by Big Bird a.k.a. BB 11:08 e.h.
mánudagur, mars 29, 2004
Nýtt kvarter hófst í dag og byrjar það bara ansi vel.Glampandi sól og blíða og íbúar strætisins allir komnir út úr húsi uppúr sjö. Á þessum bæ þykir það stór fréttir.
Sjálfsagt hafa einhvernir af yngri nemendum skólans fengið tiltal frá foreldrum sínum í fríun því það var röð til að komast inná bílastæðið klukkan átta. Það hefur ekki gerst áður en ég hef engar áhyggjur af því það að endist lengi.
Það var svo frískandi að teygja úr sér og finna fyrir strengjunum í bakinu og öxlunum eftir helgina, þá veit ég allavega að ég gerði eitthvað.....þó svo ég hefði bara verið að leika mér á snjóbretti.
En margir af mínum vinum mínum tóku vel á því um helgina enda voru bæði Íslandsmótin í borðtennis kláruð. Til hamingju Jói, Lilja, Gummi, Sunna ..........svo einhverjir séu taldir til.
Úrslitin má finna hér og hér.
Til hamingju aftur og vonandi var gaman á lokahófinu, það er það held ég alltaf.
posted by Big Bird a.k.a. BB 8:56 f.h.
|
 |