|
|
þriðjudagur, mars 09, 2004
Tillaga að breyttri námsskrá í grunn- og framhaldsskólum:
Eitt er það sem mér finnst vanta í raunvísindakennslu á grunn- og framhaldsskóla stigi á Íslandi, allaveg í þeim skólum sem ég var í. Það er mikilvægi Murphy´s law, ég kannast varla við að það hafi verið nefnt hvorki í efna- né eðlisfærði. Það þykir mér mjög miður sér í lagi í ljósi þess að
i rannsóknunum mínum virðist Murphy´s law vera allsráðandi. Ég leyfi mér að fullyrða að ef ég hefði verið betur upplýst um þetta mikilvæga lögmál og hugsanlega fengið einhverja reynslu af því hefði ég haldið mér fjarri þessari grein.
Ég mælist því til þess að aukin áhersla verði lögð á kennslu þessa mikilvæga lögmál á komandi árum.
Ef það er einhver sem ekki þekkir þetta merka lögmál má sá hinn sami teljast afskaplega lánsamur endan líklegt að viðkomandi hafi ekki orðið illa fyrir barðinu á því.
Á fundi með leiðbeinanda mínum komust við að þeirri niðurstöðu að sjálfsagt væri Murphy´s law nátengt afstöðu stjarnanna og það eina sem við getum gert er að vona að afstaðan verði okkur hliðhollari á morgun.
Fyrir þá sem eru í sömu stöðu og ég hvað varðar baráttuna við Murphy´s law má alls ekki gleyma því að Murphy´s law gildir líka um Murphy´s law og einmitt þessvegna fáum við einstaka sinnum niðurstöður.
posted by Big Bird a.k.a. BB 3:42 e.h.
mánudagur, mars 08, 2004
Það er ýmislegt á seiði hér í landi frelsisins, hjónabönd samkynheigðra er mikið hitamál og kemur sjálfsagt til með vega þungt í komandi forsetakosningum. Eitthvað hlutu þeir að týna til fyrst almenningur er alveg búin að missa áhugan á stríðinu.
Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með þessari umræðu, andstæðingar lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra eru að lang stæðstum hluta mjög trúaðir kristnir menn og veifa þeir biblíunni stöðgut. Og ég sem hélt að hér ríkti trúfrelsi, ég botna því ekkert í því hvað kristin, frekar en önnur trúabrögð koma þessu máli við. Ég hélt að þetta væri er spurning um mannréttindi ekki trúarmál.
Eftir Jackson hneygslið hefur verið gerð atlaga að Howard Stern, þáttagerðarmanni sem talar mikið um kynlíf og gerir oft lítið úr fólki. Þátturinn hans er mjög vinsæll og er meira að segja sýndur í sjónvarpinu. Ég er ekkert sérstaklega hrifin af þættinum hans en ólíkt flestum bandríkjamönnum, kann ég að skipta um stöð. Á leiðinni í skólan í morgun var verið að ræða þetta mál og þá kom upp úr dúrnum að til er listi yfir bönnuð orð í bandarísku sjónvarpi/útvarpi. Það eru alls 7 orð bönnuð og er þau að finna hér
Ég vil vara viðkvæma við þessari lesningu enda ekki af tilefnalausu að sett voru lög til þess að losa okkur við þennan sora.
p.s. öllum áformum um að þýða þessa síðu yfir á ensku hefur verið frestað um óákveðin tíma sökum kunnáttuleysis í löggjöf landsins. Síður vil ég þurfa að mæta fyrir rétt fyrir ósæmilegt orðfar.
posted by Big Bird a.k.a. BB 5:33 e.h.
|
 |