{Sesame str. 58 } spacer
spacer
spacer

Höfum það einfalt!!!!



Nyjar Myndir

SpesOl 2003

Heimasíður

Mista systir & Lilja
Audur & Emelia
Eva & Torfi
Hrönn
Soffía
Nori
Söngvarinn
Mikkirefur
Ólöf & Pétur
Hrabba
María
Amerígunni
Gunnar Magnús
Magnea & Jón Bjarni
SíAtli

Seattlebúar

Ásgeir & Óli
Tumi
Gunni & Solla
Erna & Hjalti
Grétar

Börn

Dagur Þór
Stefanía Diljá
Hraunbúar

Mogginn

SAA

Netþýðandinn Leoncie




powered by blogger






Weblog Commenting by HaloScan.com

{föstudagur, febrúar 06, 2004}

 
Nú er enn einn föstudaginn genginn í garð og vel hálfnaður hér í Seattle. Það er eitthvað við föstudaga sem hefur alltaf heillað mig.........einhver veginn er yndislegt að vita til þess að vinnuvikan er búin og við tekur helgin sem hægt er að nota til ýmissa skemmtilegra hluta. Held bara að the Cure hafi hitt naglann á höfuðið með textanum: "Friday I´m in love". Já á hverjum föstudegi upplifi ég ást mína á lífinu. Já lífið er yndislegt!!!!

Ekki það að íbúar Sesame strætis hafa brasað ýmislegt í vikunni. Hér hefur verið þétt dagskrá af vinnu og skemmtunum. Eins og BB sagði frá fórum við á tónleika á miðvikudag með Starsailor og fimmtudag með Gomez ásamt fríðu liði annarra íslenskra stúdenta hér í Seattle. Björgvin lýsir för okkar skemmtilega á síðunni sinni og ætla ég ekki að reyna að leika það eftir svo ég býð ykkur bara að kíkka í heimsókn til hans lesa um ferðirnar.

En að öðru, eins og sumir vita og sumir ekki, hef ég síðan í júní á síðasta ári verið í verknámi á geðráðgjafastofu fyrir samkynhneigða hér í borg og í ljósi atburða þessarar viku hafa réttindi samkynhneigðra átt hug minn allan. Þannig er að hæstiréttur í Massachusetts fylki úrskurðaði í vikunni að samkynhneigðir hefðu rétt til að ganga í heilagt hjónaband í því fylki. Þessi frétt olli mikilli gleði hjá samkynhneigðum hér í landi en eins og oft áður þegar slík framfaraskref eru tekin rísa gagnkynhneigðir upp á afturfæturnar og reyna allt sem í þeirra valdi stendur til að færa réttindi minnihluta hópsins aftur um nokkur skref. Forseti þessa lands hefur farið þar fremst í flokki það sem eftir var vikunnar og er nú samstarfsfólk mitt sannfært um það að hann muni koma á alríkislögum sem munu í eitt skipti fyrir allt banna slíka sameiningu tveggja einstaklinga af sama kyni. Mér er bara spurn, hvað er það við hjónaband samkynhneigðra einstaklinga sem honum stafar svona mikil ógn af? Gæti verið að hann sé bara svona vel læstur inn í skápnum sjálfur að það skelfi hann að aðrir hafi möguleika á að eignast eitthvað sem hann getur aldrei viðkennt að séu í raun hans innstu langanir? Úff það er eins gott að Forsetaembættið fari ekki í það á næstu dögum að þýða þessa annar merku færslu hér á Strætinu...........þá væri von á mér heim með næstu vél ;o)

lifið heil

posted by Big Bird a.k.a. BB 6:51 e.h.



{þriðjudagur, febrúar 03, 2004}

 
Það er naumst mér tekst að sannfæra sjálfan mig um að ég sé upptekin, næstum vika síðan ég skrifaði síðast og hef heldur engan póst sent svo vikum skiptir. Það er því engin ástæða til að taka það persónulega þó ég skrifi ekki........
Kúkkí og ég fórum í geggjaða ferð til Portland um helgina. Við sáum hvorki söfn né styttur en við fórum í Pumpa verksmiðju outlet, það fannst okkur ekkert sérstaklega leiðinlegt. Að rekast óvænt á 21 forever verslu var heldur ekkert leiðinlegt.
Þetta var sem samt FIUTS ferð, farið á laugardagsmorgni og komið tilbaka á sunnudagskvöld, tuttuguogtveggja manna hópur á tveimur 13 manna bílum. Farþegunum leyst nú mátulega vel á þegar þeir sáu tvo litla Íslendinga setjast í framsætið tilbúinar að leggja að stað. Helst voru það asísku piltunum sem fannst þetta skrítið, þeir sættust þó á þennan ráðahaga og hrósuðu Kúkkí að lokum ástöfum fyrir góðan akstur. Sveim mér þá ég held að hún ætti að taka meiraprófið bara svona til þess að hafa það uppá að hlaupa.

myndir koma fljótlega úr þessu ævintýri en framundan er þétt dagskrá, Starsailor, Gomez, skíðaferð .....
skóli hvað ????

posted by Big Bird a.k.a. BB 12:17 e.h.


spacer