|
|
föstudagur, janúar 09, 2004
Hvað er eiginilega í gangi hérna allt í einu komin föstudagur, kvarterið rétt að byrja og allt komið á fullswing.
Það voru ekki margir sem þekktu mennina góðu, þetta ku hafa verið Oscar að taka síðdegislúrinn sinn og ''Mækel''. ''Mækel'' þessi var í hundafmælinu, hann er mótorhjólakappi og alveg sláandi líkur ''Mækel Skósmið'' sem einnig finnst gaman að keyra hratt.
Það finnst greinalega engum nema mér, hefði ''Skósmiðssonurinn'' ekki nefbrotið sig hér um árið held ég að ég myndi vart þekkja þá í sundur en það er bara ég.
Annars hefur fátt markvert gerst, skólin er komin á fullt skrið eftir ''óveðrið'' og meira að segja slappið farið af götunum. Ég var eitthvað að ''monta'' mig af því í gær þegar við röltum í hádegismat að ég væri sko allvön svona færð.
Ég áttaði mig reyndar fljót á því að það eru ár og dagar síðan ég hef gengið mikið í svona færð, maður keyri allt heima. Ætli ég hafi ekki bara síðast gengið meira en 100 metra í slappi þegar ég gekk í skólan í 9 ára bekk.
Það var að sjálfsögðu á þeim tíma sem börn gengu í skólan í öllum veðrum og börðust við ísbirni og tófur á leið sinn.....sú var nú tíðin
posted by Big Bird a.k.a. BB 10:07 f.h.
þriðjudagur, janúar 06, 2004
Samkvæmt veðurspá fyrir daginn í dag var spáð ''snow storm'' í Seattle og sveim mér þá ef það rættist ekki bara næstum því. Allavega var skólin feldur niður, meira að segja háskólinn vegna veðurs og mikið lokað. Hversu hrikalegt veðrið var má sá á myndum sem við tókum en við afrekuðum það að hætta okkur út í fárviðrið þó svo við færum ekki í skólan.
Þar sem flest allt var lokað vannst loksins tími til þess að setja upp linka og nýjar myndir. Ég vil því vekja athylgi á þremur nýjum blöggurum sem bæst hafa í hópinn og Leoncie linknum. Það er alltaf mikli gleði í Sesamestræti þegar Jónsi kynnir Kúkkí fyrir nýjum meistarverkum hennar.
Þar sem ég einfaldlega hafði alltof mikinn tíma setti ég upp getraun líka, hverjir eru mennirnir ?
vonandi léttir svo eitthvað til svo við komust í skólan á morgun....
posted by Big Bird a.k.a. BB 8:29 e.h.
sunnudagur, janúar 04, 2004
Þá er ég mætt aftur til leiks. Það er alltaf notalegt að koma heim um jólin, hitta ættingja og vini. Það er líka fínt að koma út aftur enda á maður sér orðið annað líf hér. Annars brá mér ögn þegar ég sjá snjó á fluvellinum í Seattle og ég sem var búin að hlakka til að komast í aðeins heitara veður. Mér var nefnilega ískyggilega kalt heima um jólin þó svo mér finnist skafrenningurinn og ófærðin algert æði. Snjórinn var svo bara á flugvellinum en hitastigið sjálfsagt við frostmark. Eftir að hafa beðið ansi lengi í röð eftir leigubíl voru hendurnar orðnar nánast bláar en það segir maður náttúrulega ekki einu einasta manni.......
Leigubílinn var sem betur fer notalega heitur en það versnaði í því þegar ég mætti heim í Sesamestræti. Kyndingin er biluð eina ferðina enn. Flísgallinn var því fyrstur uppúr töskunni.
Já nú hafa Oscar og Kúkkí eitthvað til þess að hlakka til. Í mörgum bandaríksum bíómyndir sest oft skælbrosandi fólk undir teppi fyrir framan arininn. Ég er nánast vissum að ef væri raunverulega kalt þá myndu þau ekki brosa allavega brosti ég ekkert út af eyrum þegar ég fíraði upp í arninum í morgun og sönglaði ,,konan sem kyndir ofinn minn'' eftir Tómas.
posted by Big Bird a.k.a. BB 4:46 e.h.
|
 |