|
|
sunnudagur, janúar 04, 2004
Þá er ég mætt aftur til leiks. Það er alltaf notalegt að koma heim um jólin, hitta ættingja og vini. Það er líka fínt að koma út aftur enda á maður sér orðið annað líf hér. Annars brá mér ögn þegar ég sjá snjó á fluvellinum í Seattle og ég sem var búin að hlakka til að komast í aðeins heitara veður. Mér var nefnilega ískyggilega kalt heima um jólin þó svo mér finnist skafrenningurinn og ófærðin algert æði. Snjórinn var svo bara á flugvellinum en hitastigið sjálfsagt við frostmark. Eftir að hafa beðið ansi lengi í röð eftir leigubíl voru hendurnar orðnar nánast bláar en það segir maður náttúrulega ekki einu einasta manni.......
Leigubílinn var sem betur fer notalega heitur en það versnaði í því þegar ég mætti heim í Sesamestræti. Kyndingin er biluð eina ferðina enn. Flísgallinn var því fyrstur uppúr töskunni.
Já nú hafa Oscar og Kúkkí eitthvað til þess að hlakka til. Í mörgum bandaríksum bíómyndir sest oft skælbrosandi fólk undir teppi fyrir framan arininn. Ég er nánast vissum að ef væri raunverulega kalt þá myndu þau ekki brosa allavega brosti ég ekkert út af eyrum þegar ég fíraði upp í arninum í morgun og sönglaði ,,konan sem kyndir ofinn minn'' eftir Tómas.
posted by Big Bird a.k.a. BB 4:46 e.h.
|
 |